Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Page 3

Neytendablaðið - 01.12.2004, Page 3
Gölluð eldhiísinnrétting Panorama - miðstöð vonbrigða Þann 31. júlí 2003 staögreiddi kona nokkur eldhúsinnréttingu, 2 borðplötur og fylgi- hluti, samtals kr. 394.801 í versluninni Panorama. Samið var um afhendingu 4.-11. september og gerði konan ýmsar ráðstaf- anir í kringum afhendingartímann enda stóöu flutningar fyrir dyrum hjá henni. Var ætlunin að flytja inn i nýja húsnæðið um leið og eldhúsinnréttingin væri komin upp og til að allt gæti gengið upp valdi konan að taka sumarleyfi sitt fyrstu 3 vikurnar í sept- ember og pantaði iðnaðarmenn. Afhending dróst og galli á vöru Skemmst er frá því að segja að umsaminn afhendingartími stóðst ekki. Vörurnar komu ekki fyrr en i byrjun október, eöa um mánuði of seint, og þá kom í Ijós að galli var á annarri borðplötunni og hin var of stutt. Einnig vantaði 5 Ijós af 6 og tvær skraut- hillur. Konan fékk til sín trésmið sem m.a. lagfærði aðra borðplötuna, auk pípara og rafvirkja en þeir gátu ekki lokið vinnu sinni þar sem hluta vantaöi af eldhúsinnrétting- unni. í byrjun nóvember kom ný borðplata í stað þeirrar sem var of stutt og Ijósin 5 sem hafði vantað. Síðar kom í Ijós aö eitt Ijósanna var gallað. í kjölfar síðari afhend- ingarinnar þurftu iðnaðarmennirnir að koma afturog kostaöi þaö konuna 23.961 kr. Neytendasamtökin í málið í framhaldinu setti konan sig í samband viö Neytendasamtökin og vildi aðstoð samtak- anna við að innheimta skaðabætur vegna afhendingardráttarins. Haföi afhendingar- drátturinn bæði valdið henni bæði fjárhags- Neytendum vfsað frá Neytendasamtökunum berast reglulega fregnir af því að seljendur segist ekki geta aðstoðaö neytanda þegar upp koma gallar í seldri vöru. Visa þeir þá á aðra aðila eins og heildsala eða framleiðanda en segjast sjálfir aðeins vera umboðsaðilar vörunnar. Það rétta er að í neytendakaupum getur legu- og ófjárhagslegu tjóni svo sem vegna aukareikninga iðnaöarmanna, ónýts sumar- leyfis auk mikillar andvöku vegna fram- kvæmdanna en konan vinnur næturvinnu. Gerði konan kröfu um endurgreiðslu auka- reikninga og 10% afslátt af kaupverðinu, samtals 63.441 kr. Lýsti konan jafnframt yfir miklum vonbrigðum með fögur loforð Panorama í upphafi sem síðar var ekki staðið við. Neytendasamtökin sendu Panorama bréf vegna málsins og voru einnig í beinu sambandi við fyrirtækiö. Eins og konan hafði lýst var ýmsu lofað, s.s. aö svara bréfum Neytendasamtakanna og leysa úr málinu, en þrátt fyrir miklar ítrekanir geröist ekkert af hálfu Panorama. Við svo búið töldu Neytendasamtökin þann kost vænstan að láta reyna á kröfur konunnar fyrir álitsnefnd lausafjár- og þjónustukaupa en þaö er sérfræðinganefnd sem vistuð er hjá viðskiptaráðuneytinu. Alit nefndar konunni í hag Álitsnefndin tók máliö til meðferöar en því miður svaraði Panorama ekki heldur erindum nefndarinnar. Málinu lauk fyrir nefndinni á þann veg að nefndin taldi konuna hafa sýnt fram á galla af hálfu Panorama og taldi að Panorama væri skylt að bæta henni tjón sitt af fullu, þ.e. 63.441 kr. auk dráttarvaxta frá 28. febrúar 2004. í kjölfar úrskurðarins sendu Neytendasam- tökin Panorama bréf þar sem óskað var eftir skriflegu svari fyrirtækisins um hvort það hygðist fylgja áliti nefndarinnar og afhenda 2 skrauthillur og 1 Ijós sem aldrei hafa verið neytaridi ávallt snúiö sér að þeim sem seldi honum vöruna og krafist úrbóta sé vara gölluö. Kjósi neytandi frekar að snúa sér að fyrri söluaöilum eins og t.d. innflytjanda eða jafnvel framleiðanda er honum það heimilt. í flestum tilvikum hentar þó neytandanum best að hafa samband við sinn seljanda. afhent. Ekki barst svar frá Panorama frekar en fyrri daginn. Við nánari athugun á fyrirtækinu kom í Ijós aö á þeim tíma sem málið hefur verið rekið hefur Panorama ehf. verið tekið til gjald- þrotaskipta og nýr aðili, Pl ehf., tekið við rekstri verslunarinnar Panorama í Síöumúla 30. Af þessu leiðir að von konunnar um að fá leiðréttingu sinna mála er nú nánast engin þar sem sá sem hún átti í viðskiptum við er gjaldþrota. Ljóst er aö Pl ehf., nýjum rekstraraðila versl- unarinnar, bárust öll bréf Neytendasamtak- anna og álitsnefndarinnar enda þau send þangað sem verslunin er til húsa. Sinnu- leysi Pl ehf. um hagsmuni viðskiptavinar Panorama ehf. var hins vegar algjört og telja Neytendasamtökin það nýjum rekstrar- aðila ekki til framdráttar. Heimasíðan og félagsmenn Það má með sanni segja að ný heima- siöa Neytendasamtakanna hafi slegið í gegn. Almenn ánægja er með nýtt útlit og betra aðgengi aö upplýsingum. Lagasafn neytenda, matvælavefurinn og heimilisbókhaldið eru vinsælar síður og þá má ekki gleyma upplýsingum um lægsta bensínverðiö á landinu sem eru uppfærðar daglega. Lykilorö að læstum síðum fyrir félagsmenn er að finna á bls. 2 í Neytendablaðinu. Félagsmenn eru hvattir til að greiða árgjald sitt með kreditkorti ef þeir hafa ekki gengið þannig frá þvi nú þegar. Á heimasiðunni erhægt aöfara inn á aðild- arumsókn og skrá kennitölu og kredit- kortanúmer. Fyrir Neytendasamtökin er þetta ódýrasti og öruggasti innheimtu- mátinn. Einnig viljum við benda félags- mönnum á að skrá netfangið sitt í leið- inni. Sjá: www.ns.is 3 NEYTENDABLABIÐ 4.TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.