Bændablaðið - 17.02.1998, Síða 7
Þriðjudagur 17. febrúar 1998
Bændablaðið
7
Hestur röntgenmyndaður í spattrannsókninni. F.v. Per Eksell, Inga María Stefánsdóttir og hesteigandinn, Halldór Halldórsson.
Áhrifaldurs
Tíðni röntgenbreytinga jókst
jafnt og þétt með aldri (mynd 3),
frá 18.4% hjá 6 vetra hrossum í
54.2% hjá 12 vetra hrossum.
Aldur hafði hins vegar ekki
marktæk áhrif á tíðni spatthnúta
eða helti.
Þessar niðurstöður endur-
spegla þá staðreynd að lið-
skemmdir sem einu sinni hafa
greinst á röntgenmyndum geta
ekki gengið til baka og ný tilfelli
bætast stöðugt við. Heltin getur
hins vegar komið og farið og til-
fellin safnast því ekki upp á sama
hátt.
Samband röntgenbreytinga og
annarra einkenna
Hross með röntgenbreytingar
höfðu marktækt hærri tíðni af
spatthnútum og helti en hross sem
ekki höfðu liðskemmdir sjáanleg-
ar á röntgenmyndum (tafla 1,
mynd 4).
Þó samband röntgenbreytinga
og helti sé nokkuð sterkt og töl-
fræðilega marktækt eru mörg
hross aðeins með annað þessara
einkenna. Þetta stafar annars
vegar af því að beygipróf er ekki
sérhæft próf fyrir spatt og því get-
ur verið að einhver hluti þeirrar
helti sem kom fram hafi verið af
öðrum orsökum. Hins vegar er
ekki hægt að greina spatt með
röntgenmyndatöku á fyrstu stig-
um sjúkdómsins þó helti geti
komið fram á þeim tíma. Það er
því líklegt að einhver hluti
þessara hrossa sé með sjúk-
dóminn á byrjunarstigi.
Það er athygli vert að "aðeins"
helmingur hrossanna sem höfðu
röntgenbreytingar sýndi helti eftir
beygipróf en spatt virtist ekki hafa
merkjanleg áhrif á hina. Hins
vegar gefur þessi rannsókn ekki
upplýsingar um hvað síðar verður,
þ.e. hvort hrossin eigi eftir að
verða hölt af þessum orsökum.
Það er að sjálfsögðu mjög áleitin
spuming í hrossaviðskiptum.
Vonast er til að langtímarannsókn
sem nú stendur yfir gefi vís-
bendingar þar um.
Kannað var hvort útbreiðsla
liðskemmdanna eða aðrir þættir
sem hægt er að meta með
röntgenmyndum, hefðu áhrif á
tíðni helti. Svo reyndist ekki vera.
Því er líklegt að aðrir þættir séu
afgerandi fyrir það hvort spatt
valdi helti, t.d. hversu stöðugir
liðirnir eru, afturfótahreyfingar
eða einstaklingsbundinn munur á
sársaukaþoli.
Arfgengi
Arfgengi er skilgreint sem
hlutfall erfðabreytileika af heild-
arbreytileika eiginleika.
Arfgengi var reiknað út fyrir
fjóra eiginleika (mynd 4):
1) röntgenbreytingar, 2) helti
(eftir beygipróf), 3) röntgen-
breytingar og helti og 4) röntgen-
breytingar eða helti.
Notaðar voru tvær reikniað-
ferðir.
Feðralíkan þar sem fundinn er
breytileikinn milli hálfsystkina-
hópanna sem hlutfall af heildar-
breytileikanum.
Einstaklingslíkan sem nýtir
allar upplýsingar um skyldleika
hrossanna, einnig þeirra sem ekki
tilheyra hálfsystkinahópunum.
Föst áhrif aldurs og kynferðis
voru tekin með í reikninginn, þ.e.
leiðrétt var fyrir mismunandi
aldurs- og kynjadreifingu innan
afkvæmahópanna.
