Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 5 Ari Teitsson formaður BÍ við setningu búnaðarþings Taklu sjðlfur fyrsta sM! „Á þeirri öld sem liðin er frá stofnun búnaðarþings, sem jafn- framt fylgir nokkum veginn 20. öldinni, hefur hlutur landbúnaðar- ins í þjóðarbúskapnum verið að dragast saman og nú búa um 8% þjóðarinnar í dreifbýli og innan við 5% stundar landbúnað. Jafnframt hefur fólki fækkað á hinum smærri þéttbýlisstöðum úti um land. Er nú svo komið að augu ráðamanna hafa opnast fyrir því að þessa bú- ferlaflutninga verði að stöðva, ekki vegna kröfugerðar landsbyggðar- innar, heldur til að færa til betri vegar þróun sem ógnar þjóðfé- laginu í heild. Sífelld fjölgun fólks á suðvesturhomi landsins, jafn- framt fólksfækkun annars staðar, er bæði dýr í uppbyggingu á suð- vesturhominu og gerir erfiðara að veita þeim þjónustu sem á lands- byggðinni búa,“ sagði Ari Teits- son, formaður BI er hann setti búnaðarþing. Hér á eftir er birtur bróðurpartur ræðu Ara en hún og annað sem er sagt og samþykkt á búnaðarþingi verður birt í séstöku hefti Freys sem kemur út í mars eða apríl. Félagslega þjónustu má bœta Ari sagði orsakir búferla- flutninganna margar en tekju- möguleikar og félagsleg þjónusta réðu þó mestu. „Félagslega þjónustu má bæta með margvísleg- um aðgerðum ríkis og sveitarfé- laga og að mörgu er unnið í þeim efnum,“ sagði formaðurinn og benti á að auknir tekjumöguleikar á landsbyggðinni hljóti hins vegar að felast í fjölgun starfa sem gefa viðunandi laun. „Þar hefur ekki síst verið horft til þess að flytja ýmsa þjónustu af höfuðborgar- svæðinu. Fleira þarf til að koma. Eigi að ná markmiðum um breytta byggðaþróum verður að skapa ný arðbær störf á landsbyggðinni með sem mesta tengingu við stað- hætti og möguleika hvers svæðis. Til þess þarf fjármagn sem eðlilegt er að taka að hluta af því 6 milljarða króna árlegu framlagi sem landbúnaðurinn, og þar með landsbyggðin, hefur orðið af á síðasta áratug. En þótt fjármagnið sé nauðsynlegt gerist lítið án frum- kvæðis og dugnaðar heimamanna á hverjum stað. Þann kraft þarf að virkja og styðja bæði til nýsköpun- ar og ekki síður til varðveislu þeirrar starfsemi sem fyrir er en þar er hlutur landbúnaðarins stór. Því hljóta sveitarfélög á lands- byggðinni að taka með auknum þunga þátt í umræðu um tengsl landbúnaðar og byggðar og hvemig framtíð landbúnaðar verði best tryggð." Skýrsla um lífskjör bœnda „Á liðnu hausti var birt skýrsla nefndar sem fengið hafði það hlut- verk að gera úttekt á Lífskjörum bænda, saman borið við lífskjör annarra stétta og þróun kjaranna. Þar kemur fram að á árinu 1996 bám bændur að jafnaði úr býtum nálægt helming þeirra tekna sem stéttir, sem vinna sambærileg störf varðandi ábyrgð, viðveru og fæmi, hafa. Frá 1996 hafa almenn laun hækkað um nálægt 15% sam- kvæmt launavísitölu og þótt af- koma hafi batnað í mörgum grein- um landbúnaðar er sá bati ekki annar né meiri en sá sem aðrar stéttir hafa náð. Þar við bætist svo að á síðustu mánuðum em að koma fram hækkanir á ýmissi þjónustu við landbúnaðinn sem bóndinn á erfitt með að mæta með hækkun afurðaverðs og þyngja því reksturinn. Við