Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 10
Persónuábyrgðir Sjálfskuldarábyrgð- um verður fækkað Nýlega undirrituðu stjórn- völd, Neytendasamtökin, lánastofnanir og greiðslukorta- fyrirtækin samkomulag um sjálfsskuldarábyrgðir. Neyt- endasamtökin hafa raunar kraf- ist lagasetningar á þessu sviði, en féllusj á að þessi leið yrði reynd fyrst. Markmiðið með þessu samkomulagi er meðal annars að draga úr sjálfskuldar- ábyrgðum, en slíkar ábyrgðir hafa tíðkast hér miklu meira en í nágrannalöndunum. Samkomulagið nær til allra sem gangast í sjálfskuldar- ábyrgð og einfalda ábyrgð og til þeirra sem heimila að fast- eign þeirra sé véðsett til að tryggja skuldir annars aðila. Munurinn á einfaldri ábyrgð og á sjálfskuldarábyrgð er sá að ef ábyrgðarmaður er í ein- faldri ábyrgð þarf hann ekki að greiða skuld sem fallin er í gjalddaga, og hann er í ábyrgð fyrir, fyrr en skuldareigandinn hefur reynt að fá greidda kröf- una hjá greiðandanum, til dæmis með árangurslausu fjár- námi. Hvað þýðir samkomulagið? ■ Ábyrgðarmaður fjár- skuldbindingar getur ósk- að greiðslumats lántaka og kynnt sér það. ■ Alltaf er skylt að greiðslumeta lántakanda ef lán er yfir I milljón króna. ■ Fjármálafyrirtæki hafa upplýsingaskyldu. ■ Tillkynningaskylda um vanskil. ■ Sérreglur um ábyrgðir vegna tékkareikninga og kreditkorta, ábyrgðarupp- hæðir lækka. ■ Fjárhæðarmörk eiga að koma fram, opnar á- byrgðir bannaðar. ■ Urskurðarnefnd um ágreiningsmál. Þegar einstaklingur gengst í ábyrgð fyrir annan aðila, til að tryggja fjárhagslega skuldbind- ingu hans, gengst hann í sjálf- skuldarábyrgð. Ábyrgðarmað- ur ábyrgist þar með að greiða skuldina með öllum kostnaði ef greiðandi borgar hana ekki. Ábyrgðarmaður getur krafist mats á greiðslugetu Ábyrgðarmaður getur alltaf óskað eftir því áður en hann gengst í ábyrgð að ijármálafyr- irtæki greiðslumeti greiðanda. Fjármálafyrirtæki verður að fá skriflega staðfestingu ábyrgð- armanns um hvort hann vill að greiðandi sé greiðslumetinn. Ábyrgðarmaður á rétt á að kynna sér niðurstöðu greiðslu- matsins og meta þannig þá fjárhagslegu áhættu sem hann tekur. Ef lánsupphæð er hærri en ein milljón króna þarf hann ekki að óska eftir greiðslumati, fjármálafyrirtæki er þá skylt að greiðslumeta greiðanda. Fjár- málafyrirtæki verður að upp- lýsa ábyrgðarmann um það ef niðurstaða greiðslumatsins bendir til þess að greiðandi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Forsenda fyrir því að hægt sé að greiðslumeta greiðanda með áreiðanlegum hætti er að fjármálafyrirtæki fái upplýs- ingar um ijárhagsstöðu greið- anda. I samkomulaginu lýsa íjármálafyrirtækin því yfír að þau muni fyrir I. desember 1998 koma á fót upplýsinga- miðstöð sem hefur það hlut- verk að miðla þeim upplýsing- um um fjárhagsmálefni greið- anda sem hann samþykkir að miðlað verði. Upplýsingaskylda til ábyrgðarmanna Fjármálafyrirtæki á að láta ábyrgðarmann fá upplýsinga- bækling um ábyrgðir áður en hann skrifar undir lánsskjalið. í upplýsingabæklingnum á með- al annars að lýsa því hvað felst í að gerast ábyrgðarmaður, að ábyrgðarmaður hafi heimild til að segja ábyrgðinni upp, að hann hafi heimild til að óska eftir greiðslumati og að ábyrgð- armaður geti borið ágreinings- mál vegna ábyrgðarinnar undir Urskurðamefnd um viðskipti við íjármálafyrirtæki. Ábyrgð- armaður verður að staðfesta skriflega að hann hafi kynnt sér upplýsingabæklinginn. Fjármálafyrirtæki verður einnig að upplýsa ábyrgðar- mann um það ef meira en helmingur af lánsfjárhæðinni fer til að endurgreiða eldri lán. Ábyrgðannanni skal tilkynnt um vanskil hjá greiðanda og ekki má breyta skilmálum á láni nema með samþykki ábyrgðarmanns. Ábyrgðir á tékkareikning- um og kreditkortum Ábyrgðarmaður ábyrgist ekki hærri fjárhæð vegna yfirdráttar- heimildar á tékkareikningi en sem nemur upphæð yfirdráttar- heimildarinnar þegar ábyrgðin er veitt. Ef yfirdráttarheimild er hækkuð á meðan ábyrgðin er í gildi er það ábyrgðarmanni óviðkomandi og tekur hann ekki ábyrgð á þeirri fjárhæð sem yfirdráttarheimildin hefur verið hækkuð um. Ábyrgðin gildir ekki lengur en í Ijögur ár frá útgáfudegi hennar. Ábyrgðarmaður ábyrgist ekki hærri Ijárhæð vegna út- tektarheimildar á kreditkorti en sem nemur tvöfaldri mánaðar- Eftir Sigríði A. Arnardóttur lögfræðing legri úttektarheimild korthafa og gildir ábyrgðin í íjögur ár frá útgáfudegi. Ef úttekt kort- hafa sem fallin er í gjalddaga er ógreidd við næsta gjalddaga þar á eftir skal notkun kredit- korts stöðvuð. Þó getur ábyrgð- armaður leyft að kreditkortið verði opnað að nýju, en þá verður hann að samþykkja það skriflega. Tilkynna verður ábyrgðarmanni um það ef samið hefur verið við korthafa um gjaldfallna skuld, til dæmis með greiðsludreifingu. Opnar ábyrgðir bannaöar Miða skal við að aldur ábyrgð- armanna sé ekki lægri en 20 ár og ekki hærri en 70 ár. Ekki er heimilt að hafa ábyrgðir án til- greindra tjárhæðamarka. Opnar ábyrgðir eru því ekki lengur leyfðar. Samkomulagið tekur gildi frá og með 1. maí 1998 og gildir um allar sjálfskuldar- ábyrgðir sem stofnað er til eftir þann tíma, en 1. desember 1998 taka gildi þau ákvæði að íjármálafyrirtæki sé skylt að upplýsa ábyrgðarmann um það ef niðurstaða greiðslumats bendir til að greiðandi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur vegna sjálfskuldarábyrgða Úrskurðamefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hefur að- semr að Austurstræti 5, Reykjavík. Nefndin fjallar um ágreiningsmál neytenda og Ijármálafyrirtækja, þar með tal- inn ágreining vegna sjálfskuld- arábyrgða. Allar upplýsingar um nefndina veita Neytenda- samtökin í síma 562 5000 og Samband íslenskra viðskipta- banka í síma 525 6075. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.