Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 15
Heilbrigði notaðar séu. Heimilt er að nota aðrar perur í sólarlampann ef þær eru sambærilegar hvað geislun varðar eða veikari. Hlífðargleraugu verða ávallt að vera til staðar. Eftirlit með inn- flutningi á perum er hins vegar ekki fyrir hendi. Eftirlit með sólbaðsstofum er í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfé- lagsins. Samkvæmt reglum Geisla- varna ríkisins eiga ýtarlegar notkunarreglur að liggja frammi á sólbaðsstofum, auk upplýsinga um útfjólubláa geislun og geislavarnareglna sem eiga að hanga uppi við sól- bekkina. Einnig á að vera áfest- ur miði á hverjum sólarlampa með eftirfarandi áletrun: „Að- vörun - útfjólublá geislun. Óvarleg notkun getur valdið skaða á augum og húð. Notið gleraugu. Snyrtivörur og viss lyf geta valdið ofnæmi. Lesið notkunarreglur og „Upplýsing- ar um útfjólubláa geislun“. “ Það er hins vegar ákveðin freisting hjá sólbaðsstofum að nota sterkari perur en leyfilegt er. Með því móti er hægt að minnka þann tíma sem hverjum viðskiptavini er ætlaður í sól- bekknum, en hættan á að við- skiptavinurinn brenni eykst að sama skapi og varla þarf að taka fram að slíkt er með öllu óheimilt og getur skapað skaðabótaábyrgð hjá viðkom- andi sólbaðsstofu. Til að auka viðskipti sín bjóða sumar sól- baðsstofur viðskiptavinum sín- um að kaupa tvo tíma í einu og seinni tímann með afslætti. Astæða er til að vara neytendur við slíkum „kostaboðum“. Samkvæmt upplýsingum Geislavarna rfkisins hafa hér um bil sex viðskiptavinir sól- baðstofa samband við stofnun- ina árlega og kvarta, einkum vegna húðbruna. I rúmið í stað þess að fá fúkkalyf Bamið grætur skerandi gráti, - eymarbólga einn ganginn enn. Hringt er í lækn- inn og fúkkalyfið er tilbúið í apótekinu eftir klukkustund, enda em öll einkenni eins og síðast þegar fúkkalyfm dug- uðu mjög vel og foreldrarnir gátu látið sér duga eins dags frí hvort frá vinnu. I flestum tilvikum hefði bamið þó náð sér á jafn- skömmum tíma án fúkkalylja, enda gera tveir dagar í rúminu sama gagn og skammtur af fúkkalyfjum í níu af hverjum tíu tilvikum. Og samkvæmt norska neytendablaðinu, For- bmkemipporten, hefur komið í ljós í nýjum rannsóknum að hættan á að fá sýkingu getur verið meiri í ákveðnum tilvik- um eftir meðferð með fúkka- Iyfjum. Ónauðsynlegt? í níu af hverjum tíu tilvikum eru ástæður fyrir hálsbólgu og eyrnarbólgu veimr, en fúkka- lyf vinna ekki á veimm. Og þótt ekki sé hægt að segja við lækna að hætta með öllu að ávísa á fúkkalyf er ljóst að notkun fúkkalyfja er allt of mikil, enda skrifa læknar oftar en ekki upp á einn skammt, „svona til öryggis“. Islendingar eiga raunar Norðurlandamet í notkun fúkkalyfja samkvæmt upplýs- ingum Haralds Briem smit- sjúkdómalæknis. Á sjúkra- húsum hérlendis hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr notkun fúkkalyfja. En mikil notkun fúkkalyfja er enn vandamál utan sjúkrahús- anna. Þótt ástandið hafi eilt- hvað skánað á síðustu ámm er það langt í frá að vera ásætt- anlegt. Hafa þarf í huga að með mikilli notkun fúkkalyfja \4. 1 níu afhverjum tíu tilvikum eru ástœður fyrir hálsbólgu og eyrnarbólgu veirur, en fúkkalyfvinna ekki á veirum. er hægt að mynda ónæmi hjá sýklunum gagnvart viðkom- andi lyfjategund. Slíkt ónæmi getur valdið verulegum vanda ef maður með ónæmi sýkist alvaiiega - þá dugar lukkalyf- ið ekki þegar mest þarf á að halda. Er þá ástæða til að ráða fólki frá að nota lukkalyf ef sýking kemur upp? Að sögn Haralds er rétt að fara varlega í því efni. Sé ástand sjúklings ekki slæmt er nóg fyrir hann að leggjast í rúmið. Sé við- komandi hins vegar illa farinn á hann að leita læknis sem tekur ákvörðun um hvaða meðferð gagnast best. Sjúkrahúsbakteríur Ástandið á sjúkrahúsum hér- lendis hvað varðar sjúkrahús- baktcríur er gott miðað við mörg önnur lönd, en þó em bakteríur sem em ónæmar gegn ákveðnum tegundum fúkkalyfja vandamál á ein- staka sjúkrahúsum. Eina leið- in til verndar gegn bakteríum sem myndað hafa þol gagn- vart fúkkalyfjum er að hafa notkun fúkkalyfja í algjöm lágmarki og einungis þegar brýn nauðsyn er á. Því þurfa læknar, bæði á sjúkrahúsum og þeir sem starfa sjálfstætt, að vera tregari til að gefa fúkkalýf. Á ráðstefnu sem haldin var í Noregi í lok síðasta árs um notkun fúkkalyfja komu fram ýmsar athyglisverðar stað- reyndir. Á það var bent að á sjúkrahúsum em oft notuð fúkkalyf sem verka á rnargar baktcríur smtímis. Það eykur hætluna á að fjölónæmar bakteríur myndist, bakteríur sem em ónæmar gagnvart mörgum mismunandi gerðum fúkkalyfja og mjög erfitt er að meðhöndla. í mörgum löndum er ástandið að verða þannig að fólk þorir ekki lengur að leggjast inn á sjúkrahús af ótta við að smitast af ónæm- um baktcríum. I Rússlandi er lil dæmis talið að 20-50% berklabaktería séu fjölónæm- ar. í Japan hafa fundist á 60% sjúkrahúsa fjölónæmir gulir stafylokokkar, en þessir gulu stafylokokkar em hinar svokölluðu sjúkrahúsbakterí- ur sem full ástæða er til að Skoðun Neytendablaðsins Stjórnvöld þurfa að beita sér fyrir skynsamlegri notkun fúkkalyfja, bæði hvað varðar menn og dýr. Læknar þurfa að vera tregari en nú að gefa fúkkalyf. Stjórnvöld eiga líka að upplýsa almenning betur um þær afleiðing- ar sem mikil notkun þessara lyfja getur haft. Með meiri þekkingu getur hver og einn lagt meira af mörkum í baráttuninni við bakteríur sem myndað hafa þol. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.