Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 6
6
Bændablaðið
Þriðjudagur 17. febrúar 1998
Spatt er fótasjúkdómur sem lengi hefur
verið þekktur í hrossum. Einkennin eru helti
í afturfótum sem komið getur fram á
margvíslegan hátt, allt frá því að vera
stirðleiki sem liðkast og hverfur við reið upp
í alvarlega, ólæknandi helti. Helti eða
stirðleiki í afturfótum getur aftur leitt til
eymsla í baki. Jafnframt er þekkt að
skapgerð hrossa geti breyst vegna
sjúkdómsins og þau taka jafnvel að rjúka eða
sýna annað flóttaatferli.
Sigríður Björnsdóttir,
dýralæknir
hrossasjúkdóma.
Helgi Sigurðsson,
sérfræðingur í
hrossasjúkdómum.
Spatt
í íslenskum hrossum
Hvað er spatt?
Spatt er liðsjúkdómur í smá-
liðum hækils (mynd 1) sem ein-
kennist af hrömun og eyðingu
brjósks. Brjóskskemmdir af þessu
tagi geta ekki gróið þannig að
eðlilegt brjósk myndist aftur, en
hafa þvert á móti tilhneigingu til
að breiðast út í liðnum. Beinvef-
urinn sem liggur næst brjóskinu
leitast hins vegar við að gróa
(kalka) eftir að brjóskið er orðið
skemmt. Því má finna ný-
myndaðar beinnibbur og upplausn
í beini þar sem endurmyndun á
nýjum beinvef á sér stað. I sumum
tilfellum gróa smábeinin í hæklin-
um algjörlega saman á þennan
hátt. Brjóskeyðingin getur einnig
leitt til bólgu í liðhimnu og
liðpoka.
Lítil sem engin hreyfing er
talin vera í smáliðum hækils og er
það líklega ástæða þess að sjúk-
dómurinn veldur ekki alltaf sárs-
auka sem væri óumflýjanlegt við
sambærilegar skemmdir í liðum
með meiri hreyfingu.
Erfitt er að greina sjúkdóminn
á fyrstu stigum hans en þegar
líður á sjúkdómsferilinn verða lið-
skemmdimar sjáanlegar á rönt-
genmyndum (röntgenbreytingar)
og greiningin bæði auðveldari og
ömggari. Stundum má með þreif-
ingu finna svokallaða spatthnúta
sem er hörð þykknun á hækil-
liðunum innanverðum. Athugun á
helti er mikilvægur þáttur í sjúk-
dómsgreiningunni.
Rannsókn á spatti
í íslenskum hrossum
Árið 1995 hófst rannsókn á
spatti í íslenskum hrossum á
vegum Hólaskóla, Embættis Yfir-
dýralæknis, Tilraunastöðvarinnar
á Keldum og Dýralæknaháskólans
í Uppsölum. Verkefnið var styrkt
af Framleiðnisjóði Landbúnaðar-
ins, Vísindasjóði og Útflutnings-
og markaðsnefnd.
Bakgrunnur
Þó sjúkdómurinn hafi iengi
verið þekktur í íslenskum hross-
um hefur hann ekki verið talinn
vera alvarlegt vandamál í hrossa-
stofninum fyrr en í seinni tíð. Ein-
kennin em oft það væg að hrossin
nýtast til reiðar og alvarlegri
tilfelli geta batnað við hvíld eða
meðhöndlun. Erfitt getur verið að
greina helti ef hrossið finnur jafn
mikið til í báðum afturfótum og
kann það að dylja einkennin í
sumum tilvikum.
Með auknum útflutningi
hrossa á undanfömum ámm eru
sífellt fleiri hross heilbrigðis-
skoðuð og margir kaupendur óska
eftir því að auk skoðunar á helti
séu hæklarnir myndaðir. Við
þessar athuganir hefur komið í
íjós að röntgenbreytingar getur
verið að finna í óhöltum hrossum
og sjúkdómurinn sé því algengari
en áður hefur verið talið. Sjúk-
dómurinn er einnig alvarlegra
vandamál en áður í efnahags-
legum skilningi þar sem hross
með liðskemmdir seljast síður og
oft á lægra verði en annars hefði
verið.
