Árbók VFÍ - 01.01.1991, Qupperneq 204
202 Árbók VFÍ 1989/90
- stáltrefjar L/D > 100,
- kröfur um eftirmeðferð,
- byrjunarrannsóknir á áhrifum kornastærðar fylliefna, íblöndunarefnum og eiginleik-
um trefjasteypu,
- eftirlit í höndum verkkaupa,
- verktaki mátti velja á milli þurr- og votsprautunar.
II) Jarðgöng í Olafsfjarðarmúla.
- v/s tala lægri en 0,45,
- lágmarksmagn af sementi 450 kg/m’, Portland-sement,
- hönnunarþrýstistyrkur 30 MPa, en þegar notaðar eru stáltrefjar 35 MPa, heftistyrkur
(viðloðunarstyrkur) við berg 0,5 MPa,
- steypa á að vera vatnsþétt,
- fylliefni skulu liggja innan fyrirfram ákveðinna kornakúrfumarka,
- stáltrefjar L/D > 100,
- farið var fram á miklar rannsóknir á steypublöndunni í upphafi áður en framkvæmdir
hófust,
- framkvæmdaeftirlit í höndum verktaka. Verkkaupi hefur aðgang að öllum gögnum,
- kröfur um eftirmeðferð,
- votsprautun aðeins heimil.
Kröfur um sýnatöku, geymslu sýna og styrkleika eru ekki þær sömu í þessum tveimur
verksamningum.
í verksamningi fyrir Blönduvirkjun segir:
Prófa á þrýstistyrk (sívalnings-/teningsstyrk) og beygjutogþol (með þriggja punkta
aðferð). Sýni skulu geymd á sprautustaö eða við sömu aðstæður og þar ríkja fram að
prófi.
í framkvæmd var þessu þó breytt er líða tók á verkið, aðallega ákvæði varðandi
geymslu á sýnum, þar eð kröfurnar uin sýnageymslu þóttu óraunhæfar, þar sem ekki var
ljóst af gögnum hver raunverulegur hönnunarstyrkur var, auk þess var ákveðið að miða
við sívalningsstyrk. Leiða má að því líkur að krafan um 30 MPa styrk miðað við
geymsluaðferð þá sem krafist var í verklýsingu sé í raun krafa um 35-40 MPa
hönnunarstyrk miðað við að sýni sé geymt við staðalaðstæður.
Ákvæði um eftirlitsrannsóknir í verklýsingu Olafsfjarðarmúla eru með nokkuð öðrum
hætti en við Blönduvirkjun.
í henni segir m.a.:
„Þrýstibrotþolspróf skulu framkvæntd á þrem prófhlutum (teningum eða borkjörnum)
úr kassa er sprautað hefur verið í samhliða ásprautun á bergið.“
Um geymslu og aðhlynningu á sprautusteypusýnum segir:
„Sýni skulu geymd í göngum við svipaðar aðstæður og sprautusteypan, en prófhlutarn-
ir síðustu 40 klst. geymdir í vatni. Meðaltalsstyrkur þriggja prófhluta skal eigi vera lægri
en 85% af hönnunarstyrk og enginn prófhlutur skal hafa lægra gildi en 75% af
hönnunarstyrk.“
Auk þess eru ákvæði um prófanir á heftistyrk, þ.e.a.s. viðloðun við berg.