Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Síða 2

Neytendablaðið - 01.12.2005, Síða 2
Brynhildur Pétursdóttir. Efni Frá kvörtunarþjdnustunnj 3 Heimilisbókhald 4 Gæðakönnun á tnkuvslum 6 Gúmmíarmbönd 9 Matvælapólitík 10 Sítróna tll hreingernlnga 12 Fráfnrmanni 13 Þjnnustuver 14 Vítamínpistill 16 Neytandi í Bandaríkjunum 17 Gæflakönnun á DVD-spilurum 18 Neytandinn svarar 22 Áfengisgns 23 Þegar seljendur/auglýsendur eru gagnrýndir fyrir að ganga of langt í markaðs- setningu gagnvart börnum eru þeir fljótir að benda á ábyrgð foreldra. Mér finnst fullmikil einföldun að halda því fram að foreldrar beri einir ábyrgð á uppeldi barna sinna. Við búum jú i samfélagi. Foreldrar reyna auðvitað að sinna uppeldishlutverki sínu eftir bestu getu en oft eru skilaboð seljenda fullkomlega á skjön við áherslur foreldranna. Uppeldi í dag tekur líka á sig ýmsar myndir. Tökum dæmi: Við þurfum að útskýra fyrir börnum okkar að tónlistarmyndböndin sem leikin eru í sjónvarpinu lýsi ekki raunveruleikanum. Söngkonur geti víst náð langt án þess að fækka fötum og dilla rassinum. Við þurfum að fylgjast með því hvort börnin okkar séu að spila bannaða tölvuleiki eða horfa á bannaðar myndir sem þó eru gjarnan auglýstar með ungan markhóp í huga. Við þurfum líka að vera í góðu sambandi við aðra foreldra og athuga hvaða tölvuleikir og myndir leynast á heimilum þeirra. Við þurfum að útskýra fyrir börnum okkar að fullyrðingin um hollt eða hollara súkkulaðimorgunkorn verði að teljast nokkuð hæpin og kenna þeim að hafra- grautur sé hollur og góður morgunmatur þótt ekki fylgi neitt spennandi dót með í pakkanum. Við þurfum að benda þeim á að það sé frekar ólíklegt að fjölskyldan vinni skíðaferð til Austurríkis þótt hún kaupi kexpakka og taki þátt i „spennandi leik". Það sama gildir um hina árlegu gostappasöfnun, sem oft snýst upp í andstæðu sína þegar birgðir seljenda þrýtur áður en leikurinn er hálfnaður. Við þurfum að útskýra að unglingarnir í sjónvarpinu séu í raun að drekka léttöl en ekki bjór og auðvitað megi ekki henda húsgögnum út um gluggann þótt léttölið virðist vissulega koma fólki í stuð. Þá verðum við foreldrar að vakta börnin þegar þau sitja við sjónvarpið því það er aldrei að vita hvenær atriðum úr bönnuðum myndum er slætt inn í dagskrána (sbr. Örninn). Þá er ekki óhætt að horfa á fréttatímann öðruvísi en með aðra hönd á fjarstýringunni þar sem myndir af lemstruðum búkum og deyjandi fólki eru algengar og ómerkilegustu fréttir af nektarbúllum virðast alltaf gefa tilefni til að sýna svo sem einn súludans. Ég vildi bara óska að ég hefði verið sneggri til þegar auglýsingin frá Umferðarstofu birtist öllum að óvörum. En barnið var dottið niður af svölunum áður en ég náði að setja fingurinn á fjarstýringuna. Þar brást ég sem foreldri en maður getur víst ekki verið fullkominn. Prentaö efni Blaöiö er prentaö á umhverfisvænan hátt. NEYTENDABLAÐIÐ 4. tbl., 51. árg. - desember 2005 Útgefandi: Neytendasamtökin, Siöumúla 13, 108 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgöarmaöur: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríöur Hjartardóttir, Þórólfur Daníelsson Umsjón meö „Frá Kvörtunarþjónustunni": íris Ösp Ingjaldsdóttir Umsjón meö gæöakönnunum: Ásmundur Ragnar Richardsson Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll ehf. Prentun: HjáGuðjónÓ ehf. - vistvæn prent- smiöja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 12.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: 3.500 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Forsíðumynd: Kjarnaskógur, Ijósm. Sólrún Lovísa Sveinsdóttir Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar ur Neyt- endablaðinu er óheimilt að nota í auglýs- ingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neyt- endasamtakanna liggi fyrir. Blaðið er prentað á vistvænan hátt - Merkt Norræna Svaninum. Lykilorö á heimasíðu: net12 2 NEYTENDABLABIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.