Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 11
Orkukostnaður Með betri tœkni, stýringum, lagna- og einangrunarefiii og vandaðri hönnun má að meðaltali nýta orku á heimilum mun betur en nú er gert. Þetta ber að hafa í huga þegar ráðist er í endurbœttur á eldra húsnœði. Lækkun orkukostnaðar heimila egar verið er að bera saman orkureikninga heimila kemur í ljós að margt liggur að baki mismunandi verði. Mismunur getur tengst tæknilegum atriðum, náttúru og veðurfari, smekk eða við- skiptaumhverfi. Hvert heimili um sig hefur alltaf einhverja möguleika á að lækka orkureikninginn. Leiðimar em margar og mis- árangursríkar en öllum fylgir nokkur fómarkostnaður. Neytendur sem fylgjast með orkunotkuninni reglulega eiga auðveldara með að ná árangri í sparnaði en þeir sem láta orkusalann alfarið sjá um að fylgjast með orkumælinum. Æskilegt er að bregðast strax við ef orkunotkun eykst óvænt. í sumum tilvikum kann að vera nauðsynlegt að leita aðstoðar sérfræðinga eða viðkomandi orkuveitu við greiningu vandamála en oft liggur skýringin ljóst fyrir. Gera má ráð fyrir að kröfur um gott innirými og umhverfi aukist á komandi árum þannig að meðalorkunotkun heimila vaxi fremur en hitt enn um sinn. í því þarf ekki að felast sóun ef tekst að virkja þekk- ingu hér á landi á eðli og nýt- ingu orku á sem hagkvæmast- an hátt fyrir heimili við ís- lenskar aðstæður. í fyrsta lagi má lækka kostnað með því að spara orku. Slíkt er mögulegt, ann- aðhvort með betri nýtingu eða með því að notendur minnki við sig orku. í öðru lagi er mögulegt að seljendur lækki orkuverð til neytenda, bæði með hagkvæmari rekstri orku- veitna og meiri hagkvæmni í fjárfestingum í orkukerfum. Farsælast er að leita sem flestra leiða í því skyni að minnka heildarkostnað við að mæta orkuþörf neytenda. Orkusparnaður Heimilin geta hvert um sig ráðið miklu um notkun orku eins og aðra neyslu sína. Að- gát í orkunotkun fylgir sömu lögmálum og gilda almennt í rekstri heimilisins. í spamað- araðgerðum þarf að fara með gát. Þótt orkureikningurinn lækki mun annar kostnaður geta hækkað, beint og óbeint. Nauðsynlegt er því að hafa heildarútkomuna í huga þegar valin eru heppilegustu úrræð- in til sparnaðar. Almenn um- gengnisatriði eins og hitastig í húsum, loftskipti í íbúðum, notkun baðvatns og vatns til þvotta eru liðir sem hafa áhrif á orkuþörf heimilisins. Hægt er að ná umtalsverðum orku- spamaði með því að lækka hitastig innanhúss um nokkrar gráður eða loka hluta húsnæð- is yfir kaldasta árstímann. Orku við matseld og vatns- notkun má spara umtalsvert Eftir Sigríði Á. Ásgrímsdóttur verkfræðing með útsjónarsemi í vinnutil- högun. Betri nýting orku Þar sem framboð af umhverf- isvænni orku til húshitunar hefur verið nægt hérlendis hafa stjómvöld ekki rekið jafnmikinn áróður fyrir orku- spamaði og í öðmm löndum. íslenskir byggingamenn hafa þó í ríkara mæli reist hús með tilliti til varmataps og spar- neytnari tæki hafa komið á markaðinn hér eins og annars staðar. Þannig nýtist orka á heimilum betur nú en áður. Hins vegar hefur rými hús- næðis á hvem íbúa aukist hér á landi og notkun orku til samræmis við það. Með enn betri tækni, stýr- ingum, lagna- og einangrun- arefni og vandaðri hönnun má að meðaltali nýta orku á heimilum mun betur en nú er gert. í nýju íbúðarhúsnæði em forsendur um nýtingu allt aðr- NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.