Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 11

Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 11
Neytendasamtökin Milljón í mínus í vöggugjöf að dynja á okkur sífelld vandamál í dagblöðunum og fréttatímunum: rekstr- argmndvöllur atvinnuveganna, fjárlagahall- inn, ofijárfestingin í sjávarútvegi, hagræð- ingarvandi í landbúnaði, ástandið í byggð- unum... Einhvem veginn er svo lítill munur á þeim ábúðarmiklu bústólpum sem barma sér yfir þessum vandamálum að manni finnst stundum að þetta hljóti allt að vera sama vandamálið. En það virðist skipta miklu hvað vandamálið heitir. Það vanda- mál sem heitir hallæri í atvinnulífi var til dæmis reynt að leysa fyrir skömmu með því að láta almenning borga skatt fyrir fyrirtæk- in. Og það vandamál sem heitir óhagstæð gengisþróun í sjávarútvegi var nokkru fyrr reynt að leysa með því að tæma sjóð sem í var lagt á góðærisárum í staðinn fyrir að hækka kaup. Sá vandi sem nú er kynntur í Neytenda- blaðinu um skuldasöfnun heimilanna er ekki splunkunýr, þótt hann hafi ágerst veru- lega síðustu ár. Hann er heldur engan veg- inn ótengdur öðrum samfélagsmeinum. Hann er hinsvegar óvenjulegur að því leyti að það er stutt síðan hann fékk nafn, - og enn eru stjómmálamenn og almannaspek- ingar ekki famir að finna lausnir. Kannski vegna þess að það ýta ekki á eftir neinir áhyggjufullir stjórar og fræðingar, og engir rekendur eða veitendur til að ota að hljóð- nemum. En þetta mál verður samt að kom- ast á dagskrá. Skuldastaða heimilanna á íslandi jafn- gildir nú því að hvert mannsbarn hafi fengið í vöggugjöf milljón í mínus. Og á okkar tímum samdráttar og atvinnuleysis em fjöl- margar fjölskyldur að kikna undan skuldum sínum. Margar em hættar að sjá glætu í myrkrinu, sumar springa í sundur. Við þeirri stöðu sem nú er lýst frá mörg- Mörður Árnason um hliðum hér í blaðinu er engin töfralausn. Enginn verðjöfnunarsjóður. Ekkert trygg- ingagjaldsfiff. Þetta er nefnilega sjálf sam- félagsundirstaðan, - „við sem borgum” get- um ekki lengur borgað. Neytendasamtökin hafa þó bent á nokkur úrræði til frambúðar. Þau benda á fræðslu og ráðgjöf, bæði í skólakerfinu og fyrir þá sem nú reyna að fóta sig. Þau leggja áherslu á að lánastofnanir teygi ekki viðskiptamenn sína fram af hengiflugingu heldur aðstoði þá með sameiginlegu mati á greiðslugetu og lánsíjárþörf. Þau leggja einnig áherslu á að stjómvöld splundri ekki í sífellu íjárhags- áætlunum heimilanna með fyrirvaralitlum umbyltingum í skattakerfi og húsnæðismál- um. Þá hafa Neytendasamtökin kynnt hug- myndir að nýjum lögum um skipulega greiðsluaðlögun fyrir þá sem verst standa, - ígildi þess fyrir einstaklinginn eða fjölskyld- una sem í atvinnulífinu heitir greiðslustöðv- un og nauðasamningar. Þetta eru nokkur úrræði sem vísa til framtíðar. En auðvitað er líka mikilvægt að rýna í þá stjómmálaspeki og efnahagsstjóm sem hefur leitt íslensk heimili í þessa raun. Ekki síst hljóta þær staðreyndir sem kynntar em hér í blaðinu að bjóða til íhug- unar um þá vestrænu og íslensku hegðun sem sífellt heimtar meira og hleður upp skuldum. Er þessi síeyðsla og sóun í sam- ræmi við það verðmætamat og