Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 2. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 17 NOTAÐAR DRÁTTAR VÉLAR Case 485XL. 2x4. 1987. 2700 vst. 47 hö. Fast no. ZE- 423. Verð 650.000. Case XL.Dou 4x4. 1993, 2000 vst. 83 hö. AV-600. Verð 1.500.000 _ Case895 4x4. 1992. 3200 vst mA/edo FX15 tækjum. Verð 1.400.000 Case 580K. Traktorsgrafa 4x4. 1989. 9000 vst. Verð 1.100.000. Fiat 80-90. 4x4. 1987. 4000 vst. Verð 500.000. Fiat 8294 1994 4x4 PD-928. Verð 1.500.000. Steyr 80-90 4x4. 1986. 5100 vst 80 hö. Steyr tæki.framb. Verð 1.150.000. MF-350 2x4.1988. 2000 vst. ______Verð 600.000. MF-3060 4x4. 1988. M/Vedo tækjum. Ný afturdekk. Verð 1.600.000 Zetor 6245 4x4. 1989. Verð 370.000 11. Zetor 6211 1990. Verð 400.000 Zetor 7011.1984. AD-1392. Verð 250.000________ Zetor 7245 1987 4x4 með Alö tækjum ZJ-578. Verð 700.000 Zetor 6340 4x4.1995. M/Alo tækjum. Verð 1.570.000 Zetor7745 1991 4x4 Ný ámoksturstæki. Verð 1.000.000 IH. Árgerð 1978. Verð 100.000 Krone Turbo 2500 fjölhnífsvagn.m/vökva sópv.vökva bandi. Verð 300.000 Plógur þrískeri. Verð 200.000________ Mykjudæla. _______Verð 100.000 Fenth 307LSA 4x4. 1985 m/frambún. Nýuppt.gírk. Verð 1.050.000 Class heyhleðlsuvagn 1996. Verð 800.000 W ■■ BU JOFUR Krókhálsi 10 Sími 567-5200 M að samræmdu náiri og námsgrátnm fyrir rrið- kennara á NnrðnrMnnnm Um helgina var haldin ráðstefna og vinnufundur norrænna reið- kennara á Hólum. Þátttakendur komu frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Litlu munaði að ráðstefnan færi út um þúfur vegna veðurs og ófærðar. En allt fór vel og fólkið kom norður með flugi á laugar- dagsmorgun og fékk góðan vinnufrið á Hólum um helgina. Markmið með þessu starfi er að samræma heiti og námskröfur fyrir hin ýmsu stig hestamennsku, reiðmennsku og reiðkennslu sem og réttindi reiðkennara á norður- löndunum og jafnframt að þeim kröfum verði fylgt eftir með vottun og gæðastýringu. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir notkun og markaðssetningu íslenska hestsins. Við Hólaskóla er komin á formleg reiðkennaramenntun. Verður hún ásamt reynslu og starfi hinna norðurlandanna og Félags tamningamanna á þessum vett- vangi unnin saman í eitt skipulag, samnorrænar reiðmennsku- og reiðkennaragráður. Þama liggja jafnframt miklir möguleikar í að efla og treysta alþjóðlega stöðu reiðkennara- námsins við Hólaskóla og forystu Islands á þessu sviði. Aftari röð frá vinstri: Jón Bjarnason, Víkingur Gunnarsson, Eyjólfur ísólfsson, Bent Rune Skulevold frá Noregi, Kicki Flank frá Svíþjóð, Ólafur H. Einarsson, Sirpa Brompton frá Finnlandi. Fremri röð frá vinstri: la Lind- holm frá Svíþjóð, Jenny Mandal frá Svíþjóð, Dorte Rasmussen frá Dan- mörku, Karen Rasmussen frá Danmörku og Satu Paul frá Finnlandi. Nýr samningur sauðfjárbænda Nokkrar hugmyndir Dagbjartur Dagbjartsson, Refsstöðum, Borgarfirði. Um 1954 var mjög hart verkfall í landinu og eitt það helsta sem kom út úr því voru niður- greiðslur á landbúnaðarafurðir sem höfðu verið litlar eða engar áður og í nokkur ár eftir þetta var það vinsæll „félagsmálapakki" hjá ríkisstjómum að auka niður- greiðslur á mjólk og kjöti. Þá hét þetta styrkur við neytendur og var hugsað sem slíkt þangað til Jónas í D.V. fór að tala um styrki við bændur og satt að segja hefur mér í ljósi þessa fundist bera lítið á stuðningi frá verkalýðshreyf- ingunni í þeim þrengingum sem landbúnaðurinn hefur átt við að stríða á undanfömum árum. Nú stendur fyrir dymm nýr samningur sauðfjárbænda og ríkisins og ekki seinna vænna að leggja orð í belg um skiptingu kökunnar. í fyrsta lagi tel ég að núverandi greiðslu- markskerfi sé ónýtt og ekkert hægt að gera við það nema henda því. Því miður virðist mér að sumir hafi ekki áttað sig á því hvflíka gmnd- vallarbreytingu var farið í þegar verð á lambakjöti var gefið frjálst og greiðslumarkið hætti að vera ávísun á verðtryggingu fyrir ákveðið magn af kjöti. Að selja greiðslumark