Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 2
 Sjálfskuldar- Sólarlampar ábyrgðir Alþjóðaheilbrigðis- hafa verið mjög algeng- stofnunin vararvið ar hérálandi. Núáað notkun sólarlampa og fækka þeim og tryggja hvetur neytendur að jafnframt stöðu ábyrgð- takmarka að minnsta armanna betur. kosti mjög sólböð í sól- arlömpum. Buddan og n ’ umhverfið Flestum finnst rekstur einkabílsins dýr og jafnframt er Ijóst að hann er talsvert skaðræði við umhverfið. Neytendablaðið hefur skoðað hvernig við getum haft bíllinn í sem bestri í sátt við budduna okkar og um leið við umhverfið. 5-8 Fúkkalyfin íslendingar eiga Norð- urlandamet í notkun fúkkalyfja, en mikil notkun þessara lyfja getur komið okkur í koll síðar. Allt um borvélar Borvélar eru ekki bara fyrir iðnaðarmanninn. Fjölmörg heimili telja nauðsynlegt að hafa slíkan grip á heimilinu. Neytendablaðið hefur kannað borvélamarkaðinn og jafnframt gæði margra þeirra tegunda sem fluttareru hingað inn. 17-22 Lækkum orkukostnaðinn Neytendablaðið hefur skoðað orkukostnað heimilanna og bendir á leiðir til að lækka þennan kostnað. 11-13 Dómur í máli Innbús í þriðja tölublaði Neytendablaðsins sögðum við frá undarlegum við- skiptaháttum Innbús ehf. Nú hefur héraðsdómur kveðið upp sinn dóm og er ekki sammála blaðinu. 4 Verðmerkingar verða að vera skýrar Góðar og greinilegar verðmerkingar hjá selj- endum vöru og þjónustu skipta mjög miklu máli við að tryggja gott verðskyn hjá neytendum og til að þeir geti veitt markaðnum það aðhald sem nauðsynlegt er. Þess vegna er í sam- keppnislögum meðal annars að finna ákvæði um að samkeppnisyfirvöld geti sett víðtækar reglur um verðmerkingar og aðrar mikilvægar upplýsingar. Eins og fram kemur í Neytendablaðinu núna í markaðskönnun á borvélum er Ijóst að verslan- ir verðmerkja á mismunandi máta, sumar með staðgreiðsluverði, aðrar með afborgunarverði og enn aðrar með hvorutveggja laginu. Auk þess er misjafnt hvaða verð gildir eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður. Þannig líta sumar verslanir á greiðslu með kreditkorti sem stað- greiðslu, en aðrar verslanir gera það ekki. Upp- lýsingar um það síðarnefnda koma hins vegar ekki alltaf fram á sölustöðum. Nýlegur úrskurður samkeppnisráðs um skilmála greiðslukortafyrir- tækja virðist ætla að gera verðfrumskóginn enn erfiðari fyrir neytandann. í þessum úrskurði er greiðslukortafyrirtækjunum bannað að hafa í skilmálum sínum ákvæði þar sem segir að selj- endur sem taka á móti kreditkortum megi ekki mismuna þeim sem greiðir með korti og þeim sem staðgreiðir. Einstaka seljendur hafa tekið upp mismunandi verð eftir því hvaða greiðslu- miðill er notaður, en neytandinn er ekki látinn vita um það. Auk þess virðast sumir taka óeðli- lega hátt gjald af þeim sem greiðir með korti, að minnsta kosti miðað við þann kostnað sem þeir hafa af kortunum. Nýlega sendu ASÍ, BSRB og Neytendasam- tökin frá sér fréttatilkynningu þar sem bent var á „að verðmerkingum sé mjög ábótavant hér á landi. Þetta á við um flestar tegundir verslunar og þjónustu, en kvartanir vegna skorts á mæli- einingaverði og verðskrám við ýmiss konar þjónustuviðskipti eru áberandi." Kvörtunarþjón- usta Neytendasamtakanna getur staðfest að oft er ósamræmi milli hilluverðmerkingar og þess verðs sem viðskiptavinurinn er látinn greiða við kassa. Neytandinn á heimtingu að verðupplýsingar séu ávallt skýrar og hann á ekki að velkjast í vafa um hvaða verð hann á að greiða hverju sinni. Og eins og fram kemur í upphafi skiptir þetta að auki miklu máli til að neytandinn geti veitt markaðnum það aðhald sem verður að vera fyrir hendi. Því beinir Neytendablaðið þeim eindregnu tilmælum til samkeppnisyfirvalda í Ijósi þess sem hér hefur komið fram, að reglur um verðmerkingar verði hertar jafnframt því sem tryggt verði að þær séu skýrar. Jafnframt minnir blaðið á að mikilvægt er að samkeppnisyfirvöld tryggi að seljendur vöru og þjónustu fari að þessum reglum. Jóhannes Gunnarsson Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Um- brot: Blaðasmiðjan. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 19.500. Blað- ið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.400 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytenda- blaðinu í öðrum fjölmiðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.