Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 Frá vinstri: Indriði Björnsson efnafræðingur, Lúther Guðmundsson búfræðingur og forstjóri Friggjar og Pétur Pétursson mjólkurfræðingur. Sápugerðin Frigg sjötug „ViO ffidnm að byggja upp nðnara samband vii bændup" - segir Lúther Guðmundsson, íorsjóri Friggjar Sápugerðin Frigg fagnar 70 ára afmæli sínu á þessu ári. Fyrirtækið framleiðir ýmis hrcinsiefni sem notuð eru bæði í búskap og í mjólkuriðnaði og nú er svo komið að fyrirtækið er í eigu búfræðings auk þess sem mjólkurfræðingur starfar hjá fyrirtækinu. Bændablaðið leit til fyrirtækisins nýlega. Núverandi eigendur fyrir- tækisins keyptu það af Skeljungi á síðasta ári. Meðan fyrirtækið var í eigu Skeljungs jukust umsvifin nokkuð að því leyti að framleiðsla á hreinsiefnum fyrir bfla jókst til muna. Fyrirtækið sem á Frigg ber nafnið Stikla og er annar eigenda þess fyrirtækis Lúther Guðmunds- son, sem er búfræðingur að mennt. Indriði Bjömsson efnafræðing- ur hjá fyrirtækinu segir að mikið sé lagt upp úr notkun umhverfis- vænna efna. „I vöruþróuninni reynum við að nota þau lífrænu efni sem brotna hvað auðveldast niður í náttúrunni þannig að okkar vörur séu umhverfisvænar,“ segir Hagfræðingur Bí til LánasjðOs landbúnaðarins Stjóm Lánasjóðs land- búnaðarins hefur ákveðið að ráða Guð- mund Stefáns- son, hagfræðing Bændasamtaka Islands, fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Guð- mundur er landbúnaðarhagfræð- ingur frá Landbúnaðarháskólanum í Asi í Noregi. hann og bætir því við að þau hreinsiefni sem notuð eru í mat- vælaiðnaði frá þeim séu vottuð af Hollustuvernd rflcisins. Fyrirtækið fékk nýlega fyrst íslenskra fyrirtækja hið virta nor- ræna umhverfismerki, svana- merkið, á nýja þvottaduftið Mara- þon milt. Þessi viðurkenning er vel þekkt á Norðurlöndum en hér á landi þekkja heldur fáir til þessa merkis. Indriði segist vonast til að þetta merki verði kynnt frekar hér á landi til þess að fyrirtæki hér á landi sækist frekar eftir því að fá þessa vottun. Pétur Pétursson mjólkurfræð- ingur hjá fyrirtækinu segir að verði sé að bæta við söluaðilum fyrir efni þeirra víða um land til að þétta þjónustunetið fyrir bænduma. „Við reynum að fara á þá staði sem bændumir koma á og bjóða þeim heildarlausnir. Ef þeir eru t.d. að kaupa básamottur, dráttarvélar eða varahluti þá geta þeir fengið hreinsiefni í leiðinni,“ segir hann. Mjólkur- og búfræðingamir telja að menntun þeirra hjálpi þeim að framleiða betri efni fyrir bænd- ur. „Við ætlum okkur að byggja upp nánara samband við bændur en við höfum verið í síðustu 70 árin. Við teljum okkur hafa skiln- ing á vandamálinu og til þess að búa til lausnir fyrir bændur ákváðum við að fara þessa leið,“ segir Lúther. Hann segir kröfurnar miklar og að þeir verði að reyna að fylgja þeim og vera í takt við vilja markaðarins. Pétur bætir því við að áður en hann hafi komið til starfa hjá Frigg hafi hann unnið með efni frá fyrir- tækinu bæði sem bóndi og sem starfandi mjólkurfræðingur. „Ástæðan fyrir því að ég sótti hér um vinnu er í raun góð reynsla af efnum frá Frigg,“ segir hann. Fulltrúar frá FEIF - samtökum félaga íslenska hestsins í Evrópu - komu til íslands fyrir stuttu til viðræðna við Bændasamtök íslands um uppbyggingu á alþjóðlegum gagnagrunn um íslenska hestinn. Frá FEIF komu Jens Otto Veje ræktunarfulltrúi FEIF og Clive Philips formaður nefndar sem ætlað er að staðla skráningar í aðild- arlöndunum með það að markmiði að koma upp einum samræmdum gagnabanka fyrir FEIF löndin. Bændasamtök Islands hafa komið sér upp öflugum miðlægum gagnagrunni, FENG, eins og kunnugt er. Með útgáfu á margmiðlunarforritinu íslandsfeng hafa hrossa- ræktcndur hér á landi og erlendis aðgang að þessum gagnagrunni. Notendur íslandsfengs eru nú í 14 löndum auk íslands, en forritið kemur á 4 tungumálum. Lengi hefur verið áhugi á því í aðildar- löndum FEIF að tengjast þessum gagnagrunni með einhverjum hætti þannig að íslensk hross fædd utan Islands komist einnig í gagnagrunninn. Með vel heppnaðri útgáfu á margmiðlunarforritinu Islandsfeng í desember hefur þessi áhugi aukist til muna og eru viðræður fulltrúa FEIF við Bændasamtökin fyrsta legum reifaði merki þess. Einnig var blaðamaður og vefstjóri þýska félagsrits ís- lenska hestsins í Þýska- landi, Das Islandpferde, staddur hér á landi í febrúar og átti þá viðræður við Jón Bald- ur Lorange, forstöðu- mann tölvudeildar Bændasamtakanna um uppbyggingu á alþjóð- gagnagrunni. í febrúar Dr. Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur, hug- myndir Bændasamtakanna um hvemig koma mætti upp slíkum gagnagrunni á Islandi og með hvaða hætti aðildarlönd FEIF gætu komið að því máli. Jón Baldur Lorange telur mikinn ávinning fyrir Bændasamtökin að taka myndarlega á þessu máli. Það eigi eftir að styrkja stöðu Islands sem upprunalands íslenska hestsins sem og að til lengri tíma litið eigi sala á Islandsfeng að geta orðið vænleg tekjulind fyrir samtökin. Til að byrja með þurfi Bænda- samtökin vissulega að leggja í töluverðan fjárfestingarkostnað í formi tölvubúnaðar og sérfræði- þekkingar á lausn vegna miðlægs gagnagmnns á Internetinu. Einnig þarf að bæta við starfsmanni í tölvudeild vegna þessa. Þetta eigi þó að geta orðið arðvæn fjárfesting til lengri tíma litið. Bændasam- tökin hafa fest kaup á Internet miðlara ásamt Oracle gagna- grunni. Jón Baldur hefur haldið á lofti hugmyndinni um alþjóðlegan gagnagrunn í tengslum við Einka- Feng og síðar íslandsfeng í við- tölum við hrossaræktendur erlendis. Að sögn Jóns Baldurs er það merkur áfangi á langri leið að hugmyndin um alþjóðlegan mið- lægan gagnagrunn um íslenska hestinn sé komin á framkvæmdar- stig. Byggt verður á Java lausn þar sem Java forrit keyrist upp á hverjum notanda í gegnum Inter- net vafrara (browser) sem síðan hefur samskipti við Oracle gagna- grunnsmiðlara Bændasamtakanna, sem staðsettur verður í Bænda- höllinni. Með þessu móti er unnt að hafa aðgang að gagnagrunn- inum hvar sem er í heiminum, eina skilyrðið er gott Intemet samband og Intemet vafrari. Hjónin Sigurbjörn Hjaltason og Bergþóra Andrésdóttir, bændur að Kiðafelli í Kjós, tóku formlega í notkun 520 fermetra fjölnota gripahús 20. febrúar sl. Húsið rúmar 240 fjár, allt að 70 nautgripi og 40 hross. Þar fer nú fram eldi dilka fyrir páskamarkað, bæði innlendan og erlendan, fyrir Sláturfélag Suðurlands. Þau hjónin hönnuðu húsið saman ásamt Magnúsi Sigsteinssyni sem jafnframt teiknaði bygginguna. Á myndinni eru þau hjónin í byggingunni. ATJANIIETRA A TOPPNUM! Á bænum Stóm-Ökrum í Skagafirði er að finna kú sem á sér langa sögu. Þó að hún sé komin vel við aldur mjólkar hún enn um 7-8 þús. lítra á ári og mjólkar engin kýr í fjósinu jafn mikið. Gunnar Sigurðsson bóndi á Stóru-Ökrum segir að 5 kýr undan henni séu komnar í gagnið og eru tvær þeirra nú mjólkandi í fjósinu við hlið móður sinnar. Að auki er á bænum kvíga undan henni sem fæddist í haust. Að auki hefur hann notað naut undan henni í tvígang og undan öðm þeirra fékk hann fimm kvígur. Kýr þessi er fædd 25. febrúar 1981 og er því nýorðin 18 ára. Sem dæmi um góða heilsu má nefna að hún er með 94 í afurða- og ættemis- einkunn. Þessi einkunn er þó eingöngu fyrir ættemi þar sem hún komst ekki í opinberar skýrslur fyrr en hún bar fyrst árið 1988. Gunnar segir ekkert benda til þess að hún ætli að láta undan síga. „Hún er mjög frísk og í fullri nyt. Hún er heldur ekki stór eða fyrirferðamikil, er reyndar minnsti gripurinn í fjósinu og hefur alltaf verið,“ segir hann. Gunnar segist vonast til þess að hún verði í fjósinu í nokkur ár í viðbót. „Á mínu búi hefur þessi kýr alltaf verið ein af þeim fimm afurðahæstu og oftast í 1.-3. sæti öll þau ár sem hún hefur mjólkað og er enn á toppnum,“ segir Gunnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.