slíkar aðstæður er ekki unnt að búast við mikilli endumýjun í bændastétt né að hún nái að vera sá homsteinn byggðar sem vert væri. Bændur hljóta að spyrja hvað valdi því að vinna búvöruframleiðandans sé verðlögð svo miklu lægra en vinna annarra þjóðfélagsþegna." Framtíð bœndastéttarinnar „Það felst í mannlegu eðli að velta fyrir sér framtíðinni, eigin framtíð, framtíð bamanna og framtíð atvinnugreinar sinnar. En hvemig búa bændur sig best undir þá framtíð sem bíður þeirra? Án efa er besti undirbún- ingurinn aukin þekking á hinum fjölbreyttu verkþáttum landbún- aðarins. Þar er samningur sá sem Bændasamtökin og ríkisvaldið vinna nú að í kjölfar nýrra búnað- arlaga mikilvægur. I samningnum er lögð áhersla á ýmis verkefni varðandi nýbreytni og þróun land- búnaðarins og jafnframt stutt við ráðgjöf um aukna hagkvæmni í bú- rekstri. Sá faglegi stuðningur, sem samningurinn á að tryggja, er stað- festing þess að samningsaðilar gera sér grein fyrir að landbúnað- urinn, eins og aðrar atvinnugrein- ar, þarf að tileinka sér þá þekk- ingu sem að gagni má koma á hveijum tíma,“ sagði Ari og benti á að framtíð bændastéttarinnar, sem annarra stétta þessa lands, er einnig háð því að hún lifi í sátt við þjóðfélagsheildina. Þar hafi bænd- ur lagt mikið í á síðustu ámm. Sátt um íslenskan landbúnað Ari sagði að sú sátt sem nú virðist ríkja um íslenskan land- búnað hafi á síðustu árum ekki síst endurspeglast í vinsamlegum sam- skiptum bænda við ríkisvaldið og eðli málsins samkvæmt ekki síst landbúnaðarráðuneytið og land- búnaðarráðherrann Guðmund Bjamason. „Við starfslok hans nú eru honum færðar bestu þakkir, þótt ætlað sé gera því betri skil á öðrum vettvangi," sagði Ari. Tryggur aðgangur að viðunandi markaði „Forsenda fyrir afkomu bónd- ans er að hann eigi tryggan aðgang að viðunandi markaði og sá að- gangur er engan veginn sjálfgef- inn. Þar geta bændur styrkt stöðu sína með samtakamætti sínum og framsýni. Sú fækkun og stækkun fyrirtækja, sem orðið hefur á mat- vælamarkaði, kallar á viðbrögð bú- vöruframleiðenda. Bændur í ná- grannalöndunum hafa brugðist við þessari þróun með því að fylkja sér um framleiðendafélög um vinnslu búvara en þessar einingar hafa jafnframt sameinast og stækkað og þannig getað betur tryggt stöðu sína í harðnandi markaðsheimi. Öflug framleiðendasamvinnufélög eru þó fjarri því nýlunda í ná- grannalöndunum. Fyrr í þessum mánuði var ég viðstaddur hátíðar- höld í tilefni 100 ára afmælis dönsku samvinnuhreyfmgarinnar og á henni sjást engin þreytumerki. Á vegum hennar eru unnin og seld um 90 % af dönskum landbún- aðarvörum. Formaður samtakanna var í hátíðarræðu sinni stoltur yfir því að þeim hefði tekist í 100 ár að varðveita samvinnulýðræðið þ.e. jafnan atkvæðisrétt félagsmanna óháð viðskiptaveltu og arð til framleiðenda búvörunnar eftir veltu og árangri í rekstri félagsins íslenskir bændur hljóta að íhuga stöðu sína í þessum efnum og sam- vinna framleiðenda og áhrif þeirra í afurðasölu hljóta að verða með mikilvægustu viðfangsefnum bún- aðarsamtaka héraðanna á komandi árum“ Nýr WTO samningur Ari minnti á að hafinn er undirbúningur að gerð nýs al- þjóðasamnings