Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 223
Jardgöng 221
7 Niðurstöður
1. Jarðgöng eru ekki lengur neyðarúrræði á íslandi, heldur ætíð raunverulegur valkost-
ur.
2. íslendingar hafa verið hræddir viðjarðgangagerð allt fram á síðustu ár, en eru það ekki
lengur.
3. Við jarðgangagerð á íslandi hefur yfirleitt verið beitt nýjustu tækni, eftir því sent stærð
verksins hefur leyft.
4. Með aukinni tækni og reynslu hefur jarðgangaverð snarlækkað síðan 1984, e.t.v. um
allt að helming.
5. Því þarf að endurskoða flestar virkjunarhugmyndir á landinu, með það í huga að stytta
skurði og lengja jarðgöng. Verður þetta sennilega eitt aðalverkefni í virkjanageiranum á
næstu árum. Einnig kynnu að bætast við veitur, sem ekki voru hagkvæmar áður, þ.e.
margar af virkjununum gætu stækkað.
6. Kanna þarf vel aðstæður á jarðgangaleiðunum, ekki aðeins jarðlagaskipan, heldur
einnig tæknilega eiginleika jarðlaganna til gangagerðar.
JARÐBORANIR HF
GRENSÁSVEGI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI (91) 688722 • TELEFAX (91) 813584
Alhliða borþjónusta
Borum eftir heitu vatni, gufu, köldu neysluvatni og sjó.
Borum rannsóknarholur og leitarholur fyrir jarðhita,
kjarnaholur til rannsókna við mannvirkjagerð og eftirlitsholur
vegna mengunarvarna. Önnumst viðgerðir og hreinsanir á
eldri borholum. Borum fyrir undirstöðum mannvirkja,
jarðskautsholur og stagfestuholur.
Jarðboranir hf. reka bora af öllum stærðum og gerðum.
Við gerum föst verðtilboð í flest verk.
Rörasala
Flytjum inn og seljum stálrör í fjölda stærða á bilinu 5" til 42".
Eigum að jafnaði um 2500 m birgðir af heildregnum og
langsoðnum stálrörum, sigtisrörum úr plasti og
plasthúðuðum stálrörum. Útvegum með stuttum fyrirvara
flestar stærðir og gerðir röra.
Hálfrar aldar reynsla á öllum sviðum jarðborana.