Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 17
Ræktunartími banana er tíu mánuðir og
þennan tíma er varnarefnum úðað látlaust
yfir akrana. Flugvélar fljúga með eitrið
yfir og víða hefur tiðkast að verkafólkið
sé látið vinna á ökrunum á meðan eitrinu
er úðað. Yfir hálfþroskaða bananaklasana
eru lika settir plastpokar sem mettaðir eru
skordýraeitrinu elorphyrifos þannig að fólkið
á ökrunum kemst á hverjum degi í beina
snertingu við alls kyns eiturefni. Það er því
ekkert skrýtið að eiturefni skuli hafa fundist
í rúmfötum fólksins heima og jafnvel í skóla-
stofum barna þeirra þótt krakkarnir hafi
sjálfir aldrei á akrana komið.
Sjúkdómar af völdum eiturefna
Áætlað er að um fimmtíu kíló af varnar-
efnum, skordýraeitri, sveppaeyði og fleiri
efnum séu notuð á hvern hektara venju-
legs bananaakurs. Og eiturbrasinu er ekki
lokið þótt bananarnir hafi verið skornir upp.
Áður en þeim er pakkað er verkafólkið látið
þvo þá upp úr eiturblönduðu vatni til þess
að bananarnir skemmist ekki á leið til kaup-
enda. Loks eru bananarnir settir í kassa og
yfirleitt er verkafólkið berhent við þessa
vinnu sína, berskjaldað fyrir öllu eitrinu.
Við ríkisháskólann í Heredia á Kostaríka
hafa vísindamenn komist að því að þrefalt
fleiri verða fyrir eitrun í bananahéruðunum
en annars staðar í landinu og bæði ófrjó-
semi og krabbamein er algengara meðal
verkafólks á bananaökrum en annarra lands-
manna. Ýmiss konar ofnæmi og öndunar-
færasjúkdóma eigna menn líka eiturbrasinu
í bananaræktinni.
Eitrið sem dreift er úr flugvélum berst beint
út í náttúruna en síast líka frá ökrunum.
Drykkjarvatn fólks mengast og auk þess
drepst fiskur í ám og vötnum. Talið er að
sækýr hafi orðið fyrir alvarlegum áhrifum
efnanotkunar í bananarækt. Jafnvel munu
vera til staðir sem eru svo gegnsýrðir af
varnarefnum að þar er ekki lengur hægt að
stunda ræktun af neinu tæi.
Bændur flosna upp
Þá þrýsta bananafyrirtækin á bændur að
selja lönd sin til bananaræktar og ef bændur
þráast við að selja eru þeir sviptir ýmiss
konar aðstoð eins og framleiðslulánum,
styrkjum til ræktunar og jafnvel er komið í
veg fyrir að þeir geti selt afurðir sínar. Svo
rammt kveður að þessum ofsóknum að
framtaksömum bændum sem hafa ætlaö
sér að rækta hefðbundna kreólabanana,
sem ekki eru útsettir fyrir algengum sveppa-
sjúkdómi, hefur verið settur stóllinn fyrir
dyrnar. Það er því ekki skrýtið að margir
bændur hafi flosnað upp og orðið óbreyttir
verkamenn á bananaökrum. Þar er staða
þeirra veik og atvinnurekendur gera allt til
að halda niðri baráttuþreki og samstöðu
verkafólks. Fólkið er því dæmt til fátæktar
og heilsuspillandi lífs. Þetta fólk á bágt með
að senda börn sín til menntunar þannig að
þau eru ofurseld sömu örlögum.
Mannréttindasamtökin The Human Rights
Watch komust að því árið 2002 að barna-
þrælkun viðgengst í stórum stíl á banana-
ökrum í Ekvador. Börnin þurfa ekki aðeins
að þola eitrið heldur eru þau látin vinna
tólf tima á dag, fá lúsarlaun langt undir
löglegum töxtum og jafnvel eru dæmi um
að kynferðislegt ofbeldi sé látið viðgangast.
Staðfest hefur verið að þekktustu banana-
fyrirtækin hafa keypt framleiðslu af ökrum
þar sem þetta hefur átt sér stað.
