Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 192
190 ÁrbókVFÍ 1989/90
ferilsíun, sem fram til þessa hefur aðeins verið fyrir hendi í ratsjánni á Keflavíkurflugvelli
einsog áður ergetið. Jafnframt þessu varákveðið að efla vélbúnað RDS kerfisins, þannig
að fjölga mætti tengimöguleikum, auka afköstin og margfalda geymslugetu fyrir ratsjár-
gögn.
í þessu skyni voru fest kaup á öflugri vélbúnaði af sömu gerð og áður hafði veriö valin.
Helstu breytingarnar felast í að bætt er við sérstakri tölvu af HP-9000/370 gerð til að sjá
um ferilvinnsluna, auk þess sem öflugri búnaður kom í stað annarra hluta kerfisins. Nýja
tölvan, sem sér um alla gagnaúrvinnslu, tengist RDS tölvunni með nærneti, sem gefur
kost á mjög fljótvirkum samskiptum milli þessara tveggja tölva. Ferilvinnslutölvan er á
ensku nefnd Radar Tracking System eða RTS til aðgreiningar frá RDS tölvunni.
Heildarkerfið nefnist Radar Data Processing System (RDPS), en hér er í reynd aðeins
um fyrsta áfanga að slíku kerfi að ræða. Ástæða þess að hér eru notuð ensk heiti er
einfaldlega sú, að allur þessi búnaður er hluti af alþjóðlegu kerfi.
Auk nýrra tölva var keypt diskstöð fyrir geisladiska, sem geta geymt allt að 600 Mb af
gögnum. Pessi stöð gefur kost á að geyma á einum geisladiski öll ratsjárgögn, sem safnað
er á tveim vikum, og kemur hún því í stað segulbandsins. Heildarmynd fyrsta áfanga
ratsjárvinnslukerfisins er sýnt á mynd 6. Eins og þar kemur fram gerir kerfið ráð fyrir
tengingu við nýju ratsjárstöðvarnar á Gunnólfsvíkurfjalli (H-2) og Bolafjalli (H-4), sem
koma til sögunnar á síðari hluta ársins 1991. Jafnframt því sem fest voru kaup á þessunt
vélbúnaði, hófst þróun nauðsynlegs hugbúnaðar á kerfisverkfræðistofu og srníði tengi-
búnaðar.
6. Ferilvinnsla
Fyrsta stigið í vinnslu ratsjárgagna í nýja kerfinu er svonefnd ferilvinnsla, sent byggist á
ferilsíun (tracking). Þessi vinnsla, sem fram fer í nýju RTS tölvunni felst einkum í að:
- Ræsa eða framreikna ferla
- Tengja saman ný gögn og ferla
- Vinna úr gögnum meö ferilsíun
- Senda gögnin til RDS tölvu
Nauðsynlegt er að útskýra í fáum orðum hvernig skilgreina má feril, sem er þýðing á
enska heitinu „track“. Hér er um að ræða að mynda í tölvunni gagnastrcng um einstaka
hluti, sem ratsjáin „sér“, þannig að hún „þekki" þessa hluti og geti haldið þeim
aðgreindum. Þetta ergert með því að tengja saman þau gögn, sem berast frá ratsjánni unt
hverja flugvél, reikna út ýmsa eiginleika eins og hraða og stefnu, og færa þessar
upplýsingar inn í gagnastrenginn, sem nefnist ferill vélarinnar. Með þessu er tölvunni gert
kleift að „þekkja“ einstakar flugvélar og gera ýmsar reikniaðgerðir. Þannig má t.d.
framreikna stöðu flugvéla fram í tímann og kanna, hvort þær muni nálgast um of, ef þær
halda óbreyttri stefnu og hraða.
Hvert skeyti, sem berst frá svarratsjánni inniheldur upplýsingar unt fjarlægð og stefnu
frá ratsjánni til flugvélarinnar auk fjögurra tölustafa auðkennis og flughæðar. Þegar nýtt
skeyti berst frá ratsjánni er fyrst leitað eftir hvort til sé ferill, sem skeytið gæti hugsanlega
tengst. Ef svo er ekki, er gert ráð fyrir, að um nýja ogóþekkta flugvél sé að ræða, þ.e.a.s.
flugvél, sem tölvan hefur ekki fengið gögn um fyrr frá ratsjánni. Eru þágerðar ráðstafanir
til að setja upp nýjan feril. Þetta gerist þó ekki þegar í stað. því minnst tvær mælingar
þurfa að berast til þess aö hægt sé að reikna út hraða ogstefnu flugvélar. Slíkt er hinsvegar
nauðsynlegt til aö lýsa ferlinum. í reynd verða a.m.k. þrjár til fjórar mælingar að berast