Bændablaðið - 17.02.1998, Side 14
14
Bœndablaðið
Þriðjudagur 17.febrúar 1998
Metrinch handverkfæri
Björn Baldvinsson, Stórateig 25,
Mosfellsbæ, símar 566 6391,
896 6391 og 852 7343
4 Einstök handverkfæri 4 Notaður
er sami lykillinn/toppurinn á
tommu og millimetra bolta og rær
4 Næstum útilokað er að
eyðileggja rær og boltahausa, þar
sem álagið kemur aðeins á slétta
fleti boltans/róarinnar 4 Metrinch
verkfærin eru fyrst og fremst
hönnuð og gerð fyrir fagmenn 4
Metrinch verkfærin ættu að vera til
á öllum íslenskum sveitabæjum.
Verðlækkun með Vildarkjörum
Samningar okkar við fjölmörg fyrirtæki lækka verð á vörum og
þjónustu til hagsbóta fyrir áskrifendur Vildarkjara.
Þú gerist áskrifandi meö símtali, faxi eða bréfi. Ókeypis áskrift veitir
aðgang að samningum Vildarkjara og þú færð fréttabréfið fullt af
góðum tilboðum - kostnaðar- og kvaðalaust. Skoðaðu heimasíðu
Vildarkjara á Internetinu.
Búvélatilboð-Vinnufatnaður-Perur-Tölvukennsla/fjarnám- Málning -
Tölvukennsla/videospólur - Margvísleg kennsluforrit -Tölvupakkar-
Tryggingar - Farsímar - Rafgeymar - Hleðslutæki - Byggingarvörur
-Rafgirðingar/kennsluvideo- Hjólbarðar-Loftpressur -
Áburðartilboð?
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík. Sími 553 5300. Fax 553 5360.
Netfang: vildarkjor@islandia.is Heimasíða: http://www.islandia.is/~vildarkjor
Leiðrétting
í frásögn af ferðaþjónustu-
fyrirtækinu í Reykjanesi við Djúp,
sem birtist í síðasta tölublaði,
misritaðist myndatexti af mönnum
að hefja smíði á sólpalli. Þeir sem
sjást á myndinni eru bændumir
Jón Helgi Karlsson, Bimustöðum,
og Kristján Kristjánsson, Hrúta-
nesi.
Lífsreyndur
bíll til sölu
Lada Samara 1500, árg. 1991.
Gott staðgreiðsluverð. Uppl. í
síma 557 6174.
Framhald af bls. 4
og á ámm áður. Ávinningurinn af
slíku sé miklu minni en skaðinn.
M.a. fari þetta mjög illa með
gæðaímynd kindakjötsins sem er
að byrja að ná sér aftur á strik eftir
margra ára lægð sem stafaði
einkum af sölu á gömlu pokakjöti.
Hins vegar sé allt í Iagi að styðja
við bakið á þeim sláturleyfishöfum
sem hafi áhuga á að lækka ein-
hverja tiltekna kindakjötshluta í
einhvem tiltekinn tíma. Sú aðstoð
gæti t.d. verið í formi styrks til
auglýsinga á slíku átaki.
Afar mikilvægt er að halda
uppi öflugri markaðsstarfsemi.
T.d. í formi auglýsingaáreitis,
kynninga í verslunum, samvinnu á
sviði markaðsmála með slátur-
leyfishöfum og verslunum og öðm
því sem að gagni má koma.
Þá er mikilvægt að leggja
áherslu á að lækka slátur- og heild-
sölukostnað. Margir halda því
fram að sláturkostnaður á kinda-
kjöti haldi að hluta til uppi öðmm
kjöttegundum og verður slíkt að
teljast óviðunandi fyrir sauðfjár-
bændur. Einnig er afar mikilvægt
að hagræða sem mest má verða á
vinnslustiginu og sölu- og
dreifingastiginu. Þetta em mál sem
mikilvægt er að finna leiðir til úr-
bóta á og taka þarf föstum tökum.
Hugsanlegur hvati til aukinnar
sölu á kindakjöti væri að vaxta-
gjald yrði greitt út á slátrað kg.
