Neytendablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 27
Landbúnaðarvörur
Ríkið skammtar á diskana
Stjórnvöld hafa mikil áhrif á það hvaða landbúnaðarafurðir lenda á borðum
neytenda með því að mismuna búgreinum verulega. Ef stuðningur ríkisins
við búgreinar í fjárlögum yrði jafnaður má gera ráð fyrir að mikil breyting yrði á
sölu einstakra afurða. Þannig mætti búast við að sala kindakjöts myndi dragast
verulega saman, en sala á svína-, nauta-, hrossa- og alifuglakjöti myndi aukast
mjög frá því sem nú er.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem Hagfræðistofnun Háskóla
Islands hefur gert að beiðni
Neytendasamtakanna um
hvernig stuðningur stjórnvalda
við landbúnað dreifist á ein-
stakar greinar og hvaða áhrif
það gæti haft ef þessum stuðn-
ingi yrði jafnað á greinamar.
- Okkar skoðun er sú að
þama sé um algerlega óeðlileg
afskipti ríkisvaldsins að ræða
og grófa mismunun atvinnu-
greina. Ríkið á ekki að skipta
sér af því hvort maður kaupir
lambakjöt eða svínakjöt. Hlut-
imir eiga að kosta það sem
þeir kosta og síðan eiga neyt-
endur að ákveða hvað þeir
vilja. Að öðm leyti staðfestir
þessi skýrsla meðal annars það
sem Neytendasamtökin hafa
haldið fram um langt skeið, að
verð á kjúklingum sé óeðlilega
hátt hér á landi miðað við
heimsmarkaðsverð, segir Jó-
hannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna um nið-
urstöður Hagfræðistofnunar.
I skýrslunni er annars vegar
talað um heildarstuðning rikis-
ins við búgreinar. I honum fel-
ast annars vegar beinar og
óbeinar greiðslur samkvæmt
fjárlögum að frádregnum þeim
sköttum sem landbúnaðurinn
greiðir, hins vegar markaðs-
stuðningur, það er sá stuðning-
ur sem felst í innflutnings-
banni. Samkvæmt skýrslu
Hagfræðistofnunar var heild-
arstuðningur í fyrra mestur við
framleiðendur alifuglakjöts,
kindakjöts og mjólkur. Stuðn-
ingur við aðrar greinar var
mun minni. Minnstur var hann
við framleiðendur hrossakjöts.
Hins vegar er gerð grein
fyrir þeim stuðningi sem kveð-
ið er á um í fjárlögum. Þar er
kindakjötið langefst á blaði.
Yrði þessi stuðningur jafnað-
ur, gerir Hagfræðistofnun ráð
fyrir að sala kindakjöts gæti
dregist saman um 15 af
hundraði og mjólkur um einn
af hundraði.
Hins vegar myndi sala á
hrossakjöti og eggjum aukast
um 16 af hundraði, sala svína-
og alifuglakjöts um 15 prósent
og sala nautakjöts um 12 pró-
sent.
I skýrslunni er gert ráð fyr-
ir að stuðningur við landbún-
aðinn dragist nokkuð saman á
þessu ári. Reiknað er með því
að stuðningur í fjárlögum
minnki um sex hundraðshluta,
og heildarstuðningurinn sömu-
leiðis. Þegar rætt er um heild-
arstuðning er innflutningsbann
metið sem stuðningur með
hliðsjón af heimsmarkaðsverði
af hverri afurð.
Formenn í
40 ár
Neytendasamtökin urðu 40 ára
í mars síðast liðnum og buðu
samtökin vinum og velunnurum í
dálítinn fagnað af því tilefni. Þar
voru meðal annarra samankomnir
fjórir þeirra sem valist hafa til for-
mennsku í samtökunum á 40 ára
tímabili, þeirra á meðal fyrsti for-
maður samtakanna og núverandi
formaður.
Meðal gesta í afmælishófi samtakanna
voru Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
og fulltrúar ýmissa félaga og stofnana
sem samtökin eiga náið samstarf við, auk
starfsfólks og stjórnarmanna.
Fyrr um daginn höfðu Neytendasam-
tökin efnt til opins fundar um fjárhags-
vanda heimilanna í tilefni af fertugsaf-
mælinu og alþjóðadegi neytendaréttar,
15. mars.
Samtökin voru stofnuð 23. mars 1953
og hétu þá Neytendasamtök Reykjavíkur.
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur var
kjörinn fyrsti formaður þeirra. Fljótlega
var hafin útgáfa á málgagni samtakanna,
Neytendablaðinu. Fyrsta baráttumál sam-
takanna var að vinna að bættri tilhögun á
afgreiðslutíma verslana og opinberra
stofnana. Mönnum þótti í þá tíð að af-
greiðslutíminn væri fremur sniðinn að
þörfum þeirra sem unnu í verslunum og
stofnunum en þeirra sem þurftu að not-
færa sér þjónustuna; neytenda. Síðan
hafa aðstæður vissulega breyst mikið.
Fjórir formenn Neytendasamtakanna.
Frá vinstri: Sveinn Asgeirsson (formað-
ur 1953- 1968), Reynir Ármannsson
(formaður 1976- 1982), Jón Magnússon
(fonnaður 1982-1984) og núverandi
formaður, Jóhannes Gunnarsson. Auk
þeirra hafa Hjalti Þórðarson, Ottar
Yngvason, Bjarni Helgason, Guðmundur
Einarsson og Sigurður P. Kristjánsson
gegnt formennsku.
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993
27