Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 Rhugauert Mjög gott uerð 466 30013732 466 100350101 Fjárklippur í tösku Kr. 27.994 Kúa- og hestaklippur í tösku Kr. 27.994 466 103004401 Fóðurker 11,5 Kr. 1.108 FISHER drykkjarker með flotholti, galvaniserað Kr. 2.366 467 A101 Kálfafata með ventli og túttu Kr. 1.180 466 342000 Saltsteins- haldari úr plasti Kr. 837 117 GT85 Ryðolía með tefloni Kr. 498 [$!gg* Manista handþvottakrem frá COMMA 103 3761005 1] Hleðsluborvél í tösku | 12 volt, 2ja gíra, stiglaus rofi Rafhlaða með aflesara Kr. 14.690 * 535 9000 • Fax 535 9040 Vinnuveitendasambandið og Vinnumálasamband samvinnufélaganna RæB um hugsanlega sameiningu VSI' og VMS Frnkvæmdastórj VMS segir aó Bændasamtök Jörð til sölu Til sölu er jörðin Hólar í Eyjafjarðarsveit. Greiðslumark í mjólk er rúmlega 106.000 Itr. Bústofn og vélar fylgja. Ræktun um 50 ha og miklir ræktunarmöguleikar. Óskað er tilboða í eignina og skal þeim skilað til Búnaðar- sambands Eyjafjarðar Óseyri 2 Akureyri þar sem gefnar eru nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 462.4477. Afhendingatími er samkomulagsatriði. Búvélasafnið á Hvanneyri Á fjúrOa þúsund gesdr 1998 Gestkvæmt var í Búvélasafninu á Hvanneyri á liðnu ári. Safngestir urðu nokkuð á fjórða þúsund og hafa sjaldan orðið fleiri á einu ári. Safnið var nú í fyrsta skipti opið daglega mánuðina júní - ágúst og sérstakur safnvörður, Þórunn Edda Bjamadóttir, var þá að störfum. Búvélasafnið gekkst fyrir svokölluðum D-degi, þann 15. ágúst, til þess að minnast þess að 80 ár voru liðin frá komu fyrstu hjóla- dráttarvélanna til landsins. Þá sýndi safnið gamlar dráttarvélar í akstri og við vinnu. Búvélainnflytjendur sýndu nýjustu dráttarvélamar og ýmislegt fleira var í boði. Vakti atburður þessi athygli og varð Búvélasafninu mjög til framdráttar. Nokkuð var unnið að lag- færingu safngripa á árinu. Að því verki vann Erlendur Sigurðsson sér- staklega. í safnið bættust ýmsir góðir gripir. Nokkrir þeirra em þegar til sýnis en aðrir bíða að- hlynningar og lagfæringa í geymslum safnsins. Alls var það á 6. tug gripa stórra og smárra sem Búvélasafninu áskotnaðist á árinu 1998. Ekki er rými til að telja upp allt sem barst en nokkra hluti má nefna: Farmal A fékk safnið, einn af þeim fyrstu sem til landsins kom, 29. janúar var haldinn fulltrúa- fundur Vinnumálasambandsins á Akureyri um hugsanlegt sam- starf eða sameiningu samtaka ís- lenskra atvinnurekenda. Að mati Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnumálasam- bandsins, ættu Bændasamtök ís- lands að fylgjast vel með þessari þróun. Jón er ekki í vafa um að nýjar aðstæður í efnahagsmálum, breytt rekstrarumhverfi, margvíslegar breytingar á lögum og reglugerðum og framþróun á sviði Evrópu- málanna hljóti m.a. að vekja mikla athygli meðal forystumanna Bændasamtakanna. „Bændur eru dreifðir smáframleiðendur og sjálf- stæðir atvinnurekendur hver fyrir sig. Þeir eiga beint og óbeint aðild að margháttuðum afurðafyrirtækj- um og mjög mikla hagsmuni á því sviði. Það fer ekki á milli mála að framþróun á erlendum vettvangi hefur geysilega mikil áhrif á fram- tíðarhorfur í landbúnaðinum. Þess vegna er það vafalaust umhugsun- arefni fyrir bændaforystuna að skipulagsmál íslenskra atvinnurek- enda og í íslensku atvinnulífi yfir- leitt eru viðfangsefni sem Bænda- samtökin ættu að láta sig skipta beint. Samtökin ættu að taka virkan þátt í þeim og hafa áhrif á þau.“ Jón segir mjög miklar breyting- ar hafa orðið á íslensku atvinnulífi og rekstrarumhverfi at- vinnurekstrarins. „Almennir kjara- samningar eru gerðir sameiginlega fyrir alla í einu í flestum atvinnu- greinum. Mikilvægi Evrópusam- skipta og samninga á sameigin- legum vettvangi Evrópulandanna fer einnig mjög vaxandi. Mjög ör þróun á sér stað á sviði lífeyris- sjóðamála og allmargir lífeyris- sjóðir hafa verið sameinaðir nú þegar. Það hefur orðið mikil þróun í löggjöf um atvinnureksturinn til að samræma hana þannig að það er ekki lengur um að ræða sérstök stjómvaldsafskipti heldur má segja að þróunin hafi verið í þá átt að allur atvinnurekstur sitji sem mest við sama borð.