Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 21

Neytendablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 21
að átta sig á því hvað er í boði á því verði sem þeir ráða við og á þeim stað sem þeir hafa í huga? Það hefur verið beðið allt of lengi með að láta alla þá sem skipta við fasteignasölurnar njóta lækk- unarinnar sem þessi nýja tækni býður upp á því seljendur fasteigna eru yfirleitt látnir borga blaðaauglýsingar. Þeir þurfa að fara að láta heyra í sér, passa sína pyngju og hjálpa fasteignasölum upp úr úreltu fari. Einhver harðasta og dýrasta auglýsinga- herferð sem við höfum séð spratt upp úr markaðssetningu á nýja e-kortinu. Þar átti að vera komið „fundið fé". Með viðbrögðum VISA dembdust yfir dagblöðin heilsíðuauglýsingar nýliðans og gamla risans sem boðuðu sparnað og gróða þeirra sem kaupa nógu mikið! Enn eitt dæmið um að hve skynsemi neytenda er lágt skrifuð hjá fjársterkum auglýsenduni og markaðsráðgjöfum þeirra. Hvenær skyldi þeim lærast að lækkun gjalda kemur þeim betur en kostnaðarsamt auglýsingaskrum og ónýt ímyndasmíði. Ónýt ímyndasmíði og endurmörkun Fyrirtæki skapa sér ímynd til að auka sölu, skapa traust og fjölga þannig viðskiptavinum. Imyndasmíðin færist í aukana eftir því sem auðveldara verður að framleiða markaðsvörur og erfiðara að selja þær. Vöxtur og fyrirferð ímyndsmíðinnar tengist jojóðfélags- og menningarþróun sem einkennist af sýndarmennsku. Neytendur borga kostnaðinn þegar upp er staðið. Svokölluð mörkunarvinna (branding), sem gat af sér nýtt merki Símans; ný slagorð, útgáfu íburðarmesta tímarits- heftis sem unnt er að ímynda sér og víðtæka auglýsingaherferð hlýtur að hafa kostað hundruð milljóna. Hún gekk ekki út á að segja frá lækkun gjalda eða nýjungum sem geta sparað útgjöld símnotenda. í fréttatilkynningum og auglýsingum var rausað um „hugmynd- ir sem gerast" og framandlega ímynd sem átti að staðfesta að „traust, heilindi, lipurð, einfaldleiki og eldmóður" væru þau grunngildi sem Síminn mundi standa fyrir í framtíðinni. Nokkur gagnrýni á bramboltið birtist f fjölmiðlum og e.t.v. er hér enn komið dæmi um að fyrirtæki skaðist á hæpinni ráðgjöf og dýrkeyptri þjónustu kynningar- og auglýsingafyrirtækja. Ef svo er hafa stjórn og framkvæmdastjóri Símans sofið á verðinum. Þótt undarleg klæðaskipti Símans hafi þótt með eindæmum stunda mörg stór- fyrirtæki yfirborðskennda ímyndasmíði. Lengi vel létu bankarnir nægja að tyg- gja í fólk eitthvað um |:>jónustu, ánægju, að vera allra eða að vera þar sem við erum. Stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralindin, senda inni- haldslítil skilaboð reglulega um farveg fjölmiðlanna. Enn telja mörg stórfyrirtæki vænlegt að hamra á fallegum, merkingar- litlum frösum í því skyni að vekja athygli og örva viðskipti. Það örlar á endurmati Hvorki neytendur né fyrirtæki þola til lengdar fjáraustur í merkingarsnautt auglýsingaglamur og við erum farin að greina ýmis merki þess að þeir sem ráða ferðinni skilji það. Herferð KB-banka í framhaldi af nafnbreytingu um áramót- in ber önnur einkenni en Símadæmið. Þar voru flutt tíðindi af því sem kemur viðskiptavinunum vel, endurgreiðslu og lækkun gjalda, lækkun skuldabréfavaxta o.fl. Auglýsingar fleiri banka bera þess nú vitni að ekki er látið nægja að skjóta út í loftið. Nú er farið að upplýsa um kjör, jafnvel bæta þau og endurgreiða brot af þeim ævintýralegu uppgripum sem ársreikningar bankanna greindu frá. Neytendur vilja sjá lækkun á verði og gjöldum hjá þeim sem græða fremur en að sjá hagnaðinum eytt í innantómar auglýsingar og ímyndasmíði byggða á sandi. Hörður Bergmann Neytendastarf er í allra þágu Sláturfélag Suðurlands Vífilfell hf. ÍSAGA ehf. Ömmubakstur ehf. Norðlenska ehf. Myllan-Brauð íslenska útflutningsmiðstöðin hf. Kringlan Glópus hf. Júmbó, matvælaiðja Kjarnafæði hf. Góa-Linda, sælgætisgerð Harðviðarval ehf. Fönix hf. Hampiðjan hf. Öndvegi, húsgögn Norðurmjólk ehf. KB Banki Pharmaco hf. VÍS - Vátryggingafélag íslands hf. Sparverslun, Bæjarlind Tryggingamiðstöðin hf. Síminn Sjóvá-Almennar Samskip SHELL Skeljungur Samband íslenskra sparisjóða Samkaup Nettó Úrval Sparkaup Kaskó Og Vodafone Osta- og smjörsalan Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsalan Lyf og heilsa Apótekarinn íslandstrygging hf. Kaupás Nóatún Krónan 11-11 verslanirnar Kjarvalsverslanirnar [slandsbanki hf. íslandspóstur hf. Frumherji hf. Húsasmiðjan hf. Blómaval Europris, Létt kaup ehf. Hagar hf. Bónus Hagkaup 10-11-verslanirnar, OLÍS - Olíuverslun íslands NEYTENDABLAÐIÐ 2.TBL. 2004 21

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.