Bændablaðið - 17.02.1998, Síða 16
16
Bændablaðið
Þriðjudagur 17. febrúar 1998
Eftirfarandi grein er skrifuð til að vekja menn til umhugsunar um það hvernig við höfum
"innréttað" það "landbúnaðarkerfi" sem við búum við og hversu skakkt það er orðið
gagnvart bændum sjálfum og sláturleyfishöfum. Greinin er ekki skrifuð til að ráðast á
útflutningssláturhús né aðra þá aðila sem fara með málefni sem varða útflutning
kindakjöts fyrir hönd bænda og hins opinbera. Það skal tekið fram að greinin byggir á
persónulegum skoðunum undirritaðs og hefur ekki hlotið umfjöllun í stjórn KEA.
skap og útflutning dilkakjdts
Helgi Jóhannesson, forstööumaöur
Klðtlðnaðar KEA.
í sambandi við útflutning
kindakjöts hvet ég til raunsærrar
umræðu í stað þess að upphrópa nú
enn einu sinni að stór útflutningur
sé lausnarorðið í íslenskum sauð-
fjárbúskap og rétt handan homsins.
I framhaldinu kann einhver að telja
skoðun mína varðandi útflutning á
dilkakjöti vera bölsýni og til þess
eins fallna að draga mátt úr þeim
sem standa í útflutningi og öflun
nýrra markaða. í því sambandi
tala ég fyrir og er mjög fylgjandi
útflutningi, útflutningi sem byggir
á eigin forsendum en ekíci á
„skakkri“ mynd sem m.a. er orðin
til vegna samkeppni um innlegg á
heimamarkaði með „kerfisvillu“
sem hjálpartæki.
Hvers vegna útflutningur
Við búum við offramleiðslu á
kindakjöti þ.e. framleiðum meira
en Islendingar neyta. Til að svara
því höfum við fundið upp ógegn-
sætt, flókið og þungt miðstýrt kerfi
sem leiðir til óhagræðingar og
þarfnast breytingar.
Það er skoðun flestra að út-
flutningur á kindakjöti verði áfram
mjög takmarkaður frá Islandi, ekki
síst vegna framleiðslukostnaðar
sem orsakast af landfræðilegum
aðstæðum og þess að verð á kjöti
frá Nýja Sjálandi og Ástralíu mun
áfram leiða heimsmarkaðsverð.
Samkvæmt nýlegri skýrslu
Byggðastofnunar er skilaverð til
bænda í Nýja Sjálandi og Ástralíu
á bilinu 150-180 kr/kg. samkvæmt
OECD. Þrátt fyrir að hærra sölu-
verð muni fást fyrir íslenska fram-
leiðslu í framtíðinni vegna gæða
hennar og sérstöðu er slátur-
kostnaður hér á landi það hár að
skilaverð til bænda verður eitthvað
sambærilegt þ.e. 150-180 kr/kg.
Mat flestra er að bændur hér á
landi muni ekki geta lifað á því út-
flutningsverði til framtíðar þrátt
fyrir aukna framleiðslu. Á nýlegri
skýrslu Hagþjónustu landbúnaðar-
ins (ágúst 1997) er að skilja að
ljósið sé framundan í útflutningi
þar sem gott verð sé að fást á er-
lendum mörkuðum. Hvers vegna
ekki að rökstyðja þetta nánar?
Hvaða ljós er framundan og hvaða
meðalverð geta íslenskir bændur
reiknað með að fá í framtíðinni
fyrir útflutning sinn? Einnig væri
hægt að snúa dæminu við og
spyrja: Hvaða skilaverð þurfa ís-
lenskir bændur að fá fyrir útflutn-
ing sinn svo þeir geti lifað af, hætt
að ganga á eignir sínar, borgað sér
laun eins og aðrir og þróað
fyrirtæki sín áfram?
Hvernig virkar
útflutningskerfið
Utflutningskvóti kindakjöts er,
gróft sagt, það magn framleiðslu
sem er umfram innanlandsneyslu.
Framleiðslan 1996 var um 8000
tonn en innanlandsneyslan nokkru
minni. Útflutningshlutfall fyrir
dilkakjöt var samkvæmt því
ákvarðað 13% (með ýmsum
undanþágum) eða 790 tonn af
framleiðslu ársins 1997 fyrir út-
flutningsárið 1. nóv.1997 til 31.
okt. 1998.
Á íslandi ber hver ffamleið-
andi (bóndi) ábyrgð á útflutnings-
skyldu sinni í því hlutfalli sem
okkar myndi því stórversna sam-
hliða aukinni framleiðslu annars
staðar á landinu. Hvemig má
þetta vera!? Hvemig geta eyfirskir
bœndur og við sem sláturleyfis-
hafiar unað því?
