Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 9

Neytendablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 9
Mynd: Tine Haug Gúmmíarmbönd í ýmsum litum hafa veriö vinsæl undanfarið. Hjólreiðakappinn Lance Armstrong var upphafsmaður þessarar tísku þegar hann stóð fyrir fjáröflun með sölu á gula LlVESTRONG-armbandinu. Allur ágóði af sölunni rennur f Lance Armstrong- sjóðinn sem úthlutar styrkjum til krabba- meinsrannsókna. Armböndin eru seld á einn bandaríkjadal (60 krónur). Eitthvað hefur borið á eftirlíkingum en hin ósvikna vara er seld í litlum Nike-pokum. Neytendasamtökin vita ekki til þess að LIVE- STRONG-armböndin séu seld hér á landi. Hvað þýða litirnir? • Rautt armband með áletruninni „ASIA- ON MY MIND" er til styrktar fórnar- lömbum flóðbylgjunnar í Asiu. • Hvitt armband „MAKE POVERTY HISTORY" er til styrktar ýmsum samtökum sem berjast fyrir réttlátari viðskiptum við fátæk lönd, afnámi tolla og niðurfellingu lána. • Svart og hvitt armband þar sem hring- irnir hanga saman „STAND UP AND SPEAK" er samvinnuverkefni Nike og fótboltaleikmanna. Peningarnir fara í sjóðinn King Baudoin Foundation sem berst gegn kynþáttafordómum í evrópskum fótbolta. • Rautt band „ACTIVE CHOICE" er til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Hér á landi fást armbönd víða í verslunum í ýmsum litum og með alls kyns áletrunum. Margt virðist þó benda til þess að flest böndin séu óekta, þ.e.a.s. armbönd sem hafa ekkert með góðgerðarstarfsemi að gera. Upprunalega hugmyndin er góð. Fólk styrkir gott málefni og armbandið er eins konar staðfesting á því. En því miður fer boðskapur góðgerðarsamtakanna fyrir lítið þegar alls kyns óekta gúmmbönd eru í sölu. Krabbameinsfélagið selur tryggöarbönd i sex litum og kostarstykkiö 500 krónur. Allur ágóöi rennur til Krabbameinsfélagsins á islandi. Þýtt og staöfœrt úr Forbrukerrapporten 08 '05 Vissir þú að............... Pappírinn í Neytendablaðinu er ekki klórbleiktur og losun úrgangsefna við vinnslu hans er í lágmarki Þess vegna er Neytendablaöiö Svansmerkt Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna en hátt í ellefu hundruð fyrirtæki og þjónustuaðilar bjóða Svansmerktar vörur og þjónustu á Norðurlöndunum. Þeir einir fá að nota Svansmerkið sem uppfylla strangar kröfur um gæði og takmörkun umhverfisáhrifa. Nánari upplýsingar um Svansmerktar vörur á íslandi er að finna á ust.is. UST UmhvmrfltUafnun

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.