Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 4
Kvörtunarþjónustan Dómur í máli Innbús ehf. 13. tbl. Neytendablaðsins 1997 var sagt frá máli sem kona lenti í við bólstrunarfyrir- tækið Innbú ehf. Hún hafði keypt sér efni erlendis til yfir- dekkingar á sófa með fjórum pullum. Leitaði hún tilboðs í vinnu við yfirdekkinguna hjá Innbúi í Keflavík. Samkvæmt tilboði átti verkið að taka 18 klst. x 1.300 kr. og skyldi vera lokið í byrjun nóvember 1996. Pullumar úr sófanum átti að yfirdekkja á verkstæðinu en sófagrindina á heimili konunn- ar. Verkinu var ekki lokið á umsömdum tíma, en henni var lofað að því yrði lokið fyrir jól. Þolinmæði konunnar var á þrotum í febrúar 1997 og vildi hún hætta við, enda var konan ítrekað búin að ýta á eftir verk- inu og liðnir vom fjórir mán- uðir frá því að verkinu átti að vera lokið. Konan vildi sækja efnið og pullumar og fór fram á að fá pullumar til baka í upp- runalegu ástandi. Henni var sagt að búið væri að vinna þriðjung verksins, en verkstæð- ið hefði týnt helmingi áklæðis- ins. Innbú óskaði eftir því að fá að klára verkið og bauð henni afslátt frá upprunalegu verði vegna týnda efnisins og að verkinu yrði lokið fyrir viku- lok, ef hún útvegaði meira efni. Nokkmm dögum síðar eða þegar Innbú óskaði eftir því að hún kostaði flutning á sófagrindinni á verkstæðið vildi konan enn hætta við verk- ið. Innbú tilkynnti þá konunni að hún gæti ekki fengið pull- umar til baka nema hún greiddi fyrir þá vinnu sem unnin hefði verið. Vegna vanefnda Innbús neitaði konan að greiða og 10 mánuðum síðar fékk konan innheimtubréf frá lögmanni Innbús upp á 18.000 krónur og að auki 10.000 krónur í þókn- un til lögmannsins og þegar hún greiddi ekki kröfuna var henni stefnt fyrir héraðsdóm. Dómur héraðsdóms Hinn 28. janúar var kveðinn upp dómur í málinu. I forsend- um dómsins segir að dráttur hafi orðið á því að Innbú hæfist handa og hafi konan þá átt tveggja kosta völ, hún gat rift samningi og krafið Innbú um skaðabætur eða samið við Inn- bú á ný, sem hún hafi gert. Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að konan hafi ekki fært sönnur á að gerður hafi verið nýr samningur held- ur hafi upphaflegt tilboð frá því í september verið endumýjað í febrúar 1997, með breytingu í samræmi við afsláttartilboð Innbús, þ.e. að greiða 5 tíma fyrir yfirdekkingu pullanna og síðan 2-3 tíma í viðbót fyrir yf- irdekkingu sófagrindarinnar. Sófagrindin var aldrei yfirdekkt og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að konan skyldi greiða fyrir 5 tíma vinnu sam- tals kr. 9.894 kr. með virðis- aukaskatti og viðbótarefni. Auk þessa skyldi konan greiða Inn- búi 50.000 kr. í málskostnað. Álit Neytendablaðsins Við dóminn er ýmislegt að at- huga. Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að verksamn- ingurinn frá þvi í september 1996 hafi verið endumýjaður í febrúar 1997, með þeirri breyt- ingu einni að konan skyldi að- eins greiða fyrir 5 tíma vinnu, samanber afsláttartilboð Inn- bús. Dómarinn lítur hins vegar framhjá því að ein af forsend- um konunnar fyrir því að Inn- bú lyki verkinu var að hún þyrfti ekki að koma sófagrind- inni á verkstæðið á eigin kostn- að, enda var í upphaflega til- boðinu gert ráð fyrir því að sófagrindin yrði yfirdekkt á heimili konunnar. Nokkmm dögum síðar kom hins vegar í Ijós að Innbú ætlaði konunni að koma sófagrindinni