“ Höfundur greinarinnar, Bjarni Guðmundsson, situr hér á einu af merkari tækjum safnsins. Þetta Þetta er íslensk dengingarvél frá fyrsta áratug aldarinnar. frá Glitsstöðum í Norðurárdal. Er hann m.a. búinn loftlyftu, ýtutönn og heimasmíðaðri heyskúffu á sláttuvélinni. Þessi hefur selskap af öðrum Farmal, sem safnið átti fyrir fulluppgerðan af Hauki Júlíussyni Jón segir þessa þróun, ásamt þeim stöðugleika og því jafnvægi sem komist hafi á efnahagsmálin, valda því að það sé tímabært að skoða skipulagsmál og félagssam- tök í íslensku atvinnulífi upp á nýtt. „Meðal þess sem hefur verið til umræðu að undanförnu er heild- arendurskipulagning Vinnu- veitendasambands Islands og þar á meðal þátttaka aðildarfyrirtækja Vinnumálasambandsins í nýjum heildarsamtökum í íslensku at- vinnulífi. Þessi skipulagsmál og þróun lífeyrissjóðamálanna voru og hans mönnum. Fjórhjóla hey- vagn fyrir tvo hesta eignaðist Bú- vélasafnið og súgþurrkunarviftu með díselvél frá allra fyrstu árum þeirrar tækni hérlendis. Frá Skálpastöðum fékk safnið eina fyrstu dísel-rafstöðina sem kom í Borgarfjarðardali. Er hún ágæt viðbót við Ijósavél Hvanneyrar- skóla frá 3. áratugnum sem safnið á og varð hvað fyrst til að kveikja rafljós í sveit á Vesturlandi. Ástæða er til að nefna sér- staklega tvenn herfi sem Búvéla- safnið fékk á árinu, bæði frá því um 1930. Þau eru kennd við hönnuðinn, Lúðvík Jónsson bú- fræðikandídat. Herfin, saxherfi og rótherfi, lét hann smíða með sérstakri hliðsjón af íslenskum aðstæðum. Hann taldi plóginn ekki henta allskostar hérlendis: vildi varðveita næringarríkasta jarð- vegslagið og grasrótina sem þar var í stað þess að venda henni við með plægingu. Þetta var á blóma- tíma græðisléttunnar. Herfin tvö eru verðmæt dæmi um innlenda verkfærasmíði, en fyrir henni fór annars lítið. Langmest af verk- færum bænda hafa í gegnum árin verið erlend að hönnun og smíði. Lúðvíksherfin segja því merkilega sögu sem ætlunin er að gera meginefni til umfjöllunar á sér- stökum félagsfundi Vinnumála- sambandsins sem haldinn var á Akureyri 29. janúar sl.“ Fundurinn tók ekki formlegar eða bindandi ákvarðanir að sögn Jóns. Hann samþykkti hins vegar með öllum greiddum atkvæðum að halda áfram þátttöku Vinnumála- sambandsins í viðræðum við VSÍ um skipulagsmál og sameiningu og að áfram yrði unnið að því að leita sameiginlegra lausna varð- andi lífeyrissjóðamálefnin. „Vinnumálasambandið hefur sér- stöðu að því leyti að fyrirtæki þess hafa kjarasamning við launa- mannasamtökin um lífeyrissjóði sem eru að ýmsu leyti mjög ólikir þeim lífeyrissjóðum sem Vinnu- veitendasambandið hefur kjara- samning um.“ Á fundinum á Akureyri var samþykkt að halda áfram við- ræðum sem nú þegar eru hafnar um þessi málefni og jafnframt var fulltrúum Vinnumálasambandsins falið að leitast við að standa vel vörð um hagsmuni aðildarfyrir- tækjanna í þessum viðræðum." hæfileg skil í Búvélasafninu. Á árinu áskotnaðist Búvéla- safninu töluvert af myndum, ritum og bæklingum um búvélar, þ.á.m. þjónustubækur með þúfnabanan- um frá árunum upp úr 1920 en þá verðmætu gjöf færði Eirík Eylands safninu formlega á dráttarvéla- deginum 15. ágúst. Á þessu ári er ætlunin að vinna áfram að uppsetningu safnsins og skráningu safngripa, m.a. fyrir hálfrar millj. króna styrk sem Guð- mundur Bjamason landbúnaðar- ráðherra færði safninu á D- deginum á liðnu sumri. Hafnar eru viðræður við Þjóðminjasafnið um samstarf safnanna að varðveislu tæknisögu landbúnaðarins. Áfram er svipast um eftir vélum og tækjum sem eiga teljandi hlut í tæknisögu landbúnaðarins. Búvélasafnið á marga velunnara víða um land sem lagt hafa safn- starfinu lið með ýmsum hætti. Þann liðsauka þakkar safnið sér- staklega og hvetur áhugamenn enn til að hafa augun hjá sér og gera safnkörlum á Hvanneyri orð þegar þeim þykir ástæða til. Síminn þar er 437 0000. Bjarni Guðmundsson Landbún aðarráð uneytið Jafnréttisáæflun ríkis- sljðrnarinnar jftl úr vör Landbúnaðarráðuneytið hefur ráðið í jþjónustu sína starfsmann, Onnu Margréti Stefánsdóttur, sem starfar tímabundið við það verkefni að útfæra framkvœmdaáœtlun ríkisstjórnarinnar um að ná fram jafnrétti kynjanna á málasviði ráðuneytisins. í fyrmefndri framkvæmda- áætlun, sem nú er í gildi fyrir tímabilið frá upphafi árs 1998 til loka árs 2001 skuldbindur ráðuneytið sig til að vinna að félagslegum og efnahagslegum réttindum kvenna í bændastétt, fræðslu fyrir konur og karla í bændastétt, atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni, fjölgun kvenna í stjómum og ráðum sem varða landbúnaðar- mál - og að lokum skuldbatt ráðuneytið sig til að vinna að jafnrétti innan ráðuneytisins og stofnana þess. „Þetta er afskaplega spenn- andi verkefni og gaman að landbúnaðarráðuneytið skuli taka á málinu,“ sagði Anna Margrét sem næstu vikur mun gera tillögur um hvemig ráðu- neytið getur náð ofangreindum markmiðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.