Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 17
Gæða- og markaðskönnun Allt um borvélar - fyrir heimilið og iðnaðarmanninn Borvél er fjölhæft verkfæri og gagnast bæði heimil- inu og iðnaðarmanninum. Auk þess að bora má nota hana í önnur verkefni, að skrúfa, slípa og pússa. Ef kaupa á borvél er úr nógu að velja og sumar þær ódýrari eru ekki lakari en þær dýrari. Almennt má þó segja að dýrari vélin sé fyrir iðnað- armanninn en heimilið geti notast við ódýrari gerð, en ekkert er einhlítt. Neytendablaðið hefur kannað hvaða borvélar eru seldar í verslunum og hefur einnig í samvinnu við International Testing gert gæðakönnun á hluta þeirra. Markaðskönnunin var gerð um mánaðamótin febrúar- mars og náði til fjölmargra verslana á höfuðborgarsvæð- inu, en þarf þó ekki að vera tæmandi. Uppgefið verð, bæði í texta og töflum, er staðgreiðsluverð. Vakin er at- hygli á að greiðsla með kreditkorti er sums staðar tal- in staðgreiðsla, en á öðrum stöðum hækkar verðið ef greitt er með kreditkorti (sjá skýringar hér til hliðar). Þar sem úr nógu er að velja þarf að ákveða í hvað á að nota vélina. Er hún til heimil- isnota endrum og eins? A að bora í steypu? A að nota hana til að gera hlutina sjálfur? Eða er hún fyrir iðnaðarmanninn til mikilla nota? Verð vélar- innar, afl og möguleikar til nota eru mismunandi og því gott að hafa allt á hreinu. Mismunandi gerðir Borvélar án höggs: Ódýrustu borvélarnar sem hér á mark- aði eru tvær borvélar „upp á gamla móðinn", bora en eru ekki með borhamri, eru ein- faldar í sniðum, með einn gír áfram og engan bakkgír og NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 Verðið - heill frumskógur Verð á sömu vöru í sömu verslun er oft mismunandi eft- ir greiðslumáta, staðgreiðsla (peningar, ávísanir, debet- kort), kreditkort, raðgreiðsla, eftir því hvort um reiknings- viðskipti er að ræða og því hvort notað er tryggðarkort. Einnig getur verð farið eftir magni þess sem keypt er. Upplýsingar um verð er auk þess veittar á mismunandi hátt í verslunum og gerir það allan samanburð erfiðari fyrir neytandann. Uppgefið verð í blaðinu er í öllum tilvikum staðgreiðsluverð miðað við að greitt sé með peningum, ávís- unum eða debelkortum. Sum- ar verslanir líla ekki á kredit- kort sem staðgreiðslu, en aðr- ar gera það. Því er ráðlegt að spyrja alltaf um staðgreiðslu- afslátt og/eða magnafslátt, enda er verð ckki nállúrulög- mál. Hér á eftir sést hvemig þessu er háttað í einstökum verslunum. Bílanaust, Heildsölulager- inn, Heildsöluverslunin: Eitt verð gefið upp, staðgreiðslu- verð og kreditkortaverð er það sama. Boschverkstæðið: Stað- greiðsluverð samningsatriði og veittur allt upp í 15% af- sláttur eftir magni sem keypt er og greiðslumáta. Þessi af- sláttur er ekki reiknaður inn í verð í töflu. Brœðurnir Ormsson: Upp- gefið verð er án staðgreiðslu- afsláttar. I töflunni er reiknað með 5% staðgreiðsluafslætti. Byko, Byggt og búið: Slað- greiðsluafsláttur er 5% ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira. Þessi afsláttur er reikn- aður inn í verð í töflu á þeim borvélum sem kosta þar yfir. Bykokort veitir frekari afslátt í þessum verslunum. Fálkinn: Uppgefið verð er bæði staðgreiðslu- og afborg- unarverð. Staðgreiðsluafslátt- ur er 5%. Ef greitt er með kreditkorti er greitt afborgun- arverð. Hilti: Uppgefið verð er staðgreiðsluverð. Allt að 15% afsláttur sem fer eftir magni kaupa og greiðslumáta. Selur mest til iðnaðarntanna. Húsasmiðjan: Eitt verð gefið upp, staðgreiðsluverð og kreditkortaverð er það sama. Hægt er að semja unt önnur kjör miðað við magn við- skipta. Tekur á móti Fríkorti. Sindri, Verkfœralagerinn, Þór: Uppgefið verð er án staðgreiðsluafsláttar. 1 töflunni hefur verið reiknað með 5% staðgreiðsluafslætti. 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.