Einhverjir verða auðvitað að
geyma kjötið í svo og svo langan
tíma en sú ábyrgð ætti að
dreifast,sjálfkrafa nokkuð jafnt á
alla sláturleyfishafa. Vaxtagjöld
sem eingreiðsla skapar meiri sölu-
þrýsting á markaðinum. Það er
afar mikilvægt að losa um alla
hvata sem geta leitt til þess að
sláturleyfishafar kunni að sjá sér
hag í að geyma kindakjötið í stað
þess að selja það.
Mikilvægt er að fá sláturleyfis-
hafa til að forvinna ærkjöt í slátur-
tíð. Það er nokkuð ljóst að ærkjöt-
ið selst mun betur ef það er for-
unnið í sláturtíð, engu að síður
gerðu afar fá sláturhús slíkt í ný-
liðinni sláturtíð. Einkum er borið
við skorti á starfsfólki. Vinna þarf
að því að sannfæra sláturleyfishafa
um hið aukna sölugildi sem for-
unnið ærkjöt hefur þannig að þau
telji vinnu því samfara svara
kostnaði. í stað þess að ám sé
slátrað á einu bretti á t.d. einni
viku, þá mætti kannski taka tvær
vikur í það þar sem slátrað væri í
þrjá daga og kjötið unnið næstu
tvo daga þar á eftir, eða eitthvað
slíkt.
Afnám útflutningsskyldu á ær-
kjöti. Talið er að heimaslátmn á
ám hafi aukist, auk þess sem æmar
hafi frekar verið settar á, vegna
hás útflutningshlutfalls á ám sl.
haust. Það er ekki skynsamlegt að
halda áfram að selja ærkjöt úr
landi á meðan það er nánast verð-
laust í útflutningi. Ef taka á kjöt af
þessu tagi út af markaði þá verður
slíkt átak að dreifast jafnt á allar
kjötgreinamar. Ástæðulaust er að
sauðfjárbændur einir leggi slíkar
fómir á sig, a.m.k. ekki til lengdar.
Maria Dóra Þórarinsdóttir,
Morastððum, Kjós.
Ég er nú ekki mikið fyrir að
skrifa bréf, en grein þinni um
hunda og ræktun þeirra á íslandi,
er hreinlega ekki hægt að láta
ósvarað. Það er leiðinlegt þegar
menn skrifa svo fjálglega um efni
sem þeir hafa ekki meira vit á en
lesa má úr skrifunum.
Þó verð ég að segja að í grein
þinni kemur þú inn á nokkur atriði
þar sem ég er þér hjartanlega sam-
mála t.d. þar sem þú segir að temja
þurfi hunda eins og hross til þess
að þeir séu nothæfir. Og ekki ætla
ég að voga mér að mótmæla neinu
sem þú segir um þann ágæta mann
Gunnar Einarsson frá Daðastöðum
og starf hans við tamningar og
ræktun Border Collie hunda á ís-
landi.
En svo ferð þú að skrifa um ís-
lenska fjárhundinn og fólk sem er
að fikta við ræktun hans í skjóli
einhverra „ræktunarlaga". Það er
eins og að þú sért að skrifa um
svartagaldur, en ég segi nú bara,
sem betur fer hafa ýmsir aðrir,
ekki bara fáir bændur tekið að sér
að viðhalda ræktun íslenska
hundsins, annars væri sennilega
líkt á komið með honum og geir-
fuglinum. Ég vona að þú hafir
tekið eftir því að ég skrifaði ís-
lenska hundsins ekki fjárhundsins,
enda er hann ekki settur í flokk
með fjárhundum, þar sem hundum
er raðað niður eftir eiginleikum og
tegundum, heldur er hann
flokkaður sem Spitzhundur. Is-
lenski hundurinn er og hefur aldrei
verið neinn sérstakur fjárhundur.
Hann nýtist fyrst og fremst sem
rekstrarhundur á hvers kyns bú-
fénaði og farartækjum og fyrr á
tímum nýttist hann fjárbændum
einna best við að reka fé úr túnum
áður en girðingar urðu almennar,
þó að auðvitað væri alltaf til einn
og einn sem hefði meiri hæfileika
og fengi betri tamningu en aðrir.
