Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 9

Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 9
Skuldum vafin Ábyrgð að vel athuguðu máli Telurðu að sá sem þú gengur í ábyrgð fyrir muni geta staðið við skuldbind- ingar sínar? Hefur hann sýnt þér fram á það? Ertu borgunarmaður fyrir láninu ef sú staða kemur óvænt upp að skuldarinn getur ekki staðið í skilum, eða myndi það setja fjárhag þinn og fjölskyldu þinnar í uppnám? Ertu reiðubúinn að inna af hendi greiðslu fyrir lán sem þú hefur aldrei fengið? Hvernig verður sambandi ykkar skuldarans háttað eftir það? Þetta eru spurningar sem hver sá sem hyggst ganga í ábyrgð fyrir lánum annars ætti að hafa skýr svör við áður en hann lætur slag standa. Til þessa hafa bankarnir byggt lánveitingar sínar til einstaklinga að mestu leyti á ábyrgðum þriðja aðila. Mat á greiðslugetu lántak- enda hefur verið gloppótt og ófullkomið. A undanförnum misser- um virðist það þó hafa færst í vöxt innan bankakerfisins að fram fari mat á greiðslu- getu lánbeiðenda áður en lán eru afgreidd, einkum ef um mjög háar upphæðir er að ræða. Engu að síður hyggjast bankarnir halda sig við þann sið að krefjast ábyrgða þriðja aðila, enda ber lánastofnunum lögum samkvæmt að leita eftir tryggingum fyrir lánveiting- urn sínum. Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, sagði í samtali við Neyt- endablaðið (1/93) að hann teldi fráleitt að sú siðbreyt- ing yrði í bankakerfinu að viðskipti banka og lántak- enda myndu byggjast á trausti að undangengnu mati á greiðslugetu, eigna- stöðu og fyrri reynslu og að krafa um ábyrgðarmenn yrði þá fremur undantekn- ing en regla. Hins vegar sagðist hann ekki í vafa um að forða hefði mátt bæði einstaklingum og bönkum frá miklum erfiðleikum í gegnum tíðina með því að byggja lánveitingar á mati á greiðslugetu. Alþekkt er að vinir og vandamenn skrifi upp á lán hver hjá öðrum og er stund- um nefnt að lána nafnið sitt. Það ætti enginn að gera nema að vel athuguðu máli. Sjálfsagt er að fara fram á að lántakandinn sýni vænt- anlegum ábyrgðarmanni fram á að greiðslubyrðin af láninu og öðrum fjárskuld- bindingum sé honum ekki ofviða miðað við núverandi aðstæður. Geti lántakandi þetta ekki, er auðvelt að neita honum um ábyrgð. f öðru lagi þarf ábyrgðar- maðurinn að skoða eigin greiðslugetu. Ef til þess kemur að reyni á ábyrgðina, er hann þá maður til að standa undir henni án þess að stofna fjárhag eigin fjöl- skyldu í voða? Enda þótt lántakandi geti sýnt fram á að hann muni geta staðið við skuldbind- ingar sínar miðað við nú- verandi aðstæður, ber ávallt að hafa í huga að aðstæður geta breyst. Það hafa margir fengið að reyna á undan- förnum misserum. Atvinnu- leysi hefur aukist, tekjur hafa dregist saman, kaup- máttur hefur verið skertur. Því ætti ábyrgðarmaður ávallt að gera það upp við sig hvort hann geti staðið við ábyrgðina og ekki síður hvort hann sé reiðubúinn til þess. Margir hafa farið flatt á því að gangast í ábyrgð fyr- ir vini og vandamenn án þess að hugsa málið nægi- lega vel. Engum er greiði gerður með því. Hefurðu efni á að taka lán? Stundum heyrist það sjónarmið að fólk sé nauð- beygt til að taka lán fyrir heimilistækjum, hús- gögnum, bílum og þess háttar, sem fyrirsjáanlegt er að þarfnast endurnýjunar, vegna þess að það hafi ekki nægilega mikið afgangs af launum til þess að leggja fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að sá sem ekki getur lagt fyrir, getur enn síður staðið undir af- borgunum af lánum, þar eð síðari kosturinn er mun dýrari. Raunar er hann svo dýr að fólk hlýtur að spyrja sig hverju sinni hvort það sem keypt er sé í raun svo mikilvægt að það geti réttlætt lántöku. Kostnaðurinn við að taka lán felst ekki eingöngu í vöxt- um, lántökukostnaði, stimp- ilgjaldi og greiðslu fyrir að útbúa skuldabréf. Mikill kostnaður getur einnig verið fólginn í því að missa af staðgreiðsluafslætti sem víða er verulegur þegar um um- talsverðar fjárhæðir er að ræða. Gerum ráð fyrir að svo- nefnt afborgunarverð (sjá grein um lög um neytenda- lán) af tiiteknu heimilistæki sé auglýst 100 þúsund krón- ur. Veittur er sjö prósent af- sláttur gegn staðgreiðslu. Fjölskylda a) hefur haft forsjálni til þess að leggja í sjóð vegna endurnýjunar heimilistækja og getur því staðgreitt. Verðið er þá 93 þúsund krónur. Fjölskylda b) ákveður að taka lán í banka og nýta sér staðgreiðsluafsláttinn sem í boði er. Til þess að fá 93 þúsund greidd út að frá- dregnum lántökukostnaði þarf hún að taka lán uppá 97.250 krónur. Af þeirri upp- hæð greiðir hún nær sjö þús- und krónur í vexti á tólf mánuðum. Heildarverðið er þá rúmlega 104 þúsund krónur. Fjölskylda cj kaupir heimilistækið góða á rað- greiðslum og verður því af staðgreiðsluafslættinum. Kostnaður hennar vegna lán- tökunnar er um það bil 11.500 krónur. Heildarverð heimilistækisins verður þá 111.500 krónur. Kostnaðurinn verður því: Fjölskylda a): 93.000 Fjölskylda b); 104.000 Fjölskylda c): 111.500 Munurinn á fjölskyldu a) og c) nemur 18.500 krónum. Forsendur: Auglýst afborgunarverð: 100.000 kr. Staðgreiðsluafsláttur: 7% Lánstími: 12mánuðir Vextir: 13,25% Gjald fyrir að útbúa bréf: 830 kr. Stimpilgjald: 1,5% Lántökukostn.: 2% NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 9

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.