Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Side 9

Neytendablaðið - 01.10.2001, Side 9
Neytendalög Staðlaður samningur- hvað er nú það? Staðlaður samningur er samn- ingur milli neytanda og selj- anda sem ekki hefur verið samið um sérstaklega. Þessi tegund samninga er orðin afar algeng og raunar er tilvist staðlaðra samninga orðin svo sjálfsögð að fæstir leiða hug- ann að því þegar þeir gangast inn á slíkan samning. Hvenær gerir maður staðlaðan samning? Nefhum til fróðleiks örfá dæmi úr daglega lífínu um viðskipti þar sem neytendur þurfa gangast inn á staðlaða samninga: ■ Þegar bankareikningur er stofnaður. ■ Þegar tryggingar eru keypt- ar. ■ Þegar búslóð er send til út- landa. ■ Þegar vörur eru keyptar á netinu. í öllum framangreindum til- vikum er staðlaður samningur órjúfanlegur hluti af viðskipta- háttum atvinnugreinarinnar. í tilviki búslóðaflutningsins eru notaðir staðlaðir alþjóðlegir flutningsskilmálar sem hafa verið útbúnir í samvinnu fjölda aðila og í tilviki vá- trygginganna er stærsti hluti vátryggingasamningsins staðl- aður þó að atriði eins og t.d. fjárhæð sjálfsábyrgðar sé samningsatriði. Til eru dæmi um staðlaða samninga sem samdir hafa verið í samvinnu margra aðila, þar á meðal Neytendasamtak- anna, en reyndin er oftast sú að staðlaðir samningsskilmálar verða til einhliða hjá seljanda. Þessi staðreynd gerir að verk- um að það er afar auðvelt fyrir seljanda að ,lauma‘ ýmsum ákvæðum inn í samningana. Slík ákvæði eru betur þekkt undir heitinu ,smáa letrið*. Aukin neytendavernd Framan af voru neytendur ekki verndaðir beint gegn ósanngjömum ákvæðum staðl- aðra samninga, en sem betur fer hefur lagaþróun verið í þá átt að vemda neytendur gagn- vart slíkum ákvæðum. I samn- ingalögum eru til að mynda komin sérstök ákvæði um staðlaða samninga. I þeim ákvæðum er einkum mælt fyr- ir um tvennt: ■ Staðlaður samningur á að vera á skýru og skiljanlegu máli og komi upp vafí um merkingu staðlaðs samnings skal túlka samninginn neyt- andanum í hag. ■ Víkja má stöðluðum samn- ingi til hliðar í heild eða að hluta ef hann telst vera ósanngjam. Staðlaður samn- ingur telst ósanngjam ef hann stríðir gegn góðri við- skiptavenju og raskar til muna jafnvægi milli rétt- inda og skyldna aðila, neyt- anda í óhag. Fyrri reglan hefur þá þýðingu að seljandi getur ekki hagnast á loðnu orðalagi á kostnað neytanda og sú seinni gerir það að verkum að víkja má stöðluðum samningi til hliðar hafí neytandi skrifað undir ósanngjarnan samning. Dæmi um ósanngjarnan samning er t.d. staðlaður samningur þar sem ffam kemur að neytandi á engan bótarétt reynist hlutur gallaður, eða samningur þar sem kernur fram að neytand- inn þurfí að greiða seljandan- um 10.000 krónur ef hann ætlar að leggja fram kvörtun vegna vöru. I nýju kaupalögunum sem tóku gildi 1. júní í sumar er mælt svo fyrir að í neytenda- kaupum sé almennt óheimilt að semja um verri rétt en lögin mæla fyrir um. Af þessu leiðir að mæli staðlaður samningur í neytendakaupum fyrir um verri rétt en lögin kveða á um er hann sjálfkrafa ósanngjarn og því ógildur gagnvart neyt- andanum. Sem dæmi má nefna að mælt er fyrir um það í nýju kaupalögunum að ábyrgðartími lausaijár skuli vera tvö ár. Af þeim sökum geta seljendur ekki haft ákvæði um styttri ábyrgðar- tíma í stöðluðum samningum. Lesum samningana yfir Á hverju ári kemur nokkur fjöldi mála inn á borð kvört- unarþjónustu Neytendasam- takanna þar sem helsta álita- efnið er hvort ákvæði staðlaðs samnings eru ósanngjörn en þar fyrir utan skoða NS fjölda staðlaðra samninga að eigin frumkvæði. Telji samtökin augljóst að um ósanngjama skilmála sé að ræða senda þau Samkeppnisstofnun erindi um málið milliliðalaust. Leiki hins vegar vafí á hvort skilmálar era ósanngjamir gefa Neyt- endasamtökin seljandanum kost á að skýra út ástæður sín- ar fyrir skilmálunum áður en ákveðið er hvort málið er sent til Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur eft- irlit með því að seljendur stundi góða viðskiptahætti. Ohætt er að segja að það að beita ósanngjömum skilmál- um gagnvart viðskiptavinum sínum er ekki hluti af góðum viðskiptaháttum. Þrátt fyrir stuðning laga- ákvæða sem vernda rétt neyt- enda er nauðsynlegt að neyt- endur séu ávallt vakandi fyrir þeim möguleika að hagsmunir þeirra hafí ekki verið efstir á blaði við gerð hins staðlaða samnings. Það er þess vegna mikilvægt að neytendur lesi vel alla skilmála sem þeir fá í hendur, hvort sem það er við kaup á raftækjum, leigu á hús- næði eða öðru. Jafhframt hvetja Neytendasamtökin neytendur til þess að láta sam- tökin vita sjái þeir atriði í stöðluðum samningsskilmálum sem þeir telja að brjóti gegn góðum og sanngjömum við- skiptaháttum. NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001 9

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.