Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 32

Neytendablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 32
Miðstöðvarryksugur eru algengar víða etlendis. Þœr eru gœddar ýmsum kostum umfram hinar hefðbundnu ryksugur. Mynd: Svein Erik Dahl /Samfoto. Eitthvað fyrir okkur? Ryksugur sem kalla mætti miðstöðvarryksugur (sentralstövsugere) eða innbyggðar ryksugur eru algengar á heimilum víða erlendis. Þær eru taldar hafa marga kosti umfram hinar hefðbundnu ryksugur sem algengastar eru á hérlendum heimilum. Einkum er talið að miðstöðvarryksugur myndu henta astma- og ofnæmis- sjúklingum. í Noregi eru ryksugur af þessu tagi mun hagstæðari en hinar dýrustu meðal hefðbundinna ryksuga, að sögn norska neytendablaðsins. Miðstöðvarryksugur eru þeirrar gerðar að hinum vélræna hluta er komið fyrir til frambúðar í húsinu, til að mynda í kjallara, í bílskúr eða í geymslu. Leiðslur eru lagðar í húsið eða íbúðina, inn í veggi eða utan á þá, þannig að ná megi til hvers króks og kima með laus- um börkum sem tengdir eru við kerfið. Algengt er að inntak fyrir þá sé á tveimur til þremur stöðum í íbúðinni. Þetta fyrirkomulag hefur þann kost meðal annarra að ekki þarf að draga á eftir sér þunga ryksugu yfir þröskulda, utan í veggi og dyrakarma. Óhreinindin fara svo um leiðslur og síur, en útblásturinn er leiddur út úr húsinu. Ryksugur af þessu tagi eru lausar við þann leiða ósið hefðbund- inna ryksuga að þyrla upp fínu ryki og blása frá sér óhreinu lofti. í gæðakönn- unum hefur komið í ljós að margar hefðbundnar ryksugur hafa þennan galla. Þetta á ekki við innbyggðu ryksugurnar og því eru þær taldar heppilegar fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir óhreinindum í loftinu. í umfjöllun norska neytendablaðsins Forbrukerrapporten (2/93) kemur fram að nokkuð auðvelt sé að leggja ryksugukerfi af þessu tagi í gömul hús og ný, jafnvel svo að margir geti gert það upp á eigin spýtur. Meðal helstu kosta miðstöðvarryksuga eru: AUtblásturinn er leiddur út úr húsinu. ALoftið verður hreinna, sjaldnar þarf að þurrka af. AMinni hávaði. A Einföld og auðveld í notkun. AMaður sleppur við að halda á og draga á eftir sér ryksuguna. Fer betur með húsgögn og innréttingar. ALítið viðhald. ALágur rekstrarkostnaður. AMikil ending. AMeð aukaútbúnaði má soga upp vatn, hreinsa teppi, þvo gólf, pússa gólf og fleira. Ryksugur af þessari gerð hafa hins vegar þá ókosti meðal annarra að stofn- kostnaður er frekar mikill og að erfitt getur reynst að koma þeim fyrir í eldri húsum. Miðstöðvarryksugur eru ekki nýtt fyrirbæri. í norska blaðinu kemur fram að þeirri fyrstu þessarar tegundar hafi verið komið fyrir í höll Bretadrottning- ar, Buckingham Palace, í lok síðustu aldar. í Finnlandi og Kanada eru mið- stöðvarryksugur settar í 90 prósent allra nýrra húsa, 83 prósent í Banda- ríkjunum. í Evrópu seljast 60 þúsund slíkar ryksugur ár hvert. SMA mælir ekki með örbylgjumeðferð Framleiðandi þurrmjólkur af gerðinni SMA kveðst ekki geta mælt með notkun örbylgjuofna við upphitun þurrmjólkur af öryggisá- stæðum. Framleiðandi annarrar tegundar segir hins vegar að notkun örbylgjuofna sé í lagi að því gefnu að varúðar sé gætt. í kjölfar umfjöllunar um þurrmjólk í síðasta blaði var blaðinu bent á þær hættur sem geta fylgt notkun örbylgju- ofna við hreinsun og upphitun pela. I ljós kom að í hinum enska texta á um- búðum SMA er varað við notkun ör- bylgjuofna en miði með íslenskum leiðbeiningum hafði verið límdur yfir ensku leiðbeiningarnar. Slíka viðvörun er ekki að finna á hinum tegundunum. Hins vegar mælir enginn framleiðandi beinlínis með notkun örbylgjuofna. Leiðbeiningar miðast ávallt við að pel- ar séu hreinsaðir í sjóðandi vatni og að mjólkinni sé blandað saman við vatn sem áður hefur verið hitað upp. Ástæða þess að framleiðandi SMA mælir ekki með notkun örbylgjuofna er tvíþætt. Annars vegar er hætta á að mjólkin sjóði, en við það tapar hún næringargildi. Hin ástæðan er sú að mjólkin hitnar misjafnlega mikið í ör- bylgjuofni. Þá er hætta á að hluti mjólkurinn sé brennandi heitur. Því er nauðsynlegt að hrista pelann vel eftir að hann hefur verið hitaður í örbylgju- ofni og reyna síðan á handarbaki hvort hitinn er hæfilegur fyrir bamið. Enn fremur er vert að hafa í huga í þessu sambandi að ekki eru allir pelar ætlaðir fyrir örbylgjuofna. Þvf er nauð- synlegt að kynna sér vel leiðbeiningar og varnaðarorð á umbúðum.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.