um viðskipti með búvörur. „... Nýr WTO samningur verður þó að vernda náttúrleg auð- æfi, svo sem jarðveg, vatn og gróður, og tryggja efnahagslega og félagslega stöðu landsbyggðar- innar, eða með öðrum orðum skapa sérhverri þjóð möguleika til að framleiða matvæli sín í sátt við umhverfi sitt og aðstæður. Til okkar berast nú víða að fregnir af erfiðleikum í landbúnaði í nágrannalöndum okkar. Þessir erfiðleikar virðast fara vaxandi samfara aukinni tækni og opnara og harðara markaðsumhverfi. Jafn- framt verða æ áleitnari spumingar um hversu langt megi ganga varðandi umhverfi dýra, hjálparefni við búvöruframleiðslu og nýtingu erfðatækni. Stækkun búa og aukin tækni virðist þannig hvorki hafa skilað bændum betri afkomu né minni vinnu.“ Aukin framleiðslugeta „Ljóst er að hin gífurlega aukna framleiðslugeta landbúnað- ar um allan hinn vestræna heim hefur þrýst verði búvara niður á síðustu áratugum. Framboð hefur verið meira en eftirspum eða kaupgeta. Um viðskipti með búvörur gilda hins vegar víðast hvar önnur viðhorf en um aðrar vörar. Kjami þeirra er sá að nær allar þjóðir hafa það að markmiði að vera sjálfum sér nægar um þau matvæli sem þær era færar um að framleiða sjálfar. Þar vega þungt sjónarmið atvinnusköpunar, nýting eigin auðlinda, viðhald búsetu og síðast en ekki síst öryggi í öflun matvæla. Þjóðir afhenda ekki öðram þjóðum það fjöregg sitt að geta sjálfar fullnægt framþörfum lífsins," sagði Ari og gat þess að á hinn bóginn væra margar þjóðir fúsar og færar um að selja öðram þjóðum búvörar og styrkja eigin landbúnað í því skyni. „Styrkir í formi útflutningsbóta eru fram- leiðsluhvetjandi fyrir bændur og það hefur aftur freistað þeirra til að beita í ríkum mæli hvers kyns tækni og hjálparefnum, sumum óhollum umhverfi. Jafnframt hafa bændur reynt að nýta hagkvæmni stærðarinnar og stækkað bú sín sem mest þeir mega. Það hefur skapað enn ný umhverfisvandamál við að ráðstafa úrgangi frá bú- skapnum.“ Vítahringur eða tímasprengja Ari sagði hér á ferð vítahring eða tímasprengju sem fyrr eða síðar hlyti að springa með smáum eða stórum hvellum. „Þannig hefur Evrópusambandið nýlega birt skýrslu þar sem varað er sterk- lega við núverandi framleiðsluað- ferðum í landbúnaði í ríkjum sam- bandsins. Þar er lagt til að í mótun nýrrar stefnu í landbúnaðarmálum þess, sem ljúka á nú á næstu vikum, verði umhverfismálum gert verulega hærra undir höfði en áður. Um þetta eru þó ekki allir sammála og bent er á að það muni gefa Bandaríkjunum forskot á al- þjóðamarkaði með búvörar. í Bandaríkjunum eiga hvorki um- hverfissjónarmið né dýravernd sama hljómgrunn og í Evrópusam- bandinu, þar ríkir frjálslyndi í notkun hormóna í búfjárrækt, þar er leyfð geislun matvæla og síðast en ekki síst eru erfðabreytt afbrigði sumra nytjajurta að verða þar alls- ráðandi" Auðlindirnar Rok og Rigning Ari fjallaði um stöðu íslenskra bænda í alþjóðlegu samhengi og sagði svo: „“Eftir að tækni og kunnátta er farin að leysa ýmsar þrautir okkar í baráttu við náttúru- öflin höfum við eignast í þeim auðlindir, ekki síðri en genin okkar sem nú hækka verð á hlutabréfum beggja vegna Atlantsála. Þessar auðlindir heita