Foringinn - 01.06.1979, Side 3

Foringinn - 01.06.1979, Side 3
Fyrir mörgum árum var skátaflokkur í Reykjavík, sem hét Hunda-flokkurinn. Um voriö var ákveðiö aö fara í flokksútilegu að loknumprófum. Fariö var í strætisvagni niður í Hafnarf jörö, en síöan voru byröar axlaöar og gengið suður í Helgadal, sem er rétt undir Helgafelli. Viö elduðum mat okkar og sung- um skátasöngva (flestir í mútum) við lítinn varðeld fram eftir kvöldi. Tjaldið okkar var ekki stórt, en þröngt mega sáttir sitja (liggja). Veöur haföi verið sæmilegt, en um nóttina gerði ofsarok, en oft er misvinda við Helga- fellið. Fundust okkur vindhviður vera snarp- ar, enda fauk tjaldið fljótlega, en við reistum það aftur og skiptumst á við að halda því niðri um nóttina. Um morgunin lygndi og við gengum á Helgafell, en sáum nú ekki mikiö fyrir mistri. — Síðar um daginn lá leið okkar heim um Hafnarfjörð. Meðan við biðum eftir „strætó", hittum við félagsforingja þeirra Hraunbúa. ,,Og þið voruð úti í' þessu ofsaveðri í nótt, blessaðir? Það var vel gert." Þeir skátar, sem orðnir voru nokkuð slæptir og syfjaðir, urðu nú hinir hressustu og fannst nokkuð til um afrek sitt. Þessi hugljúfa minning frá flokksforingja- árum mínum, kemur oft í huga mér. Hún sýndi hvað það er mikilsvert aö skátaflokkur- inn hafi eitthvað markmið, sem unniö er að sameiginlega. Og svo komu hin uppörvandi orð eldri skátans á reftu augnabliki til þess að gleðja okkur og hvetja. Nú er Sumarstarfið’að hefjast og margii skátaflokkar að taka til við að skipuleggja starfið. Væri ekki rétt að taka tillit til þess að hver skáti þarf þar að finna eitthvað sem hann hlakkar til, sem hann ekki má missa af. Við hinir eldri megum svo ekki gleyma að örvandi hrós á réttu augnabliki, er á við marga fyrirlstra. Með skátakveðju, Páll Gíslason o

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.