Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 11

Neytendablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 11
Er alltaf ástæða til að eitra þegar skor- dýr finnast í trjánum? G: Svar mitt er nei. Þó að það finnist ein og ein padda í trjánum er ekki þar með sagt að hún valdi skaða. Ef um meindýr er að ræða er sjálfsagt að bregðast við en til að þekkja þau frá öðrum þarf þekk- ingu. Einnig vil ég benda á að ef við vilj- um losna við allt kvikt úr garðinum þá losnum við ekki einungis við „skorkvik- indin" heldur verður minna af fuglalífi, fallegum fiðrildum og dásamlegum hun- angsflugum. Hverjir mega eitra? G: Allir geta setið eiturefnanámskeið hjá Umhverfisstofnun og öðlast réttindi til að eitra. Fólk þarf ekki að hafa neina sér- staka þekkingu á trjágróðri eða skordýr- um. Eg mæli með því að fólk sem lætur eitra hjá sér leiti til fagfólks sem þekkir bæði til skordýra og plantna. Fagaðilar eru þeir sem lokið hafa prófi í garðyrkju- fræðum. Fagaðilarnir bera á sér fagskír- teini og eiturefnaskírteini og hvet ég því garðeigendur til að biðja þann sem bank- ar upp á og býður upp á úðunarþjónustu að framvísa slíkum skírteinum. Dæmi eru um að eitrað hafi verið fyrir sitkalús á furu en lúsin leggst einungis á grenitegundir eins og áður segir og ekki á furu. Einnig banka menn upp á og bjóða úðun gegn maðki um miðjan júlí þegar það er orðið of seint eða í grenjandi rigningu. Dæmin eru ýkja mörg og það er þess vegna sem ég mæli með því að fá fagaðila til verksins. Það er líka alltaf eitthvað um að fólk eitri sjálft og er þá um að gera að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum og nota þær persónuhlíf- ar sem mælt er með á umbúðum. Sam- kvæmt lögum er einnig skylt að merkja eitraðan garð. Það er þó um að gera að forðast að eitra að óþörfu, bæði vegna umhverfisáhrifa og þess að eitrun getur verið alger peningasóun. I göröum með fjölbreyttum blómum og plönt- um er minni þörf á að eitra fyrir meindýrum. Plönturnar draga nefnilega til sín fjölbreytt dýralíf sem heldur meindýrum í skefjum. NEYTENDABLAÐI0 2. TBL. 2004 11

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.