Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 24
Lesendur spyrja Neytendablaðið hvetur lesendur til að senda bref með spurningum sem vakna hjá þeim um ýmis neytendamál. Sendið bréfið til Neytendablaðs- íns, Pósthólfi 1096, 121 Reykjavík. Nafn og heimilisfang sendanda þarf að koma fram en er ekki birt í blaðinu nema þess sé sérstaklega óskað. Verslunin neitaði að endurgreiða hárblásarann Eg keypti hárblásara nýverið og kostaði hann 3.300 krónur. Eftir mánuð bilaði hárblásarinn og fór ég því með hann í verslunina þar sem hann var keyptur. Starfsmaður verslunarinnar taldi hárblásarann ekki gallaðan heldur hlyti ég annað- hvort að hafa misst hárblásarann í gólfið eða sest á hann, sem var ekki raunin. Hvað get ég gert í málinu? Svar Neytendablaðsins: Hlutur er talinn gallaður ef hann hefur ekki þau einkenni eða þá eiginleika sem almennt má ætla að sams konar hlutir hafi. Samkvæmt þessu er hár- blásarinn gallaður ef hann hefur fengið rétta meðhöndlun af þinni hálfu, þar sem almennt er hægt að ætlast til þess að nýr hárblásari bili ekki eftir mánuð. Þú getur gert kröfu um eitt af þessu við seljanda: - Rift kaupunum og krafist end- urgreiðslu, en þó aðeins ef gallinn telst verulegur. - Farið fram á nýjan hárblásara í stað þess gamla ef gallinn er veru- legur. - Krafist afsláttar af kaupverðinu vegna gallans. Jafnframt getur þú krafist skaða- bóta af seljanda ef þú hefur orðið fyrir einhverju fjártjóni vegna gall- ans. Það er mjög algengt að seljandi óski eftir að gera við söluhlut ef hann reynist gallaður. Seljandi á ekki skilyrðislausan rétt til þess eftir að kaupandi hefur fengið söluhlut í hendur umfram aðra hæfa viðgerð- araðila, nema að hann ábyrgist að það valdi kaupanda minna óhag- ræði. Ef seljandinn hafnar kröfu þinni skaltu senda kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna skriflega kvörtun og jafnframt senda afrit af sölukvittun með. Kvörtunarþjónust- an mun þá ganga í málið fyrir þig gagnvart seljandanum og hún getur lagt málið fyrir kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna, Kaupmanna- samtaka íslands og Samtaka sam- vinnuverslana ef ekki næst að leysa málið hjá Kvörtunarþjónustunni. Get ekki sagt upp áskrift á Newsweek ÆT Eg fékk tilboð í pósti nú nýverðið um að gerast áskrifandi að tímaritinu Newsweek, sem kemur út vikulega, með meira en helmingsafslætti. Ég samþykkti þetta með undirskrift minni og sendi um- sókn mína til umboðsaðila Newsweek í Danmörku. Eftir að ég var búin að fá nokk- ur eintök vildi ég hætta að vera áskrifandi en því er hafnað og segir Newsweek að ég hafi skuldbundið mig til að vera í áskrif- andi í 35 vikur. Hvað er til ráða? Svar Neytendablaðsins: Kvörtunarþjón- usta Neytendasamtakanna hefur fengið mikinn fjölda af samskonar fyrirspurnum og þinni og ekki að undra því Newsweek virðist hafa sent flest öllum heimilum til- boð um að fá kynningareintak af tímaritinu og gerast áskrifandi að því í 35 vikur á hálfvirði. í tilboði Newsweek kemur fram að það sé engin skuldbinding um áskrift þó kynningareintakið sé þegið en síðan er tek- ið sérstaklega fram að vilji menn ekki vera áskrifendur eftir að hafa lesið fyrsta kynn- ingareintakið verði þeir að gefa það strax til kynna, annaðhvort skriflega eða með því að hringja. A þessu virðist fólk ekki hafa áttað sig á, þ.e. að það þurfi í raun að láta strax vita ef það óskar ekki eftir fá fleiri blöð. Það dugar ekki að gera það eftir að tvö eða fleiri eintök hafi verið send. Ef þú hefur skrifað undir þessa skilmála Newsweek getur þú ekkert annað gert en að greiða fyrir áskriftina næstu 35 vikurn- ar. Markaðssetning Newsweek virðist ganga út á það að fólk átti sig ekki nógu fljótt á því að segja áskriftinni upp tíman- lega og að það skuldbindi sig því í tæpa átta mánuði. Þó gagnrýna megi slíka mark- aðssetningu, og það leyfa Neytendasam- tökin sér að gera, er hún hins vegar að öllu leyti lögleg. Því er ástæða til að ítreka enn að neyt- endur lesi vel yfir alla skilmála áður en þeir skrifa undir, ekki síst tilboð eins og þessi, og láta ekkert fram hjá sér fara. Hafðu það í huga að það eru seljendurnir en ekki við neytendur sem semja þessa skilmála, aðeins í þeim tilgangi að selja. Þú getur ella verið að binda þig til einhvers sem þú svo alls ekki vilt, en getur ekkert gert í því annað en að taka upp veskið.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.