Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 211
Jarðgöng 209
Marga haföi reyndar grunað að jarðgangaverð það, sem gert var ráð fyrir hérlendis,
væri of hátt þar sem menn sáu virkjanir reistar t.d. í Noregi með margra tuga km löng
göng, en þó átti rafmagnið að vera á sama verði og frá virkjunum hér. Annað hvort var
verulega niðurgreitt verð á orku frá virkjuninni, eða jarðgöngin mun ódýrari en hér.
Sennilega var um að ræða sitt lítið af hvoru.
íslendingar hafa mikið stuðst við reynslu Norðmanna og Svía við jarðgangagerð hér
á landi, bæði hvað varðar ráðgjöf og framkvæmdaratriði. Þetta hefur gefist vel því þessar
þjóðir eru í fararbroddi hvað varðar jarðgangagerð í heiminum í dag; Svíar í nýjungum
varðandi tækjaþróun og Norðmenn í að beita tækninni til þess að lækka verð á
jarðgöngum.
TAFLA 1: Jarðgöng á íslandi, alls 12.4 km (1990)
Virkjanagöng:
írafoss (Sog) 1951-52 0.9 km
Grímsá 1957 0.1 km
Efra Sog 1958-59 0.4 km
Búrfell 1966-’69 2.0 km
Laxá III 1971-72 1.2 km
Blanda 1984-87 3.2 km
Alls: 8 km
Veggöng:
Arnardalshamar 1948 30 m
Strákar 1966-68 780 m
Oddskarð 1973-74 440 m
Ólafsfjarðarmúli 1988-90 3150 m
Alls: 4.4 km
1 Þróun aðferða í jarðgangagerð
Pó að hér á landi hafi löngum verið minna um jarðgangagerð en í flestum nágrannalanda
okkar, þá var nokkuð um að menn, snemma á öldum, grófu hella fyrir kvikfé og jafnvel
sem íverustaði fólks. Voru hellarnir klappaðir í hálfsamlímdan sandstein, annað setberg
eða móberg. Margir þessara hella eru mjög vel gerðir og stórir, jafnvel stærri en
Hóladómkirkja, og vissulega varanlegustu húsakynni á íslandi. Einnig var nokkuð um að
manngeng jarðgöng lægju út úr bæjum, e.t.v. sem undankomuleið í ófriði (Reykholt,
Keldur) eða til að komast milli húsa og kirkju (Skálholt).
Erlendis stunduðu menn námavinnslu neðanjarðar, með því að kveikja eld við stafn
námaganganna, langt fram ásíðustu öld. Við hitann mynduðust smásprungur í bergið svo
unnt var að meitla 5-10 cm eftir hverja hitun. Þessi aðferð var notuð í Noregi allt fram til
1890. Löngu fyrr, eða á 18. öld, voru menn þó farnir að nota púður til sprenginga. Alfred
Nobel fann síðan upp dynamitið 1867 og jókst við það mjög öryggi við sprengingar.
Jarðgangagerð á Islandi lá hins vegar niðri í margar aldir, eða uns surtarbrandsnám
hófst hér á nokkrum stöðum vegna kolaskorts í fyrri heimsstyrjöldinn 1914-18. Þá voru
meitluð og sprengd námugöng á mörgum stöðum, flest á Vestfjörðum. Flest voru göngin
aðeins nokkrir tugir metra á lengd og var borað með handbor og sleggju fyrir
14