Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Page 17

Neytendablaðið - 01.12.2004, Page 17
alltaf greidd út. Einnig er algengt aö launa- greiöslum sé frestað um 20-30 daga en þannig koma verksmiöjurnar í veg fyrir aö fólk segi upp störfum áöur en samnings- tíminn er liðinn. Verksmiöjur 2 og 6 leyfa starfsfólki aö hætta áöur en samnings- tíminn er liðinn og halda yfirleitt ekki eftir launum. Löggjöf i Kína heimilar meiri yfir- Bratz-dúkkurnar eru meðal vinsœlustu leikfanga iEvrópu. Fyrirtœkiö sem framleiöirdúkkurnar, MGA Entertainment, svaraöi ICTR meö einu blaði þarsem sagt varað fyrirtœkiö vœri að endur- skoöa siöareglur sinar. Engar fleiri upplýsingar bárustþrátt fyrir itrekaða eftirgrenslan. Verk- smiðja 6 fékk verstu einkunn. vinnu á álagstímum en þó ekki meira en 66 yfirvinnutíma á mánuöi. í verksmiðju 4 sem framleiðir fyrir Disney fara yfirvinnutimar á háannatíma upp í 214 tíma á mánuði en verksmiðjan sem framleiðir fyrir Lego sker sig úr hvaö þetta varðar. Þar eru yfirvinnu- timarnir einungis 55. Launakjör Þaö viröist mjög almennur siður aö refsa starfsfólki meö því aö draga af launum þeirra eða hreinlega með sektum. Starfs- fólki er refsað fyrir að mæta of seint, neita aö vinna yfirvinnu eöa ef þaö brýtur þær reglur sem almennt gilda í verksmiðjunni. I verksmiðju 2 er starfsfólki refsaö fyrir aö koma mínútu of seint. Sektin ^ er rúmlega 40 krónur eöa næstum tvöfalt tímakaupiö. í verksmiðju 5 er starfsfólk einungis sektaö ef þaö notar ekki viðeigandi hlíföarbúnað. Launuð frí eins og sumarfrí og fæðingar- orlof eru sjaldgæf jafnvel þótt kinversk vinnulöggjöf kveöi á um þau. Starfsfólk er ráöiö í stuttan tíma i einu og sett i launa- laust frí þegar lítið er aö gera. Verkafólkiö þekkir yfirleitt ekki réttindi sín og flestar konur sem veröa þungaðar segja einfald- lega upp. Verksmiðja 5 (Lego) er eina verk- smiðjan af þessum sex sem veitir þriggja mánaöa fæöingarorlof. Þar fá þung- aðar konur auk þess léttari störf og geta sleppt því aö vinna yfirvinnu. Lágmarkslaun í Dongguan, þar sem 5 af verksmiöjunum sex eru staðsettar, eru 450 RMB, eða rúmar 3.600 krónur á mánuði. Meö hóflegri yfir- vinnu eru launin á milli 4000 og 5000 krónur en á háannatíma geta launin fariö upp í 8.000 krónur. Verkafólk ætti aö fá greidd 150°/o laun fyrir yfirvinnu og tvöföld laun fyriryfir- vinnu á hvíldardegi. Kvótakerfi Algengterað verksmiöjurhafi kvóta- kerfi þar sem starfsmenn fá greitt eftir magni. Stundum dugar dagvinnan ekki til aö klára skammtinn fyrir daginn og er þaö ein ástæöan fyrir afar löngum vinnutíma. Vinna hefst í verksmiðjunum kl. 6 á morgnana og þeir sem eru fljótastir komast heim á milli 5 og 6 siðdegis en margir vinna til 7 eða lengur. Verkafólkið í verksmiöjunum kvartaði yfir því aö skammturinn sem því er ætlaö aö klára á einum degi sé alltof stór. Dæmi eru um aö starfsfólk veröi aö taka verkefni meö sér heim ef ekki næst aö klára þau i verksmiðjunni. Könnun sem þessi veröur aldrei nákvæm úttekt á aðstæöum í leikfangaverksmiöjum í Kína, en hún sýnir þó svo ekki verður um villst að víöa er pottur brotinn. Margt hefur þó breyst til batnaöar á síöustu árum aö sögn þeirra sem til þekkja. Má þar sérstak- lega nefna vinnuvernd og brunavarnir en óhófleg vinna á háannatímum og lág laun eru helstu vandamálin -BP- Action Man er framleiddur i verksmiöju 3 en hún fékk verstu einkunn iþessari könnun. Þar verða starfsmenn t.d. aö borga innborgun áðuren þeir hefjastörf. Efþeir hœtta áöuren samningstiminn erliöinn missa þeir þessa innborgun. Efþeirvinna samningstimann sem er yfirleitt eitt ár fá þeir þó ekki launað frí eins og kinversk vinnulöggjöfgerir ráö fyrir. Verksmiöja 5 fœrhœstu einkunn. Þarerleik- fangið Clickits frá Lego framleitt. 17NEnENDABLAeiM.TBL.2004

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.