Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 18
Gæða- og markaðskönnun kosta þær 1.990-2.450 kr. í þessum flokki er ein önnur og er það „vinnuþjarkur" til ákveðinna verkefna að sögn seljanda, enda miklu dýrari. Borvélar með rafhlöðum (rafhlöðuvélar) eru vinsælustu- heimilisvélarnar, enda hand- hægar. Þessar borvélar kosta á bilinu 6.200-29.185 kr. Raf- hlaða fylgir með, en ef kaupa á aðra getur verð hennar skipt máli um hvað heildarpakkinn kostar. Að hluta fer verð eftir styrkleika sem gefinn er upp í voltum, en margt fleira ræður ferðinni. I lægsta flokknum er vél með 8 volt, en sú öflug- asta er 18 volt. Einnig eru framleiddar 7,2 volta vélar, sem og öflugri tegundir með hamri, en þær fundust ekki hér. Vélar alll upp í 9,6 volt geta verið slakar á stein. Borvélar með rafhöggi, eða höggborvélar eins og flestir kalla þær, eru vinsælar bæði hjá heimilum og iðnað- armönnum. Þessar vélar kosta á bilinu 2.990-22.408 kr. Afl vélanna er gefið upp í wöttum og er á bilinu 380-750 wött. Þó er ein vélin, Kinzo 25 C 12, talsvert aflmeiri eða með 1050 wött. Þessar borvélar hafa að hámarki 3.000 snún- inga á mfnútu og er þeim ætl- að að bora í flestar gerðir efna, svo sem við, málm, plast og stein. Hægt er að taka höggin af ef fyrirstaða er ekki mikil, en höggin hjálpa hins vegar á harðan stein. Höggin eru þó ekki kraftmeiri en svo að þrýsta þarf fast á borvélina ef steinninn er mjög harður. I gæðakönnuninni er árangur vélanna góður bæði við borun og að skrúfa skrúfur. Borvélar með lofthöggi er nýjasta gerð borvéla. Þessar vélar eru kallaðar á ensku „el- ectro-pneumatic” borvélar. Orðið „pneumatic“ er komið af gríska orðinu um loft. I stað rafhögga framleiða þess- ar vélar lofthögg með þrýsti- lofti. Loftþrýstingurinn gerir að verkum að vélin sér sjálf um átakið, sá sem borar þarf því ekki að þrýsta eins fast á vélina. Snúningshraði þessara véla er minni en á vélum með rafhöggi og högg á mínútu eru færri. Þessar vélar eru þær dýrustu og kosta á bilinu 19.435-33.280 kr. Afl vél- anna er gefið upp í wöttum og er á bilinu 500-750 wött. Ef þú borar ekki þess meira í stein er venjuleg höggborvél með rafmagnshögg nægjan- leg, enda kostar hún oftast minna og getur þar munað talsverðu.. I gæðakönnuninni er ein „pneumatic“-höggbor- vél frábrugðin öðrum, Skil 1750, en hamarshöggin koma frá fjöður, mjög sterkri og spenntri. Þetta dregur úr afli höggsins, en vélin reyndist jafngóð í gæðakönnuninni og aðrar í þessum flokki. Eiginleikar Sumar borvélar eru með tvær hraðastillingar (gíra), en krafturinn er meiri á minni hraða og vélin verður betri til að bora í tré og stál án höggs. Allar rafhlöðuvélarnar eru með stiglausa hraðastillingu sem og flestar höggvélarnar. Þá stjórnar þú hraðanum eftir því hve fast þú þrýstir á rof- ann. Þetta getur hentað vel, til dæmis ef bora á nett göt og einnig ef efnið sem borað er í er stökkt. Bakkgír er hentugur til að skrúfa skrúfur í og úr. Hann er á öllum rafhlöðubor- vélum og á sumum höggbor- vélum. Með sumum borvélum fylgir „stoppari“ sem er lítil járnstöng sem hægt er að festa ofan á