Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 13
Orkukostnaður tíma að komast að fullu í gagnið. Skammtímasjónarmið starfsmanna og stjórnmála- manna vega oft þungt við ákvarðanir um hagræðingu. Kostnaður vegna þeirra skyldi ekki vanmetinn. Skipulag orkumála I þingsályktunartillögu um framtíðarskipan raforkumála sem nú liggur fyrir alþingi kemur fram að unnið skuli að því að móta skilyrði fyrir veit- ingu virkjunarleyfa. Einnig verði sett skýr ákvæði um eignarrétt á orkulindum á af- réttum og almenningum. Stjórnvöld áforma að breyta skipulagi raforkumála en hafa ákveðið að fara hægt í sakim- ar. Helsti hvati að breyttu fyr- irkomulagi eru breytingar sem nágrannalöndin hafa gert til hagsbóta fyrir orkukaupendur og væntanleg tilskipun Evr- ópusambandsins um innri markað fyrir rafmagn, sem skyldar þátttökuþjóðir til að gera ráðstafanir til að auka samkeppni á orkumarkaði. Ástæðan fyrir því að menn vilja fresta breytingum í lengstu lög er einkum hátt hlutfall skulda í heildarvirði Landsvirkjunar. Þar sem ríkið er í ábyrgð fyrir Landsvirkjun hefur það mikilla hagsmuna að gæta um að lánskjör Landsvirkjunar versni ekki. Fr jáls viðskipti með orku Þegar leiðir til lækkunar orku- verðs eru hugleiddar vaknar spurningin um hvort ekki sé hagkvæmt fyrir neytendur að skipulagi orkumála verði breytt sem fyrst. Hér á landi hefur ríkisafskiptum og ein- okun á mörgum sviðum verið hætt og getur almenningur fylgst með því hagræði sem felst í samkeppni í stað einok- unar. Nefnd hafa verið ýmis dæmi um að stjómmálalegir hagsmunir hafi haft meira að segja en hagur neytenda þegar ákvarðanir um virkjanir og veitustofnanir hafa verið tekn- ar. Því er eðlilegt að neytend- ur velti því fyrir sér hvort hagkvæmt sé og mögulegt að auka samkeppni á orkumark- aði. Án nokkurs vafa er hægt að svara því til að engin að- gerð stjórnvalda getur orðið árangursríkari við lækkun orkuverðs til almennra neyt- enda á Islandi en sú að breyta orkulögum og gefa virkjun fallorku og varmaorku frjálsa og afnema einokun á sölu og dreifingu orku. Stjómvöld virðast þó ekki hafa gert til- raun til að áætla áhrif breyt- inga á orkuverð. Tölur frá Noregi gefa til kynna 10-20% lækkun til orkukaupenda eftir kerfisbreytingu þar í landi 1991. Frjáls staifsemi orkufyrir- tækja krefst skipulagsbreyt- inga og endurskoðunar á þátt- töku ríkisins í orkuiðnaðinum. Breytingum mun fylgja kostn- aður og erfiðleikar og menn þurfa að horfast í augu við það að hagræðið kemur ekki allt til góða í byrjun. En það er svipað með breytingu frá einokun til frjálsræðis og breytinguna úr vinstri umferð yfir í hægri á sínum tíma: Því fyrr sem við breytum, þeim mun færri vandamál og þeim mun fyrr munum við njóta á- batans af nýju skipulagi. Bið er tap neytenda. Niðurgreiðslur Hér á landi hafa stjórnvöld um langa hríð greitt niður orku til húshitunar á „köldum svæðum“. Með niðurgreiðsl- unum hefur eðlilegu jafnvægi eftirspurnar og framboðs ver- ið raskað, sem leitt hefur til sóunar orku. Með niður- greiðslum hefur dregið úr hagkvæmni þess að nýta raunhæfar sparnaðarleiðir bæði innan orkugeirans og á heimilunum. Ef stjórnvöld telja nauðsynlegt að styrkja íbúa á ákveðnum svæðum vegna aðstöðumunar er hag- kvæmara að leita annarra leiða en niðurgreiðslna. Orkuspár og rannsóknir Markmiðið með orkuspám ætti meðal annars að vera að ná betri árangri í markvissum aðgerðum í orkusparnaði í samræmi við hagsmuni neyt- enda. Takist að auka ná- kvæmni í orkuspám verður bæði auðveldara að meta ár- angur af sparnaðaraðgerðum og upplýsa neytendur um leiðir til betri árangurs. Þegar meta þarf árangur af sparnaðarráðstöfunum í fram- tíðinni þarf að hafa traustar upplýsingar til að miða við. Leiðir til orkuspamaðar eru margar og mismunandi á ein- stökum svæðum. í hverju til- viki þarf að miða við stað- bundnar aðstæður ef raunhæf- ur sparnaður á að nást. Miklu máli skiptir að stjórnvöld, orkuveitur og neytendur vinni saman í aðgerðum sem lúta að orkusparnaði. Ef samráð er ekki fyrir hendi geta aðgerðir eins aðilans eytt árangri hinna. Auðlindanýting Það er mikið hagsmunamál fyrir Islendinga að nýta sem best auðlindir á orkusviðinu og fylgjast með þróun orku- mála í heiminum. Það skiptir máli að Islendingar verði kunnir á alþjóðlegum vett- vangi fyrir stefnu sem stuðlar að sjálfbærri orkunýtingu. Ef arður af auðlind er ekki réttilega metinn er þess tæpast að vænta að nýting auðlindar- innar verði hagkvæm. Aukið frjálsræði í orkuvinnslu mun flýta fyrir því sjónarmiði að gjaldtaka verði tekin upp fyrir orkuöflun jarðvarma og fall- orku. I skýrslu orkunefndar um framtíðarskipan orkumála 1996 segir: „Einnig kæmi til álita að vinnsluaðilar greiddu gjald fyrir afnot af auðlind- inni.“ Einnig er talið að með tilskipun Evrópusambandsins muni mat á umhverfisáhrifum framkvæmda fá enn aukið gildi. Tafla 2: Verð á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur (HR) og Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) Fastagjald Einingaverð VSK innifalinn Samtals HR 6.963 57,91 14% 53.291 RARIK’ 14.068 93,15 6,58% 88.589 1) Á Siglufirði er sérstakur afsláttur veittur þar sem meðal- hitastig vatnsins er undir 70°C á uppgjörstímabilinu. Verðið hjá Rafmagnsveitum ríkisins er um 65% hærra en hjá Hita- veitu Reykjavíkur, en verð þar er að vísu talið mjög lágt. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.