Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 219
Jardgöng 217
4 Jarðfræðilegar aðstæður
Mestu vandræði við jarðgangagerð eru yfirleitt í sambandi við mikið vatnsrennsli inn í
göngin, sérstaklega ef það er samfara hrunhættu, eins og getur verið við eftirfarandi
aðstæður sem eru líklegastar hér á landi.
a) Neðan grunnvatnsborðs í móbergsmynduninni.
b) í brotabeltum í eldra bergi (eldri grágrýtismynduninni og blágrýtismynduninni).
Langflest jarðgöng, sem gerð hafa verið á íslandi, eða munu verða gerð eru ekki í
móbergsmynduninni og falla því undir b). Erfiðleikar viðjarðgangagerð hér á landi verða
því helst þegar farið er í gegnum vatnsleiðandi brotabelti.
í móbergsmynduninni gætu þó verið sæmilegar aðstæður til gangagerðar, ef hægt er
að halda sig ofan grunnvatnsborðs. í móberginu er sennilega auðveldast að beita ekki
sprengingum við gangagerðina, heldur fræsa göngin með svokölluðum „roadheaders“,
sem er nokkurs konar bergfræsari, sem snýst framan á sterkum hreyfanlegum armi (sjá
mynd 17). Einnig má meitla göngin með vökvaknúnum hamri sem hægt er að festa á
gröfuarm.
Mynd 17. Bergfrœsari (Roadheader). Tilvalið verkfœri fyrir berg sem pr mýkr-fí en basaltið, t.d.
setberg eða móberg.
5 Framtíðarverkefni neðanjarðar
Hvað varöar venjuleg jarðgöng, t.d. fyrir vatnsaflsvirkjanir eða veggöng, þá hafa menn
látið sér detta í hug hátt á þriðja hundrað km af slíkum mannvirkjum hér á landi.
Til að samgöngur komist í svipað horf og nú er í Færeyjum, virðist þörf fyrir a.m.k. 50-75
km af veggöngum. Byggðaröskun gæti þó dregið eitthvað úr þessari þörf. Vart er við því
aö búast að meira en 2-4 km af veggöngum verði gerð á hverju ári, svo langan tíma mun
taka að Ijúka verkinu.