Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 9
Umhverfið Þvotturnn Þurrkarinn er dýr í rekstri og þvottasnúran gamla er góð efþú vilt spara. ið þvoum meira en nokkru sinni fyrr, en ekki verður þó allt hreinna. Flest heimili hafa sína eigin þvotta- vél og þurrkarar eru æði margir. Vinnan er miklu létt- ari en þegar standa þurfti yfir bala og þvottabretti. Því er eðlilegt að draga þá ályktun að tíminn sem notaður er til þvotta sé einnig miklu minni. En svo þarf alls ekki að vera. Með útbreiðslu þvottavélar og þurrkara hefur þvottamagnið einfaldlega aukist mjög. Við þvoum miklu oftar en áður fyrr og stór hluti af húsverk- unum er að komast ofan í botninn á þvottataushrúgunni. Þvoum á umhverfis- vænan hátt Þetta gefur tilefni til að fá bakþanka vegna umhverfis- ins. Því meira sem við þvo- um, þeim mun meira þurfum við að losa okkur við af efn- um sem eru íþyngjandi fyrir umhverfið. Að meðaltali læt- ur fjölskyldan 15 kg af þvottaefni í vélina á ári miðað við að hún sé sett í gang 312 sinnum. I þvottaefnum eru ýmis efni sem öll lenda að lokum í sjónum. Ef við viljum vera væn við umhverfið látum við sem minnst enda þar og reyn- um að hafa það sem umhverf- isvænast. Það er hinsvegar erfitt að fá trúverðugar upp- lýsingar um innihald þvotta- efna þar sem framleiðendur vilja ekki upplýsa það af sam- keppnisástæðum. . Almennt er þó hægt að mæla með að nota svokölluð „kompakt“-þvottaduft sem eðlilegt er að kalla á íslensku kjarnaduft. Þessi tegund þvottadufts er þéttari í sér en venjulegt þvottaefni, minna magn þarf í þvottavélina hverju sinni og því er það um- hverfisvænna. En þá verður einnig að gæta þess að nota það í réttu magni. Mýkingarefni íþyngja einnig umhverfinu og því á aðeins að nota það til að ná rafmagni þegar gerviefni eru þvegin. Notkun mýkingarefn- is getur hinsvegar haft nei- kvæð áhrif þegar bómullar- efni eru þvegin, til dæmis draga handklæði síður til sín vatn þegar mýkingarefni er notað. Ekki er síður mikil- vægt að nota mýkingarefni í réttu magni. Þurrkarinn er dýr í rekstri Samkvæmt áætlun rafveitna hér á landi fer 28% af raf- magninu sem heimilið notar í að keyra þvottavélina og þurrkarann. Meðalfjölskyldan notar um það bil 4000 kWh af rafmagni á ári og greiðir fyrir það 29.240 kr. auk fasta- gjalds, 3.162 kr. Af þessari upphæð fara því 8.187 kr. í notkun þvottavélar og þurrkara. Þurrkarinn notar mun meira rafmagn en þvottavélin og ef þvegið er í vélinni það taumagn sem hún tekur þarf oftar en ekki að þurrka þvottinn í tvennu lagi í þurrkaranum, þar sem hann tekur oftast minna magn. Samkvæmt útreikningum frænda okkar í Danmörku má minnka rafmagnskostnaðinn hjá heimili sem notar þurrkara úr rúmlega 8.000 kr. í 2.500 kr. á ári með því að hætta að nota þurrkarann. Það er því ljóst að til að minnka raf- magnsnotkunina er einfaldast að nota þurrkarann sern minnst. Þvottasnúran gamla er því góð ef á að spara. Stundum er þurrkarinn þó nauðsynlegur vegna að- stæðna. Þá er mikilvægt að þeytivinda þvottinn vel (með minnst 800 snúningum) og að fylla þurrkarann eins og hægt er, en ekki of mikið. Of lítill þvottur eða of mikill eykur rafmagnseyðsluna. Að sjálf- sögðu á það sama við ef þurrkarinn er látinn ganga þegar þvotturinn er þurr. Er þvottatauið skítugt? Til að draga úr þvottinum og þar með þvottaefninu er ástæða til að skoða þvotta- hrúguna. Sumt af því sem þar er er alls ekki skítugt og verð- ur því eins og nýþvegið ef það er hengt upp á snúruna. En hvað þá með hreinlæt- ið? spyr eflaust einhver. Svar- ið er að sjaldnast eru heil- brigðisvandamál tengd fötun- um. Þetta snýst ekki bara uin hvað við þvoum oft heldur einnig á hvaða hita. Því hærri sem hann er, því meiri orku notum við. Oftast dugar að þvo við 40 og 60 gráður. í raun er oftast ónauðsynlegt að þvo á 90-95 gráðum nema þegar þvotturinn er ntjög skítugur eða í honuin eru blettir sem erfitt er að ná úr. Það þarf þó öðruhvoru að nota þetta hátt hitastig til að koma í veg fyrir að súr lykt komi af þvottavélinni. Ráðið er því að fara vand- lega í gegnum þvottahrúguna áður en sett er í vélina og að velja lægri þvottahita. Auk þess er hægt að spara bæði vatn og orku með því að fylla vélina (4—5 kg) áður en hún er sett í gang og með því að nota orkusparnaðarkerfi sé það á vélinni. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.