Kjötiðnaður KEA slátraði um
26 þúsund dilkum eða um 418
tonnum 1996 sem er um 6,3% af
markaði að ræða. Þar sem búvöru-
samningurinn rennur ekki út fyrr
en árið 2000 er þó ekki líklegt að
útflutningur verði gefinn frjáls.
Kjötiðnaður KEA getur því ekki
gert annað til að verja stöðu sína
og bænda á framleiðslusvæði KEA
en að ákalla þá um að auka fram-
leiðslu sína eins mikið og þeir geta
og það í hvelli, þar sem það muni
þýða aukningu í innleggi hjá Kjöt-
iðnaði KEA, sem við þörfnumst
svo mjög, en eitthvað hærri út-
flutningsskyldu á landsvísu, sjá
dæmið um bændur á Melrakka-
sléttu. Ef allir sláturleyfishafar
gera þetta á sama hátt sjáum við
hvert stefnir. Kerfið rekur okkur í
aukna heildarframleiðslu og við
munum sjá verð fyrir útflutning
fara lækkandi.
Rétt er í þessu sambandi að
staldra aðeins við og hugleiða út-
flutningskvótann - 790 tonn-
reiknað yfir í DIA. Af þessum 790
tonnum eru flutt um 400 tonn til
Færeyja (þarf ekki ESB leyfi), 50
tonn á Japan (þarf ekki ESB leyfi)
og því aðeins um 350 tonn sem
fara á aðra markaði svo sem til
landa Evrópusambandsins og/eða
Ameríku. Stærðargráða þessa út-
i
i.t .zr •
aðilar búvörusamnings leggja til
og landbúnaðarráðherra staðfestir.
Bændur standa því allir sem einn
samtryggðir fyrir útflutningnum.
Útflutningskerfið er þó fram-
leiðslulega frjálst sem þýðir að
framleiðendur mega framleiða eins
mikið af dilkakjöti og þeir vilja
óháð neyslu innanlands. Með
öðrum orðum, ef einn tekur sig út
úr og eykur framleiðslu sína þurfa
allir bændur að auka útflutning
sinn sem nemur viðbótinni hafi
innanlandsneyslan ekki aukist.
Til að sýna hvemig kerfið
virkar getum við hugsað okkur
eftirfarandi dæmi: Ef bœndur á
Melrakkasléttu ykju framleiðslu
sína um 1000 tonn þyrfti út-
flutningskvóti kindakjöts að aukast
u.þ.b. 13% á landsvísu. Þetta
þýddi jafnframt að Kjötiðnaður
KEA, sem hvergi kom nœrri, þyrfti
að auka útflutning sinn um 35 tonn
og þar af leiðandi að kaupa enn
meira kjöt frá öðrum sláturleyfis-
höfum til þess útflutnings. Staða
landsframleiðslu ársins. Kjöt-
iðnaður KEA keypti á síðastliðnu
ári allt að 80 tonn frá öðmm slátur-
leyfishöfum til að anna þörfum
kjötvinnslu félagsins og út-
flutningsskyldu. Við erum sem
sagt í dag í þeim spomm að selja
allt okkar kjöt, að kaupa kjöt frá
öðmm sláturleyfishöfum til eigin
nota og til viðbótar að kaupa auka-
lega kjöt til útflutnings! Væri ekki
um útflutningsskyldu að ræða er
líklegt að Kjötiðnaður KEA gæti
greitt bændum hærra verð fyrir
innanlandsframleiðsluna.
Kjötiðnaður KEA bregst við
þessu með því að kalla annað
tveggja á frjálsan útflutning, það er
að leggja niður útflutnings-
skylduna, eða að öðrum kosti að
hefta aukna framleiðslu í núver-
andi kerfi. Þeir bændur og slátur-
leyfishafar sem vilja flytja út, hafa
til þess möguleika og geta greitt
bændum ásættanlegt verð, geri
það, en að öðm leyti verði um
samkeppni í sölu á innanlands-
flutnings er í dag einungis u.þ.b.
80 milljónir.
Er skilaverð til bœnda fyrir
útflutning ofhátt?
Islendingar hafa lengi flutt út
lambakjöt til Noregs og hafa þar
600 tonna útflutningskvóta gegn-
um EFTA-samninga. Norðmenn
viðurkenna eingöngu kjöt frá ESB-
viðurkenndum sláturhúsum og
dilka frá riðufríum svæðum. Liðið
útflutningsár borguðu Norðmenn
sig frá því að taka kjöt frá Islandi
(tóku ekki kjöt héðan en borguðu
fyrir það). Greiðslan var sem
svaraði ísl. kr. 50,- pr. kg. samtals
um 30 milljónir. Greiðslan miðast
við mun á skilaverði annars vegar
á mörkuðum innan Evrópusam-
bandsins og hins vegar þess sem
fengist hefði í Noregi. Fari þetta
kjöt hins vegar á Færeyjar er mis-
munur söluverðs þar og í Noregi
líkast til enginn og því ekki um
greiðslu að ræða frá Norðmönnum.