sem er ekki nema peningar finnst mér líkjast því að einn launamaður segði við annan: „Láttu mig hafa kaupið þitt næstu átta ár, ég skal borga þér það héma fyrirfram með ávísun." Auk þess tókst svo slysalega til að sumir fengu yfir 30% skerðingu en aðrir smá viðbót bara vegna þess að þeir áttu heima sitt hvom megin við fjall eða á. Það er til lítils að röfla án þess að benda á eitthvað í staðinn og er þá næst að gera grein fyrir mínum hugmyndum. ,“Sauðfjárbændalaun“ sem væru bundin ákveð- inni framleiðslu og lækk- aði í einhverjum tröppum (75% framleiðsla =75% laun, 50% fram- leiðsla=50% laun). Tröppumar mættu raunar vera fleiri. Þessi þáttur mætti gjaman hækka um einhver prósent í nokkur ár hjá ungu fólki sem er að hefja búskap. Með núgildandi kerfi sýnist mér að ungu fólki sé nánast gert útilokað að hefja sauðfjárbúskap nema um stórefnamenn sé að ræða en þeir hafa yfirleitt frekar áhuga á öðru. Þessi þáttur ca 50% af heildarstyrk. Ég ætlast til að þeir sem hafa selt greiðslumark á undanfömum ámm fengju ekki þessar greiðslur en hinsvegar gæti nýr ábúandi fengið þær. Beinn ásetningsstyrkur á hverja kind sem væri ca 20-25% af heildarstyrk og þyrfti að vera svolítið mishár eftir svæðum, allavega hærri á Vest- fjörðum og Norðausturlandi og mætti vera fleiri tröppur. Þennan styrk hef ég hugsað mér að allir fengju sem búa á lögbýlum, líka þó framleiðsla þeirra næði ekki lægsta stigi „sauðfjárbændalauna". Á þessum lið þarf þó að vera eitthvert þak og væri þá líklega skást að miða við búmarkið gamla. Beinar greiðslur á hvert kjötkfló ca 25-30% af heildarstyrk. Þessar greiðslur fengju allir innleggjendur lambakjöts hvort sem um væri að ræða bændur á lögbýlum eða frístundabændur í kaupstöðum því það er mikilvægt að gera alla lambakjötsneyslu sýnilega og ganga þannig frá málum að svarta- markaðssala sé ekki eftirsókar- verð. Þó erlendir markaðir séu að taka við sér má ekki gleyma því að ísland hlýtur alltaf að verða aðal- markaður okkar og það þarf að berjast af fullri einurð á innan- landsmarkaði, ég hef ekki trú á að svína- og kjúklingabændur skilji eftir pláss á markaðnum af ein- skærum góðvilja og tillitssemi. Eins og er virðist raunar líka ffekar vanta kjöt til að sinna erlendum mörkuðum svo mér sýnist allt í lagi að framleiðslan aukist nokkuð eins og nú horfir. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessar tillögur eru ekki gallalausar enda ekki settar fram sem einhver stórisannleikur. Hver sem niðurstaðan verður er nauð- synlegt að menn hafi eitthvert raunhæft val um hvort þeir búa stórt eða smátt og geti aukið bú þó það hafi verið dregið saman um tíma. Alltaf þarf að draga einhver strik og alltaf er einhver rétt við strikið öðru hvoru megin. Eftir því sem strikin eru fleiri og dregin á fleiri vegu eru minni líkur á að menn lendi vitlausu megin við þau öll. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt 165,7 œrgildi. UfskjOr bænda Jón Aöalsteinn Hermannsson, starfsmaður Skinnaiðnaöar hf. 1 Bændablaðinu 1. september 1998 segir Áskell Þórisson ritstjóri að fulltrúar á aðalfundi sauð- fjárbænda á Sauðárkrók, hafi verið og séu ánægðir með gildandi samn- ing rflds og sauðfjárbænda. I fréttum frá fundinum kemur fram að nýting fjármuna er til bú- greinarinnar fara þyrfti að vera betri. Viðskipti með beingreiðslur milli lögbýla verði gerðar mögu- legar og það þurfi að huga að nýjum samningi. Þeir samningar kæmu til atkvæðagreiðslu haustið 1999. Einnig var sagt að fjárbú- skapurinn væri alvöru atvinnu- grein. Af hverju segja menn svona og samþykkja ef samningurinn væri góður? Auðvitað er þessi samning- ur með ótrúlegum ákvæðum, sem eru búin að fara illa með sveitafólk sem býr með sauðfé. Hver var meiningin með þessum lokadegi viðskipta með beingreiðsluréttinn l.júh' 1996? Nú er fallinn dómur í Hæsta- rétti, allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Slæmt ástand er vegna þess að ekki er hægt að versla með réttinn eins og í kúabúskapnum. Þetta atriði fer sem rauður þráður í gegn um skýrsluna „Úttekt á lífs- kjörum bænda.