Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 7
Utblásturs Mengun í útblæstri bflvéla er talin eiga þátt í gróðurhúsa- áhrifum, spillir ósonlaginu og getur skaðað heilsu fólks á margan hátt. Um 99% af þeim efnasamböndum sem myndast þegar eldsneyti brennur upp em óskaðleg. En bflvélar nýta aldrei eldsneyti til fulls heldur dæla frá sér mengandi auka- efnum sem geta valdið vanda- málum í hjarta, blóðrás og öndunarfæmm. Hönnun og stærð vélar, stilling hennar, eldsneyti, hreinsibúnaður og aksturslag bflstjórans ráða efnasamsetningunni í úlblæstr- inum. Hægt er að láta mæla efnainnihald í útblæstri bflsins. Koltvísýringur (C02) er talinn eiga þátt í gróðurhúsa- áhrifum á jörðinni og valda upphitun í andrúmsloftinu. Stór hluti koltvísýrings í um- hverfinu kemur frá bflum og hlutfallið hefur farið vaxandi. Kolsýringur (koleinoxíð, CO) er mjög hættuleg loftteg- und sem myndast við ófull- kominn bruna eldsneytis í bfl- um, sérstaklega þegar þeir eru ræstir í köldu veðri, þegar inn- sogið er á og þegar umferð gengur treglega og sífellt er verið að hægja og hraða á bfln- um. Stærstur hluti kolsýrings í andrúmsloftinu kemur frá bfl- um. Rétt stilltar bílvélar gefa frá sér minni kolsýring en aðr- ar. Köfnunarefnisoxíðin (NO og N02) myndast við brennslu eldsneytis og hafa einkum magnast í andrúmsloftinu vegna aukinnar bílaumferðar. Ökumaðurinn framleiðir meira af þeim þegar hann ekur hratt eða eykur hraðann ört, til dæmis með því að taka skarpt af stað og aka fram úr öðrum bflum. Brennisteinn er er einn helsli mengunarvaldur í út- blæstri bensínbíla og í enn stærra mæli í dísilolíu. Hann innspýtingu og hafa því ýmsa eiginleika dísilvéla, endurnýta um 30% af útblæstrinum og geta haft um 10% meira afl en venjulegar jafnstórar vélar. Umhverfisverndarmenn telja að yfirvöld eigi að liðka fyrir útbreiðslu þeirra með lægri gjöldum og stendur upp á ís- lensk yfirvöld að svara þeim óskum. efnafræðin dregur verulega úr virkni hvarfakúta. Mikilvægasta verkefnið nú er að mati margra sérfræðinga að draga úr brennisteini í eldsneyti. Það getur takmarkað útbreiðslu „hreinbruna“- eða „þunn- bruna“-bflvéla (e. lean bum engines). í Evrópu er hlutfall brennisteins í bensíni víðast 400 ppm (hlutar af milljón), í Bandaríkjunum 300 ppm, í Japan er leyfilegt hámark 100 ppm og í Kaliforníu 80 ppm en er þar að jafnaði aðeins um 30 ppm. Svartur reykur í útblæstri bfla er úr kolefnisögnum og óbrenndu eða líttbrunnu kolefni úr eldsneyti og smurol- íu. Hægt er að draga úr svört- um reyk með tæknibúnaði og réttri vélarstillingu. Lífræn, rokgjörn efni: Krabbameinsvaldandi efni eins og bensól (bensen) og fjölliða arómatísk kolvetni berast eink- um í andrúmsloftið með út- blæstri bensínbfla, en dísilvélar gefa minna af þeim frá sér. Blýi var áður blandað í nær allt eldsneyti lil að bæta afköst farartækja en sölu þess hefur víðast verið hætt. Blý safnast fyrir í líkamanum og hefur eitrunaráhrif, getur meðal ann- ars spillt andlegum þroska barna. Vorið 1996 var blý- bensín tekið af markaði á ís- landi. Það var ákvörðun olíufé- laganna og gerðist ekki vegna lyrirmæla opinberra aðila, en þau þrýstu hins vegar á með hærri gjöldum á blýbensínið. Óson. Óson myndast í and- rúmsloftinu á heitum, kyrrum dögum þegar sólarljósið veldur efnah vörfum köfnu narefni stv í- oxíða, rokgjarnra lífrænna efna og kolsýrings. Því meira sem bílar gefa frá sér af þessum efnum, þeim mun meiri verður hættan á skaðlegum áhrifum ósons sem getur valdið trufl- unum í öndunarkerfi fólks. • Þungi. Kauptu léttasta bflinn sem kemur til greina og veldu þá bflgerð sem nýtir orkuna best miðað við fyrir- hugaða notkun. Sölumenn veita upplýsingar um