Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 195
47
Tryggvi Jónsson
Notkun á sprautusteypu og
steinsteypu við jarðgangagerð.
1.0. Inngangur.
Steypu í neðanjarðarmannvirkjum má skipta í hefðbundna steypu og sprautusteypu.
Með hefðbundinni steypu er átt við steypu sem útbúin er og komið fyrir í mótum á
hefðbundinn hátt. Sprautusteypa er ýmist framleidd í steypustöð eða á sprautustað og
henni er sprautað á flötinn er hún á að þekja.
í grein þessari verður gerð grein fyrir helstu þáttum er áhrif hafa á sprautusteypufram-
kvæmdir. Einnig verður gerð grein fyrir reynslu Krafttaks s/f af þeim neðanjarðarfram-
kvæmdum er fyrirtækið hefur unnið við hér á landi.
2.0. Sprautusteypa.
2.1. Mismunandi aðferðir.
Við ásprautun steypu eru í dag aðallega notaðar tvær mismunandi aðferðir, er helgast af
hvar vatni er bætt í steypuna.
I) ÞURR
í henni er fylliefnum, sementi, íblöndunarefnum svo og stáltrefjum ef notaðar eru,
blásið með lofti að munnstykkinu þar sem vatni er bætt í, svo og hraðara (shotcrete
accelerator). Sjá mynd 1.
II) VOT
í henni er steypan framleidd í steypustöð og stáltrefjum, ef notaðar eru, blandað í hana
og flutt með steypubílum á sprautustað. Steypunni er svo dælt að munnstykkinu þar
sem lofti og liraðara er bætt við. Sjá mynd 2.
Einnig er til aðferð sem byggir á báðum þessum aðferðum.
Tryggvi Jónsson lauk prófi í Byggingaverkfræði
frá H.í. 1980, MS prófi i Byggingaverkfræði frá
University of Colorado,
Boulder 1983. Hjá Al-
mennu verkfræðistofunni
1980-1982 og Forsjá og
Fjölhönnun 1983-85.
Verkfræðingur hjá Kraft-
tak sf. frá 1985, þar af
staðarstjóri jarðganga-
framkvæmda í Ólafsfirði
frá 1988.
Mynd 3 sýnir á táknrænan hátt mismuninn
á aðferðunum og uppbyggingu þeirra.
Aðferðirnar hafa bæði kosti og galla.
Helstu kostir þurrsprautunar eru:
- aðferðin er einföld,
- v/c hlutfallið er frekar lágt, ef rakastig
sands er jafnt og sprautari góður,
- betri pökkun þar sem hraði sprautuagn-
anna er meiri,
- hægt er að nota gróf fylliefni, allt að 32
mm.
13