lífssýn sem við viljum skila til næstu kynslóða? Emm við í raun og veru ósammála sjálfum okkur í neyslukappinu? Kannski það sé rétt að leggja eyrun við þegar einn af gleggstu gagnrýnendum íslenskrar samtíðar spyr annarsstaðar í þessu Neytendablaði hvort ekki sé hægt að gera hvorttveggja í senn: hafa minna umleikis - og lifa betra lífi. Mörður Arnason íslenskufræðingur er stjórnarmaður í NS ogformaður ritnefiidar Neytendablaðsins. NEYTENDAFELOGIN -1ÞINA ÞAGU Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, opið virka daga kl. 9-16, s. 62 5000. Formaður Jón Magnússon. Neytendafélag Akraness Formaður Asdís Ragnarsdóttir, Furugrund 17, s. 11932. Neytendafélag Borgarfjarðar Formaður Ragnheiður Jó- hannsdóttir.Fálkakletti 10, Borgarnesi, s. 71713. Neytendafélag Grundarfjarðar Formaður Matthildur Guðmundsdóttir, Grundargötu 23, s. 86715. Neytendafélag Stykkishólms Formaður Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Tjarnarási 17, s. 81290. Neytendafélag Dalasýslu Formaður Guðrún Konný Pálmadóttir.Lækjar- hvammi 9, Búðardal, s. 41190. Neytendafélag Isafjarðar og nágrennis Formaður Aðalheiður Steinsdóttir, Tangagötu 15, 400 ísafirði, s. 94-4141. Neytendafélag Skagafjarðar Formaður Birna Guðjónsdóttir, Öldustíg 4,Sauðárkróki, s. 35254. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Glerárgötu 20, pósthólf 825, Akureyri. Opið kl. 9-13 virka daga, símatími kl. 11-13, s.11336, símbréf 11332. Formaður Vilhjálmur I. Árnason. Neytendafélag Húsavíkur Formaður Pálína Hjartardóttir, Garðarsbraut 2, s. 42082. Neytendafélag Seyðisfjarðar Formaður Guðný Jónsdóttir, Suðurgötu 2, s. 21444. Neytendafélag Norðfjarðar Formaður Elma Guðmundsdóttir, Mýrargötu 29, s. 71532. Neytendafélag Fljótsdalshéraðs Formaður Oddrún Sigurðardóttir, Laufási 12, Egilsstöðum, s. 11183. Neytendafélag Austur-Skaftafellssýslu Formaður Herdís Tryggvadóttir, s. 81781.Starfsmaður Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.opið kl. 13-17 virka daga, sími 81501. Neytendafélag Suðurlands Eyrarvegi 29, Selfossi. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-12, s. 22970. Formaður Val- gerður Fried, Hjarðarholti 6, s. 21566. Starfsmaður Halldóra Jónsdóttir. Neytendafélag Suðurnesja Hafnargötu 90, pósthólf 315, Keflavík. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16, s.15234. Formaður Drífa Sigfúsdóttir, Hamragarði 2, Keflavík, s. 13764. Starfsmaður Guðbjörg Ásgeirsdóttir. Stjórn Neytenda- samtakanna Jóhannes Gunnarsson, formaður Þuríður Jónsdóttir, varaformaður Ingveldur Fjeldsted, gjaldkeri Raggý Guðjónsdóttir, ritari Aðalheiður Steinsdóttir Drífa Sigfúsdóttir Gissur Pétursson Guðrún Jónsdóttir Mörður Árnason Steindór Karvelsson Vilhjálmur I. Árnason Þorlákur H. Helgason Neytendasamtökin eru landssamtök neytendafélaga sem eru starfandi víða um land. Þeim sem ekki eiga kost á þjónustu neytendafélags í sínu héraði er bent á að leita til skrifstofu Neytendasamtakanna að Skúla- götu 26 í Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga klukkan 9-16, sími 62 5000. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 11

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.