elds- neytiseyðslu. • 4X4. Fjórhjóladrifsbflar eyða meira eldsneyti en aðrir. A móti kemur að þeir eru stöðugri og duglegri. Fram- leiðendur eru unnvörpum að kynna nýja kynslóð smærri og léttari jeppa, sem nefndir hafa verið , jepplingar“ og eru byggðir á fólksbfla-„grunni“, hafa helstu aksturseiginleika jeppanna en eru mun spar- neytnari og vistvænni. Sem dæmi má nefna Toyota RAV4, Honda CR-V, Subaru Forester, Daihatsu og Land- Rover Freelander sem allir eru komnir á íslenska vegi nema hinn síðastnefndi og hafa hlotið góðar móttökur. • Sjálfskipting dregúr úr þreytu ökumanns og eykur ör- yggi í akstri. Oftast, en ekki alltaf, eykur hún eldsneyt- iseyðslu. • Dekk. Hægt er að kaupa hjólbarða sem draga úr nún- ingsmótstöðu vegarins og þar með eldsneytiseyðslu. Hvarfakútarnir Hvarfakútar geta breytt allt að 95% skaðlegustu hlutanna í afgasi í hættuminni efnasam- bönd. Við bestu aðstæður er hættulegur útblástur úr nýjum bflum ekki nema um 10% af því sem áður gerðist. Hvarfakútar hafa ýmsa galla sem verður ekki síst vart á Islandi. Þeir virka ekki fyrr en við hátt vinnsluhitastig, 400-800°C, og eru gagnslaus- ir meðan bflvélin er að hitna. Þar al’ leiðir að í stuttum bíl- ferðum, hvort sem er að vetri eða sumri, nýtast þeir lítt eða ekki. Eldsneytisnotkun getur aukist með notkun kútanna sem og hlutfall koltvísýrings í útblæstri og þeir geta hækkað magn ósons í borgarumhverfi. Það er dýrt og stundum ókleift að setja hvarfakúta í bíla sem eru eldri en frá árinu 1993. Sparaðu með eftirliti Öryggismálin eiga að vera í fyrsta sæti í öllu sem snertir bflinn en það sparar þér líka peninga að hafa gott og reglu- legt eftirlit með honum. • Láttu skoða og þjónusta bflinn að minnsta kosti jafnoft og lramleiðendur hans segja fyrir um. Til að vera með allt á hreinu er skynsamlegt að láta athuga hann þegar kfló- Buddan og umhverfið metramælirinn er 500 km inn- an við þá tölu sem framleið- andi eða þjónustuaðili gefur upp. • Láttu athuga bflinn ef eldsneytiseyðsla er óvenju mikil, ef hann er tregur í gang, ef gangurinn er ójafn eða útblásturinn dökkur. Efst á blaði er að láta fylgjast með ástandinu á kertum, kveikju, þráðum, blöndungi og heml- um. Ur sér gengin kerti og rangt stilltur kveikjutími auka eldsneytisnotkun. • Skiptu á milli verkstæða til að bera saman verð og þjónustu. Þó skal leggja áherslu á að þjónustan sé í samræmi við fyrirmæli fram- leiðenda. Farðu fram á að sjá gömlu hlutina sem teknir voru úr bílnum ef í hafa verið settir varahlutir. • Skiptu reglulega um olíu- og loftsíur. Hvort tveggja sparar eldsneyti og minnkar mengun. • Athugaðu vikulega srnur- olíumagnið á vélinni. Drepa skal á bflnum á jafnsléttu, bíða nokkrar mínútur og at- huga kvarðann. Bæði of lítil og of mikil smurolía skaða vélina og unth.verfið. Sé hún of lítil slitnar vélin, nýtir ekki eldsneytið rétt og mengar að óþörfu. Sé hún of rnikil getur komist loft í hana og þá myndast olíufroða með lítilli smurhæfni. Við það marg- faldast slit vélarinnar og hún mengar meira. Giskað hefur verið á að hver ökumaður aki að meðal- tali 8,5 km í hvert skipti sem hann ræsir bflinn. Smurolían nær þá sjaldan venjulegu vinnuhitastigi, sem er um 100°C, og smurgetan er í lág- marki. Afleiðingin getur verið aukin eldsneytisnotkun, sér- staklega að vetrarlagi. Það dregur mjög mikið eða jafn- vel alveg úr vélarvandræðum að láta skipta um olíu á 7-9.000 km fresti. • Athugaðu þrýsting í dekkjum mánaðarlega. Of lít- ill þrýstingur eykur eldsneyt- isnotkun. Upplýsingar um viðeigandi tölur eru í handbók bflsins og stundum innan á dyrakarmi. Öruggara er að eiga sjálfur loftmæli, mælar á 7 N EYTEN D AB LAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.