á verk- stæðið á eigin kostnað, konan neitaði þessu og sagðist vilja hætta við og fá pullumar til baka. Með þessari yfirlýsingu hafnaði konan því í raun að endumýja upphaflega verk- samninginn og rifti honum vegna vanefnda Innbús. Það vekur furðu að dómarinn líti framhjá þessari staðreynd og fallist á sjónarmið fyrirtækisins í einu og öllu, þrátt fyrir að það hafi átt sökina á því að verkið dróst verulega, og auk þess týnt efni frá konunni. Ekki var gerður nákvæmur skriflegur verksamningur milli aðila, hvorki í september né febrúar, og því var óljóst hvað aðilum hafði samist um sín á milli. Dómsmálið snerist því í raun um það hvað dómarinn taldi sannað og hvað ekki og hafa dómarar almennt mjög frjálsar hendur við þetta mat. í málinu hafnaði dómarinn öll- um röksemdum konunnar og lét hana að auki greiða Innbúi 50.000 krónur í málskostnað. Neytendablaðið undrast sönnunarmat dómarans og að hann skyldi láta konuna greiða Innbúi málskostnað, en vegna þess að fjárhæðin sem um er deilt nær ekki þeirri lágmarks- fjárhæð sem gerð er að skilyrði fyrir áfrýjun til Hæstaréttar getur konan ekki áfrýjað þess- um dómi til Hæstaréttar. Upplýsingaskylda bílasala Inóvember í haust tók í gildi reglugerð um upplýsinga- skyldu bflasala í viðskiptum með notuð ökutæki. Ymsar skyldur eru lagðar á bflasala samkvæmt reglugerðinni og ber þeim meðal annars að afla upplýsinga og gagna frá selj- anda bifreiðar áður en sala fer fram. Nú eru allir bflasalar skyldugir til að nota stöðluð kaupsamningseyðublöð í bfla- viðskiptum með notaða bfla. Þetta er til mikilla hagsbóta fyrir neytendur því þannig er tryggt að þeir fá allar nauðsyn- legar upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir áður en gengið er frá kaupum eða sölu á bfl. Þær kvartanir sem borist hafa til Neytendasamtakanna vegna bflaviðskipta benda til þess að nokkuð misjafnt sé hvort bfla- salar afii þeirra upplýsinga og gagna sem þeim ber lögum samkvæmt en nú á samræmt eyðublað að bæta úr þessum vanköntum. Ástandslýsing og ástandsskoðun Á kaupsamningseyðublaðinu eiga að koma fram almennar upplýsingar um bifreiðina, svo sem akstursnotkun, hvort opin- ber gjöld hafa verið greidd og hveijir em fylgihlutir bflsins. Einnig á seljandi að gera grein fyrir ástandi bfls með því að fylla út þartilgert eyðublað. Bflasali skal láta kaupanda vita að hann geti auk þess látið óháðan aðila ástandsskoða bfl- inn og hefur það aukist að menn nýti sér þann rétt. Ýmis gögn þurfa að fylgja við sölu á bfl, svo sem vottorð úr öku- tækjaskrá sem sýnir hver sé eigandi bflsins, skrá yfir fyrri eigendur, upplýsingar um tjónaferil bflsins, veðbandayf- irlit sem segir hvort veð hvflir á bflnum og ástandslýsing selj- anda. Gjaldskrá bílasala Bflasala ber að gera grein fyrir gjaldskrá sinni með áberandi hætti þar sem fram kemur hver sé söluþóknun bflasala fyrir beina sölu og bifreiðaskipti. Bflasali á að leiðbeina við- skiptamanni sínum um hvert hann geti leitað ef upp koma vandamál vegna bflaviðskipt- anna og geta Neytendasamtök- in veitt félagsmönnum sínum upplýsingar um rétt þeirra. Bflasalar sem selja notuð ökutæki verða að hafa leyfi en nú eru 62 aðilar á landinu öllu sem hafa slík leyfi. Lögreglu- stjórar hafa eftirlit með því að bflasalar fari að þeim lögum og reglum sem hér hefur verið fjallað um. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.