Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Side 5

Neytendablaðið - 01.04.1998, Side 5
Buddan og umhverfið Bíll í sátt við buddu og náttúru Það er hægt að spara sér verulegt fé með vistvænum akstri án þess að skipta um bíi. Vegna ytri aðstæðna getur hver ökumaður hérlendis lagt hlutfalls- lega meira af mörkum til umhverfismála en víðast erlendis með skynsamlegum akstri og viðhaldi bflsins. I svölu lofts- lagi er mun meiri hætta á óþarfa mengun og eldsneytiskostnaði en í hlýju. Einka- bflar blása líklega frá sér 15-20% þess koltvísýrings sem myndast hérlendis vegna eldsneytisbrennslu og bílaum- ferðin í heild um 30%. Hér eru leiðbein- irigar um hvernig reka má bílinn á skyn- samlegri hátt og draga úr men^un. Við síðustu áramót voru á Islandi rúmlega 175 þúsund ökutæki. Fólksbíl- um hér hefur tjölgað um rúmlega 16 þús- und á síðustu tveimur árum, sem jafn- gildir um 14%, en ökutækjum í heild fjölgaði um 16%. Árið 1997 voru fluttir inn rúmlega 10 þúsund nýir fólksbflar sem var nær 26% aukning frá 1996. Inn- flytjendur segja að salan hafi flust meira úr fólksbílum yfir í jeppa. Óvenju mikill innflutningur var á bíluin 1986-88 og nú er komið að endurnýjun þeirra, svo búast má við auknum innflutningi áfram. Það er að mörgu leyti hagstætt fyrir umhverf- ið, því nýju bílarnir menga minna en þeir gömlu. Um síðustu áramót voru samþykkt lög á alþingi um að rafbflar og bflar sem menga nær ekkert skuli undanþegnir inn- flutningsgjöldum. Rafmagnsveita Reykjavíkur flutti inn Peugeot-rafbfl til sýninga í mars og fá kaupendur slíkra bíla á veitusvæðinu ókeypis rafmagn í eitt ár. Hins vegar hefur enn ekkert verið gert til að örva kaup almennings á öðrum sérstaklega vistvænum bílum sem hafa verið að koma á markaðinn. Og sölu- menn bifreiðaumboðanna segja sjaldgæft að kaupendur hafi umhverfisverndar- markmið að leiðarljósi þegar þeir velja sérnýja bíla. Innan „vetnisnefndarinnar" á vegum iðnaðarráðherra hefur verið rætt um að Islendingar skipi sér í forystusveit Ólafur H. Torfason tók saman í þessum efnum með því að fella niður vörugjöld og bifreiðaskatt á vistvænum bílum og tilraunabílum sem menga ekk- ert, að minnsta kosti tímabundið. Loftmengun af völdum bfla er að aukast á jörðinni í heild því þeim fjölgar stöðimt. F.ins op í flestum öðrum lönd- aðilar eldsneytis setja í það hreinsiefni sem fjarlægja óhreinindi og sót eða draga úr því. Einfaldasta leiðin til að draga úr hættulegum útblæstri er að aka minna eða fleiri í senn, ganga, hjóla eða nota strætisvagna þegar unnt er. Reykjavíkur- horp hefur Innt sitt af mörknm með knun- N EYTEN DAB LAÐIÐ - apríl 1998 5

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.