borvélina (þó ekki raf- hlöðuborvéium). Með þessu móti er hægt að hal'a dýpt á holunni nákvæma. Allar borvélar aðrar en raf- hlöðuvélarnar eru með takka til að læsa vélinni á ákveðn- um hraða (Lock-on-takki). Þessi takki er oftast vinstra megin, sem er óþægilegt fyrir örvhenta. Black & Decker KD 564 RE, Black & Decker KD 664 RE, Black & Decker KD661, MetaboSbE 550 R+L og Metabo BHE 6021 SL+L eru með þennan takka á handfangi neðanverðu. Á Black & Decker KD 795 CRE er með takkann ofan á hand- fangi. Þyngd vélanna skiptir einnig máli, enda lýjandi að nota lengi þunga vél. Borvél- arnar sem við fundum eru á bilinu 1-3,2 kg og eru raf- hlöðuvélarnar alla jafna léttastar en vélar með loft- höggi þær þyngstu. Patróna Gerð patróna er þrenns konar. Flestir þekkja patrónur sem eru hertar rheð þartilgerðum lykli. Gallinn er þó sá að lyk- illinn getur auðveldlega týnst. Á borvélum með rafhöggi eru sumar vélarnar með sjálfherð- andi patrónu og er bornum þá stungið í og hert með rofanum og allar rafhlöðuvélar eru með slíka patrónu nema BoschPSR 12 VEogTip 20312. SDS+ er ný patróna fyrir flestar tegundir borvéla sem eru með lofthöggi. Á borunum eru raufar og þeir eru settir í með einu handtaki. SDS+ borar passa ekki í aðrar gerðir borvéla. Ábyrgðartími, leiöbeiningar, taska Ábyrgðartfmi er í öllum til- vikum í samræmi við lög eða eitt ár, nema á Black & Decker- og Wagner-vélum sem hafa tveggja ára ábyrgð. Leiðbeiningar eru á ensku nema hjá Húsasmiðjunni með Hitachi-borvélum, en þar má fá bækling með upplýsingum um borvélar og fleira, auk nytsamra upplýsinga. I töflu er tekið fram hvort taska undir borvélina er inni- falin í verði og er það oftast svo. Ef kaupa þarf töskur sér- staklega eru þær mismunandi og misdýrar. Þær ódýrustu kosta 1.250 kr. í Heildsölu- versluninni en eru seldar á hæsta verði í Sindra á 3.700 kr. Seljendur og framleiðsluland Markaðskönnunin var gerð á höfuðborgarsvæðinu. í öllum tilvikum selja innflytjendur beint til neytenda. Auk þess selja fleiri sömu merki. Vörumerki Adam AEG Agojama Atlas Copco Bosch Black & Decker Cromag Profi Einhell Electronic Hilti Hitachi Kinzo Kress Lematec Makita Metabo Pekles Rhino Rodeo Skil Tip Wagner Innflytjendur Heildsöluverslunin Br. Ormsson Heildsölulagerinn Br. Ormsson Bosch verkstæðið Sindri1 Heildsölulagerinn Byko3 Heildsöluverslunin Hilti Húsasmiðjan Heildsölulagerinn Húsasmiðjan Bílanaust Þór4 Bílanaust Heildsölulagerinn Heildsöluverslunin Verkfæralagerinn Fálkinn6 Heildsöluverslunin Verkfæralagerinn Framleiðslul. Frakkland Þýskaland Kína Þýskaland Sviss England, Kína2 Danmörk Þýskaland Frakkland Liechtenstein Japan Kína Þýskaland Kína England Þýskaland Kína Frakkland Asía Holland5 Kína Kína 1 Einnig seldar í Byggt og búið, Byko og Verkfæralagernurn. 2 Höggvélar (raf- og lofthögg) eru allar framleiddar i Englandi. Flestar vélarnar með rafhlöðum eru framleiddar í Kína. 3 Einnig seldar í Byggt og búið. 4 Einnig seldar í Byko. 5 Rafmagnsborvélarnar eru framleiddar í Bandaríkjunum. 6 Einnig seldar í Verkfæralagernum. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.