Hvað stærð íslenska hundsins
varðar er ég persónulega sammála
þér að hann er tíðum full smár, en
hlaupageta hans er þó alveg ótrú-
leg miðað við stærð, og þrautseigja
og dugnaður hundsins er mjög
mikil, en eins og þú kemur inn á þá
er kannski eins gott að honum
takist ekki að hlaupa jafn hratt og
kindumar því þá tvístrar hann
þeim ekki á meðan.
En höldum áfram með ræktun-
armálin, þú tekur þetta fína dæmi
með kynbótahrossin og telur að
það geti nú ekki farið vel ef við
ræktum hrossin eingöngu eftir
byggingu. Þú þorir ekki að hugsa
þá hugsun til enda, en þorir þú að
hugsa þá hugsun til enda ef við
ræktuðum bara eftir hæfileikadóm-
um, nei það yrði jafn skelfilegt.
Alvarlegir ræktendur hafa það að
markmiði sínu að rækta hvor
tveggja hæfileika og gott sköpu-
lag, það er verðugt markmið hvort
sem er í hundarækt eða hrossa-
rækt. Þú hlýtur nú að vita að bygg-
ing gildir til helminga á móti hæfi-
leikum í kynbótadómum hrossa.
En hvaða sjónarmið skyldu
ráða þessu, jú ekki viljum við
rækta og erfðafesta í ræktun okkar
ýmsa galla sem gera það að
verkum að dýrin endast ekki eðli-
legan líftíma til vinnu. Sem dæmi
um galla í hundum er t.d.
eineistungur, mjaðmalos, arfgeng
blinda (PRA), yfir- og undirbit
tanna og fleira. Það er nú einu
sinni þannig að gallar erfast eins
og kostir og tamning og þjálfun
erfist því miður ekki. Hundarækt-
arfélög eins og önnur búfjárræktar-
félög annast skráningu og geymslu
upplýsinga varðandi ættir, upp-
runa, arfgenga sjúkdóma og þess
háttar. Þú hefur kannski heyrt
þessa auglýsingu: „Rétt skráning
og gagnavarsla í búfjárrækt er
undirstaða til framfara í ræktun
viðkomandi búfjár". Ég tel þetta
eiga jafn vel við hundarækt eins og
ræktun t.d. hrossa eða kinda.
Enda eru skoskir Border Collie
ræktendur í svona ræktunar-
félögum og skrá hunda sína í þau
(I.S.D.S).
Það er t.d. undarlegt hve fáir
hreinræktaðir Border Collie hund-
ar eru til á íslandi miðað við þann
uppgang sem þú talar um, ef til eru
miklu fleiri hundar en þeir sem
eru skráðir, því eru þessir hundar
þá ekki skráðir einhvers staðar svo
hægt sé að nota þessi dýr í ræktun.
(Þeir sem ekki vilja skrá hunda
sína eru um leið að standa ræktun
stofnsins fyrir þrifum).
Svo þú skiljir fullkomlega
hvað ég er að fara þegar ég tel svo
nauðsynlegt að hafa staðfestar
ættir hunds, (ekki bara frá eiganda)
þá ætla ég að segja þér smá sögu.
Jón íjárbóndi á Hóli sér auglýsta
til sölu Border Collie hvolpa í
Bændablaðinu. Þar sem nýlega
hafði verið keyrt yfir gamla hund-
inn hans Jóns og Jón hafði séð
hvað Border Collie hundar geta
gert fyrir mann, ákvað Jón að
hringja og kaupa hvolpinn, hvolp-
urinn á að kosta 10.000 kr. Jón
sendir greiðsluna og fær hvolpinn
sendan um hæl í pappakassa með
næstu rútu. Jæja, Jón er nú búinn
að kaupa fjárhundinn og hvolpur-
inn er svartur og hvítur. Jón tekur
málið svo alvarlegum tökum að
hann viðar að sér öllum upplýsing-
um sem hann nær í um uppeldi og
þjálfun Border Collie hunda. Hann
meira að segja lætur bólusetja
hvolpinn og gefur honum ormalyf,
svo kaupir hann rándýrt fóður sem
er selt í Kaupfélaginu (innflutt).
