Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 220
218 ÁrbókVFÍ 1989/90
Mynd 18. Sundlaug í helli sprengdum inn í berg í Noregi. Hugsað sem almannavarnabyrgi á
hœttutímum.
Gera má ráð fyrir 150-200 km af jarðgöngum í þeim virkjunarkostum sem lauslegar
áætlanir hafa verið gerðar um (tafla 2). Hve fljótt verður ráðist í þessar framkvæmdir fer
eftir því hvernig gengur að semja um sölu á orkunni, en nokkur hreyfing virðist vera á
þeim málum nú.
Fyrir utan þessi hefðbundnu jarðgöng hér á landi eru margir möguleikar á að útbúa
frekar neðanjarðarmannvirki í ýmsum tilgangi en að byggja mannvirki uppi á yfirborði
jarðar til að þjóna sama tilgangi. I flestum tilfellum er neðanjarðarmannvirkið ódýrara og
fer ekki illa í umhverfinu.
Hér getur verið um að ræða alls kyns geymslur, t.d. fyrir ýmis konar vökva, svo sem
heitt og kalt vatn eða olíu. Frysti- og kæligeymslur er kjörið að hafa neðanjarðar. Einnig
almannavarnaskýli, sem nýta má sem íþróttasali eða sundlaugar á friðartímum (sjá mynd
18).
Dæmi um mögulegan stað fyrir olíugeymslu í bergi gæti verið við Miðsand í
Hvalfirði, þar sem nú eru stórir stálgeymar á yfirborði.
í nágrenni Reykjavíkur er sennilega besta jarðgangabérgið í fellunum í Mosfellsbæ
(sjá mynd 19), eða í Gufunesi. Ýmsu mætti koma fyrir inni í Úlfarsfelli, eða í söntu
bergmyndun undir frekar þunnu Reykjavíkurgrágrýtinu, t.d. heitavatnsgeymum fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur, í staðinn fyrir að reisa stáltanka á yfirborði eins og á Grafarholti.
Vatnsveitan gæti einnig haft geymi í þessari bergmyndun. I Úlfarsfelli gætu verið
frystigeymslur fyrir kjöt og fisk, kæligeymslur fyrir kartöflur og grænmeti o.fl. matar-
kyns, jafnvel vínkjallari fyrir ATVR. Pá mætti setja þarna sundlaug og íþróttasal, sem
gætu nýst sem almannavarnabyrgi ef kjarnorkustyrjöld skellur á. Þá væru inni í fjallinu
nægar vatns- og matarbirgðir, þ.á m. nóg af sjóðheitu vatni, svo sjóða mætti kjötsúpu
fyrir fjölda manns í heita pottinum við sundlaugina, líkt og Fjalla Eyvindur gerði á
Hveravöllum.