Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 191
Ratsjárgögn 189
háttað hverju sinni. Þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir tæknimennina, sem sjá
um rekstur og viðhald kerfisins. Þessi skjár gefur einnig aðganga að ýmsum stjórnskipun-
um, sem nota má til að ræsa og stöðva kerfið og stjórna rekstri þess. Þá er stöðugt safnaö
tölfræðilegum upplýsingum um skeytastrauminn á lengri og skemmri tímabilum og þessi
gögn skráö í gagnagrunn kerfisins. Enn sem komið er hefur lítið verið gert til að vinna
frekar úr þessum upplýsingum, en möguleikarnir á þessu sviði eru miklir.
Auk ofangreindra þátta var á síðastliðnu ári bætt við enn einum þætti í RDS kerfið. Hér
er um að ræða móttöku og dreifingu á upplýsingum um kallmerki flugvéla. Þessar
upplýsingar verða til í sérstöku tölvukerfi, sem tölvudeild Flugmálastjórnar hefur þróað í
þessu skyni. Þessi gögn eru send til Starcon skjánna, sem geta þá sýnt kallmerki
flugvélarinnar á ratsjárskjánum í stað fjögurra stafa talnastrengs, sem hverri flugvéla er
úthlutað af flugumferðarstjórninni.
5. Vinnsla ratsjárgagna
Ratsjárskiptikerfið sér um að dreifa, safna og geyma þau gögn, sem berast frá ratsjánum.
Tölvan vinnur því ekki úr gögnunum á neinn hátt heldur skilar þeim til viðeigandi skjáa í
samræmi við fyrirmæli frá flugumferðarstjórunum. Hins vegar varð snemma Ijóst, að
þetta kerfi gæti orðið hornsteinn að ratsjárgagnavinnslukerfi, þar sem búið var að leysa
öll helstu vandamál við móttöku og sendingu gagnanna. Sú gerð tölva, sem notuð er í
þessu kerfi, býður jafnframt upp á marga kosti á þessu sviði ekki síst vegna þess hve
auðvelt er að tengja UNIX vinnustöðvar saman með nettengingu. Því ákvað Flugmála-
stjórn í samráði við Alþjóðaflugmálastofnunina að halda áfram frekari þróun kerfisins
meö því að bæta viö nokkurri úrvinnslu á gögnunum. Hér er um að ræða svonefnda
RATSJARKERFI
161 MB
RATSJÁRGAGNAKERFI
ET/386
FLUGSTJÓRN
Mynd 6:
Fyrsti áfangi ratsjárgagnakerfis (RDPS) eftir að ferilsíunarkerfi (RTS) hefur verið hœtt vid
ratsjárskiptikerfið (RDS). Tölvurnar eru tengdar með Etliernet nœrneti.