Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 3
^V/Leiðbeininga- / þjónustan Neytendasamtökin fá fjölmargar kvartanir vegna fatnaðar sem skemmst hefur í þvotti. Við birtum þvottamerk- in með skýringum. Að mínum / dómi Mörður Árnason, stjórnarmaður í NS, fjallar um skuldasöfn- un íslenskra heimila og hugleiðir orsakir, afleiðingar og úrbætur. Neytenda- / bréfið Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri setur hlutina í forgangsröð í bréfi til neytenda. Er hægt að vera í öllu? Skuldasöfnun heimilanna íslensk heimili hafa safnaö gríðarlegum skuldum á undan- förnum áratug eða svo og þykir Ijóst að margir eigi erfitt með að standa við skuldbindingar sínar. Við greinum frá staðreyndun- um, gerum grein fyrir helstu orsökum og bendum á leiðir til úrbóta. Gefum jafnframt nokkur ráð þeim sem vilja láta skynsemina ráða. 5-11 Betra líf með minna umleikis Hörður Bergmann fræðslufulltrúi og þjóðfélagsrýnir fjallar um skuldaskil í vistkreppu. Er unnt að lifa betra lífi með minna umleikis? Ekki bara unnt, segir Hörður, heldur nauðsynlegt, því vexti eru takmörk sett. 16-18 Ríkttillit til neytenda Mjög verður litið til sjónarmiða neytenda við fram- kvæmd samkeppnislaga, segir Georg Ólafsson, for- stjóri hinnar nýju Samkeppnisstofnunar. Hvaða þýðingu hafa lögin fyrir neytendur? 24-25 Með öryggið að leiðarljósi Bergur Jónsson fjallar um öryggi lampa í fjórðu greininni í röðinni Heimilið í réttu Ijósi. 20-22 Neytendablaðið * mm mm . jT r i fjorutiu ar Neytendablaðið sem nú hefur göngu sína, mun birta allt, sem neytend- um má að gagni koma án nokkurs ann- ars tillits. En að sjálfsögðu verður vand- að þannig til blaðsins, að neytendur megi treysta því, sem þar birtist. I ofanskráðum orðum er fólgin stefnuyfirlýsing þeirra sem stóðu að út- gáfu fyrsta tölublaðs Neytendablaðsins fyrir réttum fjörutíu árum. Þeir sem svo skrifuðu höfðu þá nýverið stofnað Neyt- endasamtök Reykjavíkur og nefndu málgagn sitt Neytendablaðið. Þetta var í júní 1953. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samfélagið hefur tekið stakka- skiptum og er nú kennt við neyslu um- fram nokkuð annað. Neytendablaðið hefurtekið miklum breytingum síðan Sveinn Ásgeirsson ritstýrði fyrsta tölu- blaðinu, bæði hvað snertir efni og útlit. Umfang þess og útgáfutíðni hefur einnig aukist í takt við aukinn styrk samtakanna sem að því standa. Nú er svo komið að blaðið fer inn á stóran hluta heimila í landinu. Efni þess endurspeglar viðfangsefni og veruleika neytenda á ýmsum tímum. Þannig fjallaði helsta fréttin í fyrsta tölu- blaðinu um það fyrsta stefnumál Neyt- endasamtaka Reykjavíkur að af- greiðslutíma yrði breytt með tilliti til neytendanna. Þá þótti það ekki sjálf- sagt fremur en svo margt annað að miða afgreiðslutíma við þarfir þeirra sem keyptu vöru og þjónustu. í þessu 40 ára afmælisblaði ber hins vegar mest á umfjöllun um skuldasöfnun ís- lenskra heimila. Hvað sem líður breytingum á efni og útliti blaðsins í gegnum fjóra áratugi má fullyrða að stefnuyfirlýsing frumherj- anna standi óhögguð: Blaðið birtir það sem getur komið neytendum að gagni, án tillits til annarra sjónarmiða. Þeir sem að blaðinu standa hverju sinni hafa það markmið að vanda svo til þess að neytendur megi treysta því sem þar birtist. Það er svo lesendanna að dæma um hvernig til tekst hverju sinni. Garðar Guðjónsson veltir vöngum Tímarit Neytendasamtakanna. Skúlagötu 26,101 Reykjavík, S. 625000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Garðar Guðjónsson. Ritnefnd: Mörður Árnason, formaður, Raggý Guðjónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Myndir: Einar Ólason Útlit: Garðar Guðjónsson Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmuvinna og prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar. Litgreiningar: Litróf Pökkun: Bjarkarás Upp- lag: 27.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 1750 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytenda- blaðinu í öðrum fjölmiðlum, ef heimildar er getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í aug- lýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.