Útflutningshúsin hafa skipt þessari
greiðslu á milli sín í hlutföllum
svarandi til slátrunar húsanna af
riðulausum svæðum. Með þessu
móti hafa útflutningshúsin mögu-
leika á að greiða bændum hærra
skilaverð fyrir útflutninginn. Önn-
ur sláturhús sem ekki hafa viður-
kenningu ESB hafa orðið að borga
sömu verð og „ESB-húsin“ til að
halda sínu innleggi enda ljóst að
slagurinn snýst ekki eingöngu um
kjöt til útflutnings heldur einnig
um innlegg bænda fyrir innan-
landsmarkaðinn. Önnur sláturhús
hafa einnig greitt „ESB-húsunum“
kr. 25,- pr. kg. í svokallað skipti-
gjald fyrir að slátra til útflutnings.
Eins og fram kemur í ofan-
rituðu eru „Noregspeningamir"
m.a. notaðir til að halda uppi
óraunhæfu skilaverði til bænda á
landsvísu. Með óraunhæfu verði er
átt við að „Noregspeningamir"
munu ekki verða við líði um alla
framtíð til að greiða niður
útflutning á Evrópu. Ennfremur að
tap er á útflutningi sláturhúsanna
samkvæmt okkar útreikningum.
Strax í ár er ljóst að ekki em til 600
tonn af kjöti á Noreg og því ekki
líklegt að Norðmenn greiði fyrir
kjöt sem hvort eð er væri ekki
hægt að flytja til þeirra. Mikil
umræða hefur verið í gangi um
verð á kjöti til útflutnings og oftast
þar nefnd hæstu verð sem heyrst
hafa, jafnvel söluverð erlendis sem
þá á eftir að draga flutnings- og
sölukostnað frá. I fjölmiðlum er
oftast greint frá verðum sem fást
fyrir ferskt kjöt, sem eðlilega er
hærra en verð fyrir frosið, og flutt í
litlum mæli út í sauðfjársláturtíð.
Það er alveg ljóst að það em ekki
verðin sem verða greidd sem
meðalverð í framtíðinni. Ég met
það svo að bændur séu að setja á
og bæta við sig stofni í augna-
blikinu. Líkast til er það í von um
hærra útflutningsverð á næstu
ámm. Bændur eiga skilið að um-
ræðan um útflutning og fram-
tíðarskilaverð til þeirra sé raun-
sæ og ábyrg.
Á sauðfjárframleiðsla þá enga
framtíð fyrir sér?
Ég tel að sauðfjárframleiðsla
eigi ákveðna framtíð fyrir sér og sú
sé að mestu leyti íslensk. Dilka-
kjötið er eina kjötið sem er „látið
hörfa“ í útflutning af íslenskri kjöt-
framleiðslu. Neysla dilkakjöts hef-
ur farið minnkandi hér á landi um
3% á ári undanfarin ár. Líklega
verður erfitt að snúa við neyslu-
venjum hvað þetta varðar og því
má reikna með að báráttan snúist
um að halda markaðshlutdeild á
íslandi. Baráttan snýst því um að
lækka framleiðslu- og slátur-
kostnað, gera greinina í heild
hagkvæmari og stilla hana af
miðað við neyslu á íslandi frekar
en útflutning á röngum forsend-
um. Forsendum sem samkeppni
um innlegg á heimamarkaði
veldur en ekki raunverð á er-
lendum mörkuðum. Sauðfjárbú-
skapur mun líkast hörfa á komandi
árum og má í því sambandi benda
á nýútkomna skýrslu Byggða-
stofnunar um stöðu greinarinnar. í
þessu sambandi tel ég þó líklegt að
í framtíðinni verði sauðfjárbúskap-
ur mikilvæg stuðningsgrein við
kúabúskap en einnig við ýmsan
hlunnindabúskap annan.
Vonandi verður áfram um út-
flutning að ræða á framleiðslu
bænda en skilaverð til þeirra mun
ráðast af heimsmarkaðsverði en
ekki af tilbúnu verði á Islandi.
Gerum umræðuna um framtíð
sauðfjárbúskapar, útflutning og
skilaverð til bænda ábyrga, höfum
hana á faglegum og raunsæum
grunni svo ekki verði enn einu
sinni kallaðar upp glansmyndir um
útflutning „handan homsins" fyrir
hátt verð.