Markmið rannsóknarinnar
Rannsóknin miðaði að því að
leita svara við eftirfarandi spum-
ingum með það höfuðmarkmið að
finna leiðir til fyrirbyggjandi að-
gerða.
■Hver er tíðni spatts í íslensk-
um reiðhrossum?
■Liðskemmdir skv. röntgen-
myndum (hin eiginlega skil-
greining á spatti)
■Helti, fyrir og eftir beygipróf
■Hvert er sambandið milli
röntgengreiningar og helti?
■Er sjúkdómurinn arfgengur?
■Stafar spatt af of miklu álagi
á (ung) hross?
■Er spatt tengt byggingu og/
eða ganghœftleikum hrossa?
Efniviður
6 7 8 9 10 11 12
Aldur
Sköflungur 4. Hælbein 5. Völubein 6-8. Smábein hœkils 9. Leggur 10.
Hreyfiliður hœkils 11 - 13. Smáliðir hœkils (efsti-, mið- og neðsti) 14.
Djúpa beygisinin_________________________________
Auglýst var eftir þátttöku reið-
hesta á aldrinum 6-12 vetra og
sérstaklega var óskað eftir af-
kvæmum 17 fyrirfram valdra
stóðhesta þó einnig væri tekið á
móti hrossum af öðrum uppruna.
Faðemi allra hrossa í hálf-
systkinahópunum var prófað með
blóðflokkagreiningu.
Alls vom 614 hross skoðuð
víðs vegar á Suður-, Vestur- og
Norðurlandi. Þar af tilheyrðu 420
hálfsystkinahópunum, 144 vom
undan 83 öðmm þekktum stóð-
hestum en faðemi 50 hrossa var
óþekkt.
Meðalaldur var 7,9 ár og
aldursdreifingin er sýnd nánar á
mynd 2. Kynjaskiptingin var 24
stóðhestar, 403 geldingar og 187
hryssur.
Framkvæmd
Eftir að hrossin höfðu verið
skráð til þátttöku var lagður spum-
ingalisti fyrir eigendur þeirra varð-
andi umhverfisþætti í uppeldi og
við tamningu hrossanna. Einnig
var spurt um reiðhæfileika, þjálfun
og notkun. Nokkrir byggingar-
þættir, aðallega í gerð hækils, vom
mældir eða metnir. Afturfótahelti
var metin fyrir og eftir beygipróf á
hæklum, hæklamir vom þreifaðir
innanvert í leit að spatthnútum og
röntgenmyndir vom teknar af
báðum hæklum í þremur stefnum.
Niðurstöður og umrœður
Tíðni
Spatt var greint á röntgen-
myndum hjá 186 hrossum =
30.3%. Alls fundust röntgen-
breytingar í 306 fótum og ekki var
marktækur munur á tíðninni milli
hægri og vinstri fóta. Algengt var
að breytingar fyndust í báðum
afturfótum og liðskemmdimar
reyndust í flestum tilfellum út-
breiddar (meira en heill liðflötur
skemmdur). Skemmdimar vom
oftast í miðliðnum eða bæði í mið-
og neðstalið (mynd 1).
Spatthnútar fundust við
þreifingu hjá 191 hrossi = 31.1%,
oftar á hægri fæti en vinstri. Þeir
reyndust yfirleitt ekki vera eigin-
legir beinhnútar heldur myndaðir
úr hörðum bandvef.
Fyrir beygipróf greindist helti
hjá 41 hrossi = 6.7% en eftir
beygipróf reyndust 199 hross =
32.4% vera hölt á öðmm eða (í
færri tilfellum) á báðum aftur-
fótum. Ekki kom fram marktækur
munur á tíðni helti milli hægri og
vinstri afturfóta. í flestum tilfellum
(88.6%) var um væga helti að
ræða.