Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 199
Sprautusteypa 197
Fylliefni.
Fylliefni hafa mikil áhrif á gæði sprautusteypu svo og á sprautunina sjálfa. Mikilvægustu
þættirnir eru steinastærð, kornalögun svo og kornadreifing.
Gróft fylliefni veldur erfiðleikum í sprautun svo og auknu frákasti og léiegri pökkun,
sérstaklega með trefjum. Heppilegast er vegna dælingar að nota fínefnarík, náttúruleg
fylliefni með ávala lögun. Mynd 4 sýnir dæmi um kornadreifingarkúrfu. Vel þekkt er það
vandamál hér á landi að fylliefni séu fínefnasnauð, er vega verður upp á annan hátt t.d.
með auknu sementsmagni. Auk þess verður að gæta að alkalívirkni, því að þeir hraðarar
sem algengastir eru í sprautusteypu innihalda alkalí-karbónat-sambönd er auka á
alkalívirknina.
í rannsóknum er gerðar voru hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins fyrir Kraft-
tak sf á sprautusteypu við Blönduvirkjun varð aukning á alkalíþenslum allt að 60% milli
sýna með og án hraðara.
Bindiefni.
Val á sementsgerðum verður að ráðast af þeim eiginleikum sprautusteypu sem óskað
er, svo og efnafræðilegum þáttum svo sem alkalívirkni. Þannig er óskað eftir háum
byrjunarstyrk í sprautusteypu sem notuð er til vinnustyrkingar, svo og til sprautunar á
rakan eða votan flöt. Æskilegt er að sementið innihaldi kísilryk 7-10% eða því sé að
öðrum kosti bætt í steypuna. Sprautun á steypu með kíslilryki verður léttari, notkun á
hraðara minnkar, binding milli steypuefjunnar og t.d. stáltrefja verður betri, auk þess
sem kísilrykið hefur jákvæð áhrif á lokastyrk, en hægir á byrjunarstyrk og getur valdið
aukinni rýrnun í sprautusteypunni.
í Ólafsfjarðarmúla er notað Portland-sement með 7,5% íblöndun á kísilryki, en við
Blöndu var ávallt notað 10% af kísilryki sent hlutfall af sementsvigt, þar voru notuð
Portland-sement og Pozzolan-sement (Blöndu-sement) frá S.R. Portland-sement var
notað til vinnustyrkingar, en Pozzolan-sement í varanlegu styrkingarnar.
Iblöndunarefni.
í sprautusteypu notar Krafttak sf þrenns konar íblöndunarefni, vatnsspara, þjálniefni og
hraðara. Vatnssparinn og þjálniefnin eru notuð til að ná upp nægjanlegri þjálni í
sprautusteypunni með v/s = 0,40 - 0,45. Sigmál sprautusteypunnar þarf að vera milli
20-25 cm svo auðvelt sé að sprauta henni, sérstaklega með stáltrefjum. Hraðarinn sem
blandast inn í sprautusteypuna í ásprautuninni hefur það hlutverk að flýta fyrir hörðnun
og styrkleikamyndun, sem m.a. gerir mögulegt að leggja þykkara lag á bergflötinn, auk
þess sem steypan nær að sitja á rökum og blautum flötum. Við sérstakar aðstæður er
hraðaranum sprautað fyrst á bergið til að loka berginu og minnka vatnsrennsli.
Notkun á hraðara veldur því að lokastyrkur verður lægri. Pessi styrkleikaminnkun er í
réttu hlutfalli við magn það sem notað er í sprautusteypuna, samanber ntynd 5.
Það er því mikilvægt að eins lítið af hraðara sé notað og hægt er að komast af með, sem
ræðst af aðstæðum við sprautunina svo og þjálni steypunnar. Sprautarinn ákveður notkun
á hraðara í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Þess ber að geta hér að notkun á hraðara er af eðlilegum ástæðum mun meiri í
sprautusteypu til vinnustyrkingar en til varanlegrar styrkingar. Loftblendiefni eru að
jafnaði ekki notuð þar sem þau eru ekki talin auka veðrunarþol sprautusteypu, m.a.
vegna áhrifa frá þrýstiloftinu sem notað er til sprautunarinnar svo og vegna slæmra áhrifa
á dæiingu og þar af leiðandi verri pökkunar. Auknu veðrunarþoli má ná með hærri
styrkleika sprautusteypu eins og sjá má á mynd 6 er sýnir niðurstöður sænskra athugana.