Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 3
Ur starfinu Þing Neytenda- samtakanna - vertu með Eins og auglýst var í síðasta Neyt- endablaði verður þing Neytenda- samtakanna haldið 24.-25. apríl nk. í Borgartúni 6, Reykjavík. A þinginu verður tjallað um starf og áherslur Neyt- endasamtakanna og teknar ákvarðanir þar um fyrir næsta kjörtímabil. í lögum Neytendasamtakanna segir að allir fé- lagar geti verið þingfulltrúar á þingi samtakanna. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja þingið geta enn gert það með því að hafa samband við skrifstot'ur Neytendasamtakanna í síðasta lagi 16. apríl. Skrifstofur Neytenda- samtakanna Reykjavík Skúlagötu 26 Pósthólf 1096 121 Reykjavík Símatími kvörtunar- og leiðbeiningaþj ónustu: kl. 10-15. Sími: 562 5000 Fax: 562 4666 Netfang: neytenda@itn.is Akureyri Skipagötu 14 Skrifstofu- og símatími: kl. 13-15 Sími: 462 4118 Fax: 462 1814 Netfang: neyt.ur@itn.is Starfsmaður: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Isafjörður Pólgötu 2 Skrifstofu- og símatími: kl. 8-12 Sími: 456 5075 Fax: 456 5074 Starfsmaður: Aðalheiður Steinsdóttir Selfoss Eyrarvegi 29 Skrifstofu- og símatími: kl. 10-12 þriðjudaga og fimmtudaga Sími: 482 2970 Fax: 482 2775 Starfsmaður: Halldóra Jónsdóttir Ný stjórn tekur við á þinginu Framboðsfrestur til stjórnar- kjörs rann út 10. mars sl. Eitt framboð barst og er því sjálfkjörið til næstu stjórnar Neytendasamtakanna og tekur hún við störfum á þingi sam- takanna 24.-25. apríl nk. Formaður verður Jóhannes Gunnarsson og varaformaður Jón Magnússon, báðir úr Reykjavík. Hver landshluti á fulltrúa í stjóm í samræmi við íbúa- fjölda. Fulltrúar landshluta em eftirtaldir: Reykjavík: Ágúst Ómar Ágústsson, Björn Guðbrandur Jónsson, Helga Ólafsdóttir, Mörður Árnason, Sigurður Pétursson, Sólveig Edda Magnúsdóttir og Valdimar K. Jónsson. Reykjanes: Hallgrímur Guðmundsson, Kópavogi, Markús Möller, Garðabæ, Sverrir Amgrímsson, Kópa- vogi, og Þráinn Hallgrímsson, Kópavogi. Vesturland: Birgir Guð- mundsson, Borgamesi. Vestfirðir: Þorgerður Einarsdóttir, ísafirði. Norðurland: Helgi Haraldsson, Akureyri, Jón Karlsson, Sauðárkróki, og Vilhjálmur Ingi Árnason, Glæsibæjarhreppi. Austurland: Dagmar Ásgeirsdóttir, Neskaupstað. Suðurland: Sigurbjörg Schiöth og Valgerður Fried, Selfossi. Hlutlaus úrskurðarnefnd um tannlæknaþjónustu? að er mikilvægt að neytendur geti fengið úrskurðað í deilumálum sínum við seljend- ur á ódýran og fljótvirkan hátt. Því hafa Neyt- endasamtökin haft forgöngu um stofnun sex úr- skurðar- og kvörtunarnefnda í samvinnu við samtök í atvinnulífinu og með fulltingi ráðu- neyta. Þessar nefndir fjalla um eftirtalin svið: Þjónustu ferðaskrifstofa, efnalauga og iðnaðar- manna, fjármálaþjónustu, vátryggingamál og viðskipti við verslanir innan Kaupmannasam- takanna og Samtaka samvinnuverslana. Reynsl- an af þessum nefndum er góð fyrir neytendur og hafa þær einnig sparað samfélaginu stórar fjárhæðir. Neytendasamtökin hafa alltaf talið afar brýnt að slíkar nefndir starfi á öllum svið- um vöru og þjónustu og þar fellur margt undir, þar á meðal heilbrigðisþjónusta. Á síðasta ári skrifuðu Neytendasamtökin bréf til Tannlæknafélags Islands þar sem óskað var eftir viðræðum um úrskurðarnefnd vegna tannlækninga. Tannlæknafélagið svaraði með því að innan vébanda félagsins starfaði kvört- unarnefnd sem starfað hefði „farsællega og af fagmennsku“. Því væri ekki áhugi á að stofna til nefndar í samvinnu við Neytendasamtökin. Neytendasamtökin telja það óásættanlegt að á vegum fagstétta starfi lokaðir hópar sem fjalla einir um kvörtun vegna viðskipta við „kolleg- ana“. Neytendur hljóta að gera kröfu til að full- trúar þeirra taki þátt í afgreiðslu slíkra mála. Neytendasamtökin skrifuðu því heilbrigðisráð- herra bréf þar sem óskað var liðsinnis og ráðherrann hvattur til að beita sér „fyrir því með Neytendasamtökunum að stofnuð verði hið fyrsta hlutlaus úrskurðamefnd". Þegar þetta er skrifað hefur svar ekki borist frá heilbrigðis- ráðherra, en blaðið mun segja frá lyktum þessa máls. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.