Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Síða 14

Neytendablaðið - 01.06.2004, Síða 14
Á markaðnum var feikna mikið úrval hundafó>ðurs eða um 75 gerðir og um 140 gerðir ef allar mismunandi þyngdar- pakkningar voru taldar með, en algengt er að fóður fáist í misstórum pakkning- um. Mikill munur reyndist á verði. Ódýrt er jafngott Heilbrigður, fullorðinn hundur getur lifað ágætis lífi og fengið öll nauðsynleg nær- ingarefni með því að innbyrða aðeins ódýrar gerðir af hundafóðri. Aðalatriðið er að fylgjast vel með því hvernig hund- inum heilsast af fóðrinu. Óþarfi er að halda hundum á lúxusfæði nema þeir séu veikir. Úrvalsfóðrið getur líka hæg- lega valdið offitu. Þetta kom í Ijós í gæðakönnun sem gerð var á vegum danska neytendablaðsins, Tænk+Test, og dönsku dýraverndarsam- takanna, Dyrenes Beskyttelse. Sérfræð- ingar við danska landbúnaðarháskólann tóku undir þetta mat. Niðurstöðurnar hafa verið birtar á vegum International Consumer Research and Testing (ICRT). Enn fremur sýnir ný rannsókn á vegum sérfræðinga dýralæknaháskóla og land- búnaðarháskóla í Noregi að ekki er tölfræðilega marktækur munur á meltan- leika mikilvægustu næringarefna í dýru og ódýru hundafóðri. Skýringar á verðmun Algengasta röksemdin fyrir því að hund- ar séu aldir á dýru fóðri er að það sé úr betri hráefnum en hið ódýrara og nýtist dýrinu betur. Nýjar kannanir sýna að þetta stenst ekki, gæði og verð haldast ekki f hendur. Alla jafna kemur líka til- tölulega meiri saur úr hundum sem éta dýrari fóðurgerðirnar því ódýru gerðirnar meltast að jafnaði betur. Þar að auki hefur komið í Ijós að oft má aðeins skýra um 10% af verðmuninum á ódýru og dýru hundafóðri með notk- un betri hráefna - 90% koma til vegna hærri kostnaðar við markaðssetningu og dýrari umbúða, t.d. er dýrt fóður oft í sérstökum málmþynnupokum með lok- unarbúnaði. í viðmiðunum um hundafóður er gert ráð fyrir ákveðnum hlutföllum helstu næringarefna, m.a. eiga um 28% orkunn- ar að koma úr fitu. Aðeins þrjár gerðir fengu undir meðallagi í gæðaeinkunn vegna þess hvaðan orkan var fengin. f grófum dráttum var munurinn á fóðrinu tvenns konar: - í ódýrara fóðrinu var hærra hlutfall orkunnar úr kolvetnum heldur í hinu dýrara. Þetta kann að stafa af því að kolvetni eru ódýr orkugjafi og einföld í framleiðslu og vinnslu. - I dýrara fóðrinu var hærra hlutfall orkunnar úr fitu heldur en í hinu ódýrara. Fita er hlutfallslega dýr orkugjafi, hún þránar og hefur skemmri endingartíma. Innihaldið Samkvæmt niðurstöðum gæðakönnunar- innar uppfylla allar gerðirnar á markaðn- um þekkt viðmið um æskilegt efnainni- hald og næringargildi. í sumum tilvikum voru talsverð frávik í magni efna en alltaf innan öryggismarka. í öllum fóðurgerð- unum var nóg af prótíni og fitu. Þess er ekki krafist að í hundafóðri séu omega-3 fitusýrur en þær draga úr Ifkum á ofnæmi í húð og hafa góð áhrif á liðamót. Sumar gerðir hundafóðurs voru með lítið magn af omega-3 fitusýrum. Ekki er alltaf hægt að lesa á umbúðum um uppruna hráefna og prótíns í gælu- dýrafóðri, hvort það er úr kjöti og eggj- um, eða úr húð, hárum og úrgangi slát- urhúsa. Nú er bannað að ala holdagripi á kjöti og dýraafurðum og þær notaðar í gæludýramat í staðinn. í dýra hunda- fóðrið er oft notað kjöt- og beinamjöl af úrvalsgæðum. Offita Eitt algengasta heilsufarsvandamál nútímahunda er offita. Dönsku dýra- læknasamtökin giska á að allt að 60% hunda þarlendis séu of feitir. Sé hundur alinn á fituríku fóðri þarf að gæta þess að gefa minni skammta en ella því það inniheldur fleiri hitaeiningar miðað við þyngd heldur en annað fóður. Sumar fóðurgerðir eru mjög samþjappaðar sem getur leitt til þess að hundurinn verði ekki mettur af réttum dagskammti. Þá fer hann að sníkja mat og fitnar úr hófi. Ef þarf að halda í við hundinn mæla ýmsir dýralæknar með því að gefa aðeins 2/3 hluta þeirra skammta sem mælt er með á umbúðum. Aðrar orsakir offitu eru hreyf- ingarleysi og aukasporslur og afgangar af matborðum. Vörumerki Gerð Heildar- gæða- einkunn Nákvæmni innihalds- iýsingar fram- leiðenda Royal Canin M25, f. fullorðna meöalstóra hunda 4.35 4.2 Friskies Serti, f. fullorðna (Adult Basic) 4.34 4.2 Purina Pro Plan, f. fulloröna, lax og hrisgrjón 4.32 4.6 Hills Prescription Diet, C/D, alhliða kostur 4.25 5.2 Hills Science Plan, f. fullorðna, m. kjúklingakjöti 4.13 4.8 Pedigree F. fullorðna, m. nautgripak. og grænmeti 4.07 4.1 Eukanuba F. fullorðna, litla og meðalstóra 3.61 4.3 Chappi Með kjúklingakjöti og hrísgrjónum 3.29 3.6 14 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.