Niðurstöður hinna tveggja
reikniaðferða voru samhljóða, en
öryggi útreikninganna var meira
með einstaklingslíkaninu.
Eins og fram kemur í töflu 2
er arfgengi röntgenbreytinga ekki
marktækt hærra en 0. Arfgengi er
hins vegar marktækt hærra en 0
fyrir hina eiginleikana, hæst fyrir
helti, u.þ.b. 40%.
Sýnt var fram á jákvæða
erfðafylgni milli röntgenbreytinga
og helti og enn fremur jákvæða
fylgni umhverfisáhrifa og svipfars
fyrir þessa eiginleika.
I ljósi þeirra niðurstaðna sem
komu fram um arfgengi þess að
hross greinist bæði með röntgen-
breytingar og helti eða annað hvort
þessara einkenna og í ljósi þess að
svo hátt arfgengi kom fram á helti
er heildamiðurstaðan sú að spatt sé
arfgengur sjúkdómur. Hin miklu
aldursáhrif á tíðni röntgen-
breytinga skýrir hugsanlega lágt
arfgengi á þeim. Útreikningum á
arfgengi verður væntanlega haldið
áfram á næstunni.
Aðrir áhœttuþœttir
(bráðabirgðaniðurstöður)
Sem fyrr segir hafði aldur
hrossanna áhrif á tíðni röntgen-
breytinga sem hækkaði um 5.1%
með hverju ári frá 6-12 vetra aldri.
Hryssur reyndust hafa 6.9% lægri
tíðni á röntgenbreytingum en
hestar (geldingar og stóðhestar).
Hom hækilsins reyndist einnig
hafa áhrif en tíðnin hækkaði eftir
því sem homið mældist krappara.
Aðrir áhættuþættir sem kannaðir
vom höfðu ekki marktæk áhrif á
tíðni röntgenbreytinga (95%
öryggismörk).
Aðeins einn af þeim þáttum
sem kannaðir vom reyndust hafa
marktæk áhrif á tíðni helti en það
var þátttaka í kynbótasýningum.
Sýnd hross reyndust að jafnaði
síður hölt en hross sem ekki höfðu
komið fram á þeim vettvangi.
Þátttaka í keppni hafði áhrif á
tíðni röntgenbreytinga samhliða
helti þar sem hross sem höfðu
tekið þátt í harðri keppni höfðu
lægsta tíðni eða 3.1% lægri tíðni
en þau hross sem aldrei höfðu
tekið þátt í keppni. Hross sem
tekið höfðu þátt í léttri keppni án
verulegs undirbúnings höfðu hins
vegarl2.4% hærri tíðni. Ganghæfi-
leikar höfðu einnig áhrif á tíðnina.
Þannig höfðu klárhestar sem tregir
em til að tölta og skeiðlagnir
töltarar hærri tíðni en hestar sem af
eigendum sínum voru taldir vera
góðir töltarar.
Niðurlag
Niðurstöður rannsóknarinnar
staðfesta að spatt er mjög algengur
sjúkdómur í íslenskum hrossum.
Þó einkennin séu oft á tíðum væg
er sjúkdómurinn alvarlegt vanda-
mál í ljósi þess að íslenski hestur-
inn er í háum verðflokki og þarf
því að standast miklar gæðakröfur.
Líklegt má telja að til langs
tíma litið sé mögulegt að lækka
tíðni sjúkdómsins með markvissu
kynbótastarfi sem byggi á helti-
prófi sem fylgt yrði eftir með
röntgenmyndatöku. Uppbyggileg,
jöfn þjálfun hrossa er einnig
líkleg til að hafa jákvæð áhrif.
6 7 8 9 10 11 12
Aldur (ár)
Spatthnútar Helti fyrir beygipróf Helti eftir beygipróf
Hross með 53.8% 14.5% 54.3%
röntgenbreytingar n=100 n=27 n=101
n=186
Hross án 21.3% 3.3% 22.9%
röntgenbreytinga n=91 n=14 n=98
n=428
Tafla 1. Samband röntgenbreytinga og klínískra einkenna.