Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 7

Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 7
— Elkulckiiiukniny - frá fyrra ári í milljörðum kr. - 30 ■ Lán til íbúðakaupa □ Neyslulán" Eins og myndin ber með sér liggur skuldaaukningin að veru- legu leyti í neysluskuldum. Sérstaklega eru árin 1986- 1988 at- hygli verð íþví sambandi. Margir liallast að því að það séu fyrst ogfremst neyslulánin sem gerifólki erfitt fyrir. Fólk getur farið á milli banka- stofnana á sama degi og feng- ið lán nánast eftir þörfum í lánastofnunum. Bankar bjóða upp á ýmis sparnaðarform sem síðan veita heimild til lántöku. I sumum tilfellum stofnast slíkur réttur eftir að- eins nokkurra mánaða sparn- að, allt að einni milljón án þess einu sinni að þurfa að leita til bankastjóra. Verslanir bjóða upp á rað- greiðslur ýmiss konar. Bfla- umboð bjóða jafnvel upp á vaxtalaus lán og iðulega er „Sökum áframhaldandi halla á ríkisbúskapnum og minnkandi sparnaðar heimilanna héldust raun- vextir hærri en æskilegt hefði verið. Jafnframt versnaði fjárhagsstaða lánastofnana verulega vegna vaxandi afskrifta.” Jóhannes Nordal seðlabankastjóri boðið upp á sólarlandaferðir með lítilli útborgun og stærsti hlutinn lánaður. Þá eru enn ónefnd áhrif greiðslukorta, en hvað skyldu þau hafa aukið skuldir heimilanna um háar ; fjárhæðir? Þegar allt þetta er skoðað blasir við hversu frá- i leitt er að skella skuldinni á húsbréfakerfið þegar leitað er skýringa á skuldaaukningu heimilanna.” ■ Samverkan i Af ofansögðu mætti draga eft- irfarandi ályktanir: Neytendur hafa ekki kunnað sér hóf, ekki ráðið við aukið frjálsræði eða staðist þær freistingar sem felast í greiðari aðgangi að lánsfé. Bankarnir hafa ekki j gætt nægilega mikils aðhalds í lánveitingum, hafa fremur i spurt um ábyrgð þriðja aðila j en greiðslugetu þess sem bið- ur um lán. Eða: Oagaðir neytendur hafa sjálfir komið sér í vand- ræði með dyggri aðstoð að- gæslulausra bankastjóra. Samtímis hefur stjórnmála- mönnum ekki tekist að ráða niðurlögum fjárlagahallans. Ennfremur hafa fyrirtækin ráðist í mun meiri lántökur en forsendur leyfðu. Þetta hefur leitt til verulegra útlánatapa bankanna. Afleiðingin af þessu öllu: háir vextir sem auka á greiðslubyrðina, sem gjarna kallar á nýjar lántökur, enn meiri eftirspum eftir lánum... Leiðirtil úrbóta- tillögur NS Neytendasamtökin leggja mikla áherslu á aö tekiö verði á fjárhagsvanda heimilanna til frambúðar og hafa kynnt ýmsar leiðir að því marki. Samtökin telja að í senn þurfi að draga úr núverandi vanda og hindra að enn fleiri fjölskyldur lendi í sambærilegum vanda. ■ Fyrirbyggjandi aðgerðir í tillögum Neytendasamtakanna er mikil áhersla lögð á hlut- verk skólakerfisins. Samtökin telja eðlilegt að umfjöllun um fjármál heimilanna verði þáttur í þeim undirbúningi sem skól- arnir veita nemendum fyrir þátttöku í hinu flókna neyslusam- félagi. Þeir einstaklingar sem lokið hafa skólagöngu þurfa að eiga kost á námskeiðum um fjármál heimilanna. Um 600 manns hafa nú komið á námskeið Neytendasamtakanna um hagsýni í heimilishaldi og segist Sólrún Halldórsdóttir, hagfræðingur NS og leiðbeinandi á námskeiðunum, telja að námskeið af þessu tagi geti auðveldað neytendum mjög að reka heimili sín með hagkvæmari og skipulegri hætti. ■ Ráðgjöf Neytendasamtökin telja brýnt að almenningur hafi aðgang að vandaðri fjárhagsráðgjöf, bæði til þess að leiðbeina fólki í vanda og til þess að koma í veg fyrir að heimili lendi í greiðsluerfíðleikum. Neytendasamtökin hafa um skeið boðið upp á fjárhagsráðgjöf fyrir félagsmenn sína. Reynslan sýnir að slík ráðgjöf getur verið mjög gagnleg. ■ Greiðslumat Neytendasamtökin telja það hafa verið framfaraspor þegar tekið var upp greiðslumat vegna umsókna um lán vegna hús- næðiskaupa. Neytendasamtökin óttast þó að sú hætta sé enn fyrir hendi að fólk ráðist í meiri lántökur en þær hafa forsend- ur til að ráða við. Raunar álíta Neytendasamtökin að mat á greiðslugetu eigi að vera regla fremur en undantekning og gagnrýna þá venju banka að reiða sig á ábyrgðir óviðkomandi manna fremur en mat á greiðslugetu þess sem biður um lán. Jafnframt hvetja samtökin neytendur til þess að gæta varúðar við lántökur og meta gaumgæfilega greiðslugetu sína í samráði við banka eða aðra áður en ráðist er í að taka lán. ■ Greiðsluaðlögun Neytendasamtökin hafa kynnt sér norræna löggjöf um greiðsluaðlögun og telja að sambærileg löggjöf gæti komið að gagni hérlendis, þótt ekki sé vitað hversu margir gætu fallið innan ramma laganna. Lög um greiðsluaðlögun taka á vanda þeirra sem lenda í verulegum greiðslueifiðleikum af ófyrir- séðum ástæðum, svo sem atvinnumissi, veikindum og skiln- aði. Lögin koma hins vegar ekki að gagni þegar um er að ræða ofneyslu og/eða skort á fyrirhyggju. I þeim felast nokkurs konar persónulegir nauðasamningar, sem taldir eru skila bæði skuldunautum og lánardrottnum meiri árangri en gjaldþrot. í framhaldi af opnum fundi Neytendasamtakanna um fjár- hagsvanda heimilanna fluttu tveir þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Össur Skarphéðinsson og Sigbjöm Gunnarsson, tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi feli félagsmálaráð- herra að skipa nefnd til að undirbúa samningu laga um greiðsluaðlögun. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 7

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.