Málsókn gegn bandarískum fyrir-
tækjum
Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott. í janúar 2003 stefndu þrjú
þúsund verkamenn á bananaökrum í Nikar-
agva bandarískum bananafyrirtækjum.
Verkamennirnirtöldu að eiturefni sem notuð
höfðu verið á ökrunum hefðu gert þá ófrjóa.
Dómstólar heima fyrir höfðu þegar dæmt
bandarísku bananafyrirtækin til að greiða
mönnunum bætur en stjórnendur fyrirtækj-
anna ávallt neitað að borga. Þarna koma við
sögu vörumerki sem við könnumst við eins
og Dole, Del Monte og Chiquita. Undir lok
árs var efnt til fjölmennrar mótmælagöngu
í Níkaragva þar sem göngufólkið heimtaði
sárabætur fyrir vanheilsu sem eiturefnið
nemagon hefði valdið.
Nemagon er öflugt skordýraeitur sem notað
var á bananaekrum í Níkaragva og fleiri
löndum í Mið-Ameríku, á eyjum í Karíbahafi
og á Filippseyjum. Virka efnið í því heitir
debrómóklóróprópan (DBCP). Það drepur
örsmáan orm sem er til trafala í banana-
rækt og spillir útliti ávaxtanna. Efnið hefur
verið bannað í Bandaríkjunum í meira en
aldarfjórðung enda hafði komið í Ijós að það
gat valdið ófrjósemi í körlum. Hins vegar
héldu Bandaríkjamenn áfram að framleiða
efnið og flytja það út til Níkaragva og fleiri
landa. Framleiðendur voru þekkt fyrirtæki
eins og Dow Chemical, Shell Oil, Occidental
og fleiri.
Neytendur geta haft áhrif
í nóvember 2002 dæmdi dómstóll í Níkar-
agva Dow, Shell og Dole til að greiða
bananaverkamönnum sem liðið höfðu fyrir
áhrif eitursins 490 milljónir Bandaríkja-
dollara í bætur. Fyrirtækin sáu ekki ástæðu
til að hlíta dómnum. Áfram hélt þó baráttan
og i september í haust voru samþykkt lög á
þingi Níkaragva sem kveða á um að verka-
mönnum sem urðu fyrir áhrifum nemagons
skyldi veitt lögfræðileg aðstoð í málaferlum
sínum gegn alþjóðlegum fyrirtækjum. Jafn-
framt er til umræðu á þingi landsins að veita
þessum verkamönnum ævilangan lífeyri.
Fjölmörg fleiri dæmi mætti tína til um
vanmátt verkafólks í þriðja heiminum gegn
afli alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þessi sömu
fyrirtæki þrífast á því að Vesturlandabúar
kaupi framleiðslu þeirra, meðal annars þá
banana sem fást í íslenskum verslunum.
Islenskir neytendur geta stutt við baráttu
verkafólks á bananaökrum með því að
velja lífrænt ræktaða banana sem vissu-
lega eru margfalt dýrari en bananar frá
stóru framleiðendunum. Ef til vill er þetta
þó mun betri stuðningur við þriðja heiminn
en allar peninga-, fata- og matargjafirnar.
Framlag hvers og eins okkar er mikilvægt. Ef
enginn gerir neitt helst ástandið óbreytt en
ef allir gera eitthvað verður smám saman til
þrýstingur sem vonandi endar með þvi að
stórfyrirtækin sjá sér hag í því að láta rækta
ofan í okkur banana með aðferðum sem eru
í sátt við bæði náttúru og menn.
Pétur Halldórsson
Heimildir:
www.nicanet.org (vefursamtaka iNikaragva sem
berjast fyrir mannréttindum)
www.beyondpesticides.org (vefur samtaka sem
berjastgegn misnotkun varnarefna)
www.samband.is/dagskra21 (vefur Staðardagskrár
21 á Islandi)
http://www.naturianer.no (norskur vefursem
leiðbeinir fólki um lifrænt rœktuö matvœli)
http://hrw.org (vefur mannréttindasamtakanna
The Human Right Watch)
17NEYTENDABLASI61.TBL.2006