Já, frúnni hans Jóns er bara ekki
farið að lítast á blikuna. Svo líður
og bíður og nú er svo komið að
Jón er bara að bíða eftir því að geta
hafið þjálfunina og hann ætlar sko
ekki að klúðra þessum hundi, svo
hann heldur hvolpinum frá kindum
fyrstu 7-9 mánuðina. Svo skráir
Jón sig á námskeið á Hvanneyri og
fullur eftirvæntingar fer hann með
hundinn góða á námskeiðið. En
viti menn, þegar hundurinn sá
kindumar á Hvanneyri hafði hann
engan sérstakan áhuga á þeim,
hinir hundamir vom miklu meira
spennandi. Jón snéri sneyptur
heim með áhugalausan hundinn
sinn, heilt ár í hundauppeldi var til
einskis. En hvað gerði Jón
vitlaust,? Ekki neitt, nema vera
þess fullviss að hann væri að
kaupa réttan hund, og svona ódýr
hvolpur er varla góð ræktun. Jón
fréttir það seinna að kannski var
pabbinn ekki alveg hreinn Border
því sennilega var hann undan
graðnaglanum á næsta bæ. Jón
ætlar nú ekki að láta svona lagað
henda sig aftur, svo hann bregður
sér til Skotlands og kaupir tilbúinn
hund.
Hundasýningin Cmfts sem
haldin er árlega í Bretlandi er
stærsta hundasýning í heimi og á
sýninguna eru að jafnaði skráðir
19-23.000 hundar af öllum
heimsins hundakynjum. Gestir
sýningarinnar telja milljónir
manna og er sjónvarpað beint frá
sýningunni á BBC, en Steinari og
skoskum félögum hans finnst þetta
bara kómedía. Gæti ekki verið að
fyrst þið eruð á svo öndverðum
meiði við milljónir manna að þið
séuð kannski bara með einhvem
molbúaþankagang, en þó var nú
einhver áhugavottur hjá ykkur
fyrst þið kveiktuð á sjónvarpinu til
að horfa á Crufts. Það sem
dómarar em að dæma á svona
sýningum er nánast alveg það
sama og kynbótadómari dæmir
þegar þú stillir merinni þinni upp
fyrir framan hann og hleypur svo
með hana fram og til baka. Það
væri nú óskandi að jafn vel væri
búið að sýnendum kynbótahrossa
eins og sýnendum hunda. (Sérstak-
lega varðandi umgjörð og tíma-
skipulag).
Það er nú einu sinni þannig að
hundaræktanda er algjörlega í
sjálfsvald sett hvaða hund hann
notar til ræktunar, hann getur valið
hund sem var í 1. sæti á síðustu
hundasýningu eða hund sem var
númer 1 í síðasta veiðihundaprófi,
eða sem vann poraleitarkeppnina,
eða hundinn sem vann fjárhunda-
keppnina á Hesti, eða bara hund
sem hefur réttu ættina og þú þekkir
vinnueiginleika hans. En allavega
setur ábyrgur ræktandi sem skil-
yrði að hundurinn sem hann ætlar
að nota sé með vottaða ætt og upp-
mna. Þessar upplýsingar sækir
ræktandinn til ræktunarfélags, því
auðvitað þekkir hann ekki alla
hunda persónulega og eigendur
þeirra. En svo er nú alltaf til fólk
sem notar bara hundinn á næsta
bæ, því það er svo handhægt, en
það er auðvitað ekki ræktun.
Elstu skráðu heimildir sem til
em um fjárhundakeppnir em frá
árinu 1873, eða frá 9. október á
Bala í Englandi en þar var haldin
fjárhundakeppni og sigurvegari
keppninnar var Hr. William
Thomson með sinn skoskræktaða
hund Tweed. Tweed var stæltur
hundur, svartur með hvít og gul
merki (kraga, tým og sokka) og
það er einnig tekið fram að þessi
hundur Tweed fékk einnig fegurð-
arverðlaun keppninnar.