“ Þar er gert ráð fyrir að hætt verði smásaman að greiða beingreiðslur til „hobbý- bænda" upp að bústærð 120 ær- gildi, þ.e. greiðslur hætti árið 2001 til 60 æg„ 90 æg. árið 2003 og til 120 æg árið 2005. Bændasamtökin sjálf ákváðu 1995 að 180 til 420 væri þau bú er þyrftu að stækka og fengu endurúthlutun 10 ærgildi hvert. Ég spyr: Hvaða bændur koma til með að hafa atkvæðisrétt um nýjan fjárbændasamning? Hvaða tilgangi hefur viðskipta- bannið yfirleitt þjónað? Búseta í dreifbýli stendur og fellur með alvöru búskap en ekki með „hobbýbúskap" og fullyrðingar í leiðara Bændablaðsins 10. nóvember um hið gagnstæða eru rakalausar með öllu. Hvert er annars hlutverk fjárbúskapar á nýrri öld? Kærkomið væri að for- ystumenn í landbúnaði skilgreindu það. Er það ásættanlegt hve margir er landbúnað stunda eru með tekjur undir fátækramörkum? Ákvæðið um 0,6% ásetnings- kvóta ætti að falla niður. búið er að fara illa með suma bændur og færa útflutningsskylduna á færri herðar (gjaldeyrisöflunina), lækka tekjur hjá þeim er ekki hafa fjölgað fé, án þess að búa við 0,6% regluna, sem er brot á jafnræðisreglunni. Stjóm Bændasamtakanna bar ekki gæfu til þess að nýta þá fjár- muni er Alþingi úthlutaði bú- greininni 1998 og ónýttist bein- línis vegna ákvæða í samningnum sjálfum. Nú í febrúar verður þessum fjármunum úthlutað til allra bænda, vegna skulda rflds frá 1992-96 vegnajarðræktarlaga. Það er ánægjulegt þegar bændur geta stutt svona hver við annan. Nú skellur yfir sauðfjárbændur mesta verðfall sögunnar á gærum og mikið verðfall á ull. Þetta ætti að kenna bændum að rétt er að eiga sjóði til að mæta óvæntum áföll- um. Ef þetta er ekki nauðsynlegt í fjárbúskapnum, þá er það hvergi nauðsynlegt. Rökin um að landbúnaðarjörð- um í sveitum megi ekki fækka eiga ekki lengurvið. Búseta í dreifbýli er nú mögu- leg án búskapar. Það er enginn dauðadómur fyrir dreifbýlið þó hætt sé að eyða af beingreiðslufénu til tómstundabænda 670 að tölu, er nær allir búa í nágrenni þéttbýlis- staða. Hvert er markmið bein- greiðsla? Uppbætur á lélegar atvinnutekjur við annað en smábúskapinn með sauðféð? Öflug og vel rekin bú af hóf- legri stærð er það sem koma skal. Fjármagn til þeirra búa mun aukast ef hugmyndir lífskjaranefndarinnar ná fram að ganga, niðurstaða henn- ar þarf engum að koma á óvart og tillögur nokkuð samhljóða fundar- samþykkt sauðfjárbænda. Hér er í raun teflt um framtíð sauðfjárbú- skaparins. Aðgerða er þörf strax. Um 600 bændur gera ekki ráð fyrir að neinn taki við búskap á þeirra jörð er þeir hætta sökum aldurs. Samkvæmt samningnum falla beingreiðslurnar þá niður og eiga að renna til markaðsaðgerða! Landbúnaðarráðherra verður að taka á málinu, honum ber að gera það. Eftirmáli: Orðaforði; er kemur greininni ekki beint við Bændur-Fjárbændur- Sauðfjárbændur- Sauðfjárbúskapur-Sauðfjárrækt -Búseta -Dreifbýli-Menning- Ferðaþjónusta.-Landgræðsla- Búsetulandslag-Girðingar- Jarðrækt -Þjónusta- Iðnaður- Matvælaframleiðsla -Ullar, Skinnavörur-Klæðnaður-Tíska- Skjólfót -Handverk-Útflutningur -Gjaldeyrir.(Fátækt!!). Nei. Janúar 1999 Til upplýsinga : Úr samningi um sauðfjárafurðir. 1. kafli. Árið 1995. Markmið þessa kafla er að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni sauðfjárframleiðslu til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur og neytendur. Að teysta tekjugrundvöll sauðfjárbænda, að ná jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða, að sauðfjárrækt (sauðfjárbúskapur)sé í samræmi við umhverfisvernd. Þessum markmiðum hyggjast samningsaðilar ná með því að treysta rekstrarumhverfi sauðfjárframleiðslunnar. Með frjálsara verðlagskerfí, með uppkaupum og tilfærslu greiðslumarks, og með því að styðja sauðfjárbændur sem vilja hætta búskap!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.