Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 12
Orkukostnaður Bömunum þykir gaman að fara í bað, en sturtan er ódýrari. ar en í eldra húsnæði. Ekki er mögulegt að bæta einangrun eða hitakerfi í eldra húsnæði án nokkurs tilkostnaðar. Það þarf því að reikna dæmið til enda þegar úrbætur í orkunýt- ingu eru áformaðar. Heppi- legast er að almennt viðhald húsnæðis fylgi ætíð áætlun um bætta orkunýtingu. Sama giidir um endurnýjun raf- tækja. Gamlar vélar, til dæmis kæli- og frystiskápar, eru oft mjög frekar á orku auk þess sem frá þeim stafar íkveikju- hætta. Að hluta til borgar sparnaður í orku fjárfesting- una í nýju tæki. Hvetjandi taxtar Orkunotkun fylgir árstíða- sveiflum og dægursveiflum sem mynda einn eða fleiri álagstoppa yfir sólarhringinn. Orkukerfi eru hönnuð til þess að anna mesta dægurálaginu í desember og janúar og fer framleiðslu- og stofnkostnað- ur nokkuð eftir mesta álags- toppi. Vegna strjálbýlis hér á landi er flutningur og dreifing orku hlutfallslega dýr. Ráð- stafanir neytenda til að lækka toppálag leiða til lækkunar kostnaðar. Orkuveitur geta með verðlagningu og ráðgjöf beint notendum inn á notkun- artíma sem jafnar álagið fremur en að auka toppinn. Þetta er þekkt erlendis en hef- ur lítið verið notað hér á landi. En til þess að nýta sér tímabundna taxta þurfa neyt- endur í mörgum tilvikum að gera ráðstafanir sem hafa kostnað í för með sér í búnaði og/eða stýringum. Þrátt fyrir það er líklegt að margir neyt- endur gætu sparað talsvert í orkukostnaði með slíku fyrir- komulagi án mikilla fórna. f verðskrám rafveitnanna eru boðnir margs konar söluskil- málar, almennur taxti, sumar- húsataxti, afl-taxti og rofinn taxti, ýmist árstíðabundið rof eða dægurrof. Aðeins Iítill hluti viðskiptanna fer þó fram með sértöxtum. í ársskýrslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1996 kemur fram að sala á órofnum töxtum var um 55% af magni og 63% miðað við tekjur. Samsvarandi hlut- föll fyrir taxta með roftíma voru 6% og 3%. Roftími er tvisvar sinnurntvær stundir á dag í fjóra mánuði a ári frá nóvember til mars. Ef orku- kaup eru undir 1.550 kWh á ári er dýrara að kaupa orku eftir taxta með roftíma heldur en með almennum taxta. Hliðstæður taxti Rafmagns- veitna ríkisins miðast við að notkun undir 3.880 kWh á ári sé ódýrari á almennum taxta. Þess ber að geta að rafveitur miða taxta með roftíma að mestu við notkun vegna hit- unar, en þó er það ekki algilt. Verð á raforku til heimila Sölufyrirkomulag og reikn- ingsuppgjör er mismunandi hjá veitufyrirtækjunum og veldur það erfiðleikum við að bera saman verð. Til fróðleiks er hér borið saman verð á al- mennum töxtum Rafmagns- veitna ríkisins og Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Saman- burðurinn sem sýndur er í töflu 1 gildir fyrir 4.000 kWh ársorkunotkun sem er algeng á heimilum. Verð miðast við gjaldskrár 1. janúar 1998. Verðmunur er um 20% og skýrist að hluta til af hærri flutnings- og dreifingarkostn- aði raforku á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Verð á orku til húshitunar Verðskrár hitaveitna eru ein- faldari í sniðum en rafveitna. Algengustu skilmálar eru þeir að heitt vatn er mælt og selt eftir rúmmetrum að viðbættu fastagjaldi. Tafla 2 sýnir verð á 800 rúmmetrum af heitu vatni samkvæmt skilmálum og verðskrám Rafmagns- veitna ríkisins og Hitaveitu Reykjavíkur. Hagræöing í rekstri veitufyrirtækja Orkuveitur um allt land hafa verið að hagræða í eigin rekstri undanfarin ár. í Reykjavík hafa raf- og hita- veita borgarinnar aukið sam- vinnu á ýmsum sviðum, með- al annars í innheimtu. Slík samvinna getur lækkað kostn- að og þayneð verðið til neyt- enda. Unaanfarið hefur. Reykjavíkurborg verið með orkumálin til endurskoðunar og lagt mikla áherslu á arð- greiðslur af virkjunum. Þar sem um einokun á orkusölu er að ræða er varla eðlilegt að arður af aukinni hagræðingu fari í arðgreiðslur eða rekstur á óskyldum sviðum. Hagræð- ing innan fyrirtækjanna á að geta skilað sér beint í lægra verði til neytenda. Hagræðing hefur oftast nokkurn kostnað í för með sér og tekur stundum Kr. __________________________kWh/ári____________________ Samanburður á orkuverði með rofnum og órofnum töxtum Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Tafla 1: Verð á raforku (almennur taxti) frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur (RR) og Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) Fastagjald Einingaverð VSK innifalinn Samtals RARIK 4.992 8,50 24,5% 38.992 RR 3.162 7,31 24,5% 32.495 12 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.