Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 23
Neytendur um allan heim Tímamót í neytendarétti innan ESB Evrópusamtök neytenda (BEUC) lýsa því yfir að tímamót hafi orðið í neyt- endarétti eftir að Evrópuþing- ið samþykkti 10. mars sl. nýja stefnumótun vegna ábyrgðar á gölluðum vörum seldum inn- an Evrópusambandsins (ESB). Framkvæmdastjórn þess hafði lagt fyrir þingið til- lögur um aukinn neytendarétt og samræmingu á honum inn- an svæðisins, en þingmenn gengu í mörgum atriðum lengra með samþykkt breyt- ingatillagna. Alls greiddu 320 þingmenn samþykktinni at- kvæði, 128 voru á móti og 59 sátu hjá. í ályktuninni felst meðal annars að ábyrgð á vöru sem ESB-neytendum er seld í ein- hverju aðildarlandanna verður í gildi þegar heim er komið. BEUC fagnar sérstaklega þeirri ákvörðun að framleið- endum sem hafa allt ESB að markaðssvæði er gert skylt að hafa í öllum löndum þess full- trúa sem taka á móti kvörtun- um neytenda. Samkvæmt skoðanakönnunum í Bretlandi Alþjóðareglur Aþingi Alþjóðasamtaka neytenda, sem haldið var í nóvember, komu fram mikl- ar áhyggjur af vinnu innan Codex Alimentarius sem er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna og setur allar leik- reglur um matvæli. Bent var á nefna 52% neytenda hættuna á gallaðri vöru sem eina orsök þess að versla ekki erlendis. Jim Murrey, framkvæmda- stjóri BEUC, sagði að þingið hefði nú veitt neytendum „vegabréf ‘ að sameinuðum markaði ESB og tryggt grundvallarréttindi þeirra. BEUC er líka ánægt með að þingmenn skyldu styðja ýmsar aðrar tillögur fram- kvæmdanefndarinnar sem lúta að neytendavernd, þrátt fyrir miklar tilraunir þrýstihópa iðnaðarins til að milda ákvæði þeirra. Þingmenn samþykktu til dæmis að komi gallar í ljós á vöru innan sex mánaða frá kaupum sé sönnunarbyrðin hjá seljandanum, hann þurfi að sýna fram á að hún hafi verið gallalaus en kaupandinn ekki að sanna að hún hafi ver- ið gölluð. Sömuleiðis verður lögleidd ábyrgð seljanda á notuðum vörum. BEUC telur það líka til bóta að nú verður það á valdi neytandans en ekki seljandans hvort gölluð vara er endurgreidd eða önnur sambærileg afhent í staðinn. að mikið ójafnvægi ríkti á fundum þar sem allar ákvarð- anir eru teknar. Þannig er 100 fulltrúum frá ýmsum fram- leiðendahópum boðið, en að- eins einum fulltrúa neytenda, frá Alþjóðasamtökum neyt- enda. Miðað við þá öru þróun Hins vegar er BEUC óánægt með að þingið dró úr upp- runalegum tilögum fram- kvæmdanefndarinnar. Hún hafði lagt til að neytandanum hefði rétt til að kjósa á milli viðgerðar, nýrrar vöru, afslátt- ar eða endurgreiðslu. Þingið samþykkti á hinn bóginn að að takmarka rétt neytandans aðeins við endurgreiðslu eða skipti. BEUC er einnig ósátt við að í lögunum er ákvæði um að neytendur missi rétt sinn um valfrelsi milli endur- sem á sér stað á matvælasvið- inu er slíkt með öllu óásættan- legt. Meðal neytendasamtaka hefur talsvert verið rætt um þær skyldur stjómvalda í ein- stökum löndum til að gæta þess að neytendasjónarmið séu ekki síður tryggð en fram- greiðslu eða skipta geri þeir ekki viðvart um galla vömnn- ar innan mánaðar frá kaup- degi, eða innan mánaðar frá því þeir „ættu að hafa upp- götvað gallann". Fram- kvæmdastjóri BEUC bendir á að kaupi menn t.d. skíði sé óvíst hvort rétturinn gildi í mánuð frá kaupum eða í mán- uð eftir að skíðatíðin hefst. Engu að síður sé hér um ótví- ræð tímamót að ræða varð- andi vöruábyrgð og neytenda- rétt. leiðendasjónarmið á þessum vettvangi. Þetta geti stjórn- völd gert með því að tryggja neytendaþátttöku í sendinefnd lands síns. Þegar haft er í huga hve mikilvæg matvælaframleiðsl- an er fyrir okkur Islendinga, og áhersla okkar mikil á hrein og heilnæm matvæli, er áhugaleysi íslenskra stjórn- valda gagnvart starfi Codex Alimentarius illskiljanlegt. Nefna má sem dæmi að þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil- vægi þess að halda hormón- um í burtu við framleiðslu landbúnaðarvöru sendu ís- lensk stjórnvöld ekki fulltrúa á fund þar sem Bandaríkja- mönnum tókst með naumum meirihluta að knýja fram að löglegt sé að nota nokkrar tegundir kjöthormóna lil að örva vaxtarhraða dýra. Neytendum ber hagur af samkeppni í símaþjónustu Asíðasta aðalfundi Neyt- endasamtaka Evrópu (BEUC) var fagnað auknu frelsi og samkeppni í síma- þjónustu en lögð áhersla á að taka beri tillit til hagsmuna neytenda og að þeir eigi að hagnast af þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Full- komið frelsi í sölu á þessari þjónustu gekk í gildi um síð- ustu áramót. BEUC hefur áhyggjur af því að sum ríki virðast ætla að reyna að koma sér undan að uppfylla nauðsynleg skilyrði. Til þess að tryggja öllum neytendum grundvallarþjón- ustu leggja samtökin áherslu á að á markaðnum verði skil- greind almenn þjónustuskil- yrði, og settar um þau skýrar reglur, sem geti breyst í takt við tímann eftir hagsmunum neytenda. Samtökin vilja líka að mótað verði stjórntæki til að setja þak á verðlagningu, svo hægt sé að koma í veg fyrir óhóflegar hækkanir á svæðisbundnum þjónustu- gjöldum á fyrstu árum hinnar nýju tilhögunar, en þar hafa símafélögin einmitt einokun- ar- eða fákeppnisaðstöðu. Þau álíta að fylgja verði ákveðn- um lögmálum um þjónustu til þess að tryggja neytendum aðgang að upplýsingasamfé- laginu samfara þróuninni á sviði síma- og sjónvarpstækn- innar. Það er því víðar en hér á landi sem neytendur hafa áhyggjur af þróun símareikn- inga sinna. Reyking- ar auka tíðaverki Áhættan á tíðaverkjum eykst þrefallt hjá þeim konum sem reykt hafa fleiri en tíu sígarettur í tíu ár samkvæmt ítalskri rannsókn. Ástæðan er að öllum líkindum þrengingar á æðum, þannig að blóðstreymið minnkar. um matvæli, framleiðendur hafa vinninginnn NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.