Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 190
188 ÁrbókVFÍ 1989/90
gagnaform í skeytum frá ratsjánum. Sömu tengispjöldin eru einnig notuð til að senda
gögn frá tengitölvunni til Starcon skjánna.
í meginatriðum er hlutverk sjálfrar aðaltölvu kerfisins einfalt. Fyrst ogfremst er um að
ræða að komagagnastraumnum frá tiltekinni ratsjátil skila íþærskjátölvursem valiöhafa
viðkomandi ratsjá. í þessu skyni þarf tölvan að geta tekið á móti boðum frá Starcon
ratsjárskjáunum, sem gefa til kynna hvaða ratsjá er valin frá viðkomandi skjá. Þessar
tengingar milli skjánna og skiptitölvunnar eru samkvæmt RS-232 staðli. Þegar valið er að
skipta um ratsjá með innslætti á lyklaboröi skjátölvunnar, fara boð um þessa breytingu til
skiptitölvunnar, sem beinir þegar í stað gagnastraumi frá viðkomandi ratsjárstöð til
Starcon skjásins.
Auk þessa meginhlutverks veitir tengitölvan ýmis konar þjónustu, sem er mikilvægur
þáttur í notkun ratsjárgagna við flugumferðarstjórn. I þessu sambandi má nefna
eftirfarandi atriði:
- Geymslu ratsjárgagnanna á seguldiski eða segulbandi
- Endurspilun þessara gagna, þegar óskað er
- Söfnun upplýsinga um gagnastreymiö og álag á kerfið
- Ýmis konar viövaranir, ef eitthvað fer úrskeiðis
Geymsla hvers konar gagna er mikilvægur þáttur í flugumferðarstjórn, þannig að rekja
megi atburðarás með sem mestri nákvæmni, ef þurfa þykir. Ratsjárgögn veita mjög
nákvæmar upplýsingar um flugumferðina á hverjum tíma og má t.d. nota til hvers konar
tölfræðilegra athugana á eðli flugumferöarinnnar auk þess að gefa kost á að rannsaka
einstök atvik, sem upp kunna að koma. í þessu skyni eru öll gögn, sem berast inn í
skiptitölvuna, skráð á seguldisk og síðar flutt á segulband. Sérstakur hugbúnaður var
þróaður til þess aö endurspila umrædd gögn úr gagnageymslum skiptitölvunnar og senda
þau fram á skjáina. Þannig má velja tiltekinn tíma til endurskoðunar og stjórna hraða
endurspilunarinnar að vild. Þessi endurspilun getur farið fram jafnhliða því sem tölvan
vinnur sitt verk að senda gögnin frá ratsjánum til notendanna. Þá hafa geymd gögn verið
notuð til ýmissa sérverkefna, m.a. til að kvarða ratsjárnar með samanburði á gögnum frá
fleiri en einni ratsjá. Jafnframt hefur verið saminn sérstakur hugbúnaður, sem gerir kleift
að teikna ferla flugvéla á tölvuskjá eða með tölvuteiknara.
Skiptitölvan veitir á
hverjum tíma upplýsing-
ar um fjölda skeyta sem
berast frá ratsjárstöðvun-
um. Þessar upplýsingar
eru settar fram á aðgengi-
legu formi á sérstökum
stjórnskjá skiptitölvunn-
ar, eins og sjá má á ntynd
5. Þar má sjá töflu, sem
sýnir fjölda skeyta af hin-
um ýmsu geröum, sem
berast í hverri umferð
einstakra ratsjáa. Jafn-
framt gefur þessi mynd
upplýsingar um hvernig
tengingu milli ratsjár-
stöðvanna og skjánna er
Myncl 5:
Upplýsingaskjár ratsjárskiptikerfisins með gögnum um ástand og
skeytaumferð.