Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 203
Sprautusteypa 201
Viö athuganir okkar kom í Ijós að binding milli trefja ogsementsefju byrjaði að gefa sig
um leið og brot varö í semenstefjunni. Trefjarnar drógust hægt og rólega út og
sprautusteypan missti smám saman burðarhæfni sína, er benti til að trefjamagn væri of
lítið til að auka beygjutogþol sprautusteypunnar. í tilraunaskyni sprautuðum við steypu
með l ,5 rúmprósenti afstáltrefjum til aðsjááhrifin afauknu trefjamagni á beygjutogþols-
styrkinn. Niðurstöður voru neikvæðar, styrkurinn var lægri og ástæðan var erfiðleikar í
sprautun er ollu lélegri pökkun. Mynd 7 sýnir álag og færslulínurit fyrir steypu með og án
stáltrefja.
Erlendar rannsóknir er gerðar hafa verið til að bera saman steypu með stáltrefjum
annars vegar og steypu með stálmottum hins vegar hafa sýnt að steypa með stáltrefjum
gefur betri raun. begar notaðar eru stálmottur hefur viljað brenna við að holrúm myndist
við ásprautun á bak við stálmottuna er veikir mikió styrkinguna, þessu erekki til að dreifa
þegar stáltrefjar eru notaðar. í nágrannalöndum okkar hafa stáltrefjar að mestu leyst af
hólmi stálmottur sem sprautað er á, fyrst og fremst vegna þess vinnusparnaðar er næst og
auknum afköstum. Myndir 8, 9 og 10 aftast í greininni sýna trefjar fyrir og eftir blöndun í
steypu.
2.3 Sprautun sem styrking í jarðgöngum.
Sprautusteypa hefur í ríkum mæli rutt sér til rúms sem styrking í jarðgöngum s.s. í
tengslum við svo kallaða NATM-aðferð, sérstaklega til vinnustyrkingar, auk þess sem
sprautusteypa og boltar eru notuð saman þar sem öflugri styrkinga er þörf.
NATM-aðferðin er áður var nefnd, lágmarkar styrkingu með því að láta styrkinguna
hjálpa berginu við að bera sig sjálft, ólíkt eldri aðferðum þar sem styrkingarnar báru
bergið uppi.
Sprautusteypa hentar því mjög vel til styrkingar, því henni er hægt að koma á bergið
fljótt t.d. eftir sprengingu. Þaö er hægt síðar að auka þykkt hennar ef þurfa þykir og hún
vinnur ntjög vel með bergboltum . Hún er því sveigjanleg styrking sem liægt er að aðlaga
ýmsum aðstæðum.
Áhrif sprautusteypu er oft erfitt að meta með útreikningum, svo sent þau áhrif að loka
yfirborði bergs, fylla upp ísprungur og límaystu bergskelinasaman, t.d. ísprungnu bergi,
og mynda þannig ásamt berginu bogavirkni, er heldur aftur af frekari færslum bergsins.
Þunn lög af sprautusteypu hafa fyrst ogfremst þau áhrif sem að framan var lýst, eftir því
sem þykkt lagsins eykst verður sprautusteypan sjálf meira berandi. Burðarhæfni berandi
sprautusteypu er þá hægt að nálga nteð hefðbundnum burðarþolsútreikningum .
Taka verður tillit til lögunar burðarvirkisins er aðlagar sig útliti yfirborðs bergflatarins.
Sprautusteypa notuð með bergboltum yfirfærir kraftana frá berginu milli bolta yfir á
boltana sem svo aftur yfirfæra þá krafta með heftispennum yfir í bergið.
Með tilkomu sprautusteypu hafa allar aðstæður viö jarðgangagerð breyst mikið og
jarðgöng hafa orðið hlutfallslega ódýrari. Auk þess hefur verið hægt að vinna við erfiðari
bergaðstæður og slysum hefur fækkað til muna.
2.4 Kröfur sem gerðar eru til sprautusteypu á íslandi
Hér á eftir verða teknar saman þær krölur er gerðar hafa verið af hálfu verkkaupa til
sprautusteypu við jarðgangagerðina í Blönduvirkjun og í Ólafsfjarðarmúla.
I) Jarðgöng við Blönduvirkjun:
- v/s á bilinu 0,45 til 0,60 í steypu frá stöö,
- lágmark 450 kg/m'' af sementi, Portland-sement með 4-7% íblöndun kísilryks,
- hönnunarþrýstistyrkur 30 MPa, beygjutogþol 6 MPa með stáltrefjum, heftistyrkur 0,5
MPa (þ.e. viðloðunarstyrkur við berg).