Rok og Rigning og valda því, ásamt fámenni okkar í stóru landi fjarri ýmsum mengun- aruppsprettum meginlandanna, að við eigum þann hreinleika náttúrannar sem vart gerist meiri annars staðar. Lífrænn og vist- vænn landbúnaður er í sókn allt í kringum okkur en hér á landi fer lítið fyrir honum. Það er skiljan- legt þegar að er gáð. Áhugi á líf- rænum og vistvænum búvörum er hér að sama skapi minni þar sem innlendar búvörur, framleiddar á hefðbundinn hátt, njóta fulls trausts neytenda. Mér er ekki kunnugt um að viðhorf Islendinga til hollustu og hreinleika innlendra matvæla hafi verið könnuð en kannanir á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum sýna að meirihluti þeirra þjóða hefur áhyggjur af hollustu þess matar sem þær neyta, í Bandaríkjunum allt upp í 88% aðspurðra. í þessum löndum og víðar er lífræn og vistvæn vottun gæðastimpill sem eftir er tekið.“ Ekkert nema okkar eigið frumkvœði og kraftur getur flutt okkurfram á veginn Fyrir nokkru var Ari við- staddur hátíðarhöld í Danmörku, en þau voru haldin í Ráðhúsi Kaupmannahafnar sem er ríflega 100 ára gamalt. „í lítilli setustofu inni af virðulegasta fundarsal hús- sins hafa nokkur dönsk heilræði verið skorin í tré væntanlega við frágang þess. Nú þurfa dönsk heil- ræði ekki endilega að vera öðrum fremri en við skulum hafa í huga að þessi heilræði þóttu þess virði að vera útskorin á vegg um þær mundir sem ísienskir bændur héldu fyrst búnaðarþing og á þeim tíma sem Kaupmannahöfn var raunar höfuðborg okkar. Eitt heil- ræðið hljóðaði svo "Gör selv förste skridt" sem gæti þýtt "Taktu sjálfur fyrsta skrefið." Ef til vill ættum við að gera þessi orð að einkunnarorðum kom- andi búnaðarþings minnug þess að ekkert nema okkar eigið frum- kvæði og kraftur getur flutt okkur fram á veginn. Megi þingið verða bændum sem og landsmönnum öðrum til heilla. Búnaðarþing 1999 er sett.“ Afhending Landbúnaðarverðlauna 1999 Fyrir tveimur áram veitti Guðmundur Bjamason, landbúnaðarráðherra, við setningu Búnaðarþings í fyrsta skipti Landbúnaðarverð- launin sem er viðurkenning til aðila sem á einn eða annan máta tengjast landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað og era til fyrirmyndar. Þá hlutu verðlaunin ljögur býli sem hvert um sig hafa vakið athygli fyrir myndarlega uppbyggingu og starfsemi. Á síðasta ári vora þessi verðlaun veitt til ábúenda tveggja félagsbúa í sitthvoram landshlutanum sem einnig hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir myndarbúskap. Við þessi tækifæri sagði Guðmundur Bjamason, landbúnaðarráðherra, að það ætlun sína að þessi verðlaun yrðu árlega veitt enda full ástæða til að vekja athylgi á því að mjög víða er verið að gera góða hluti f sveitum landsins. Að þessu sinni verlaunin veitt til ábúenda tveggja býla, sem viðurkenning fyrir árangursrík störf í þágu íslensks landbúnaðar. Annars vegar til ungra hjóna sem reka hefð- bundin blandaðan búskap í Eyjafirði og hins vegar fullorðnum hjónum sem hafa verið braut- ryðjendur í alifuglarækt. Verðlaunahafar vora annars vegar ábúendur á Hríshóli í Eyjaíjarðarsveit, hjónin Sigurgeir B. Hreinsson og Bylgju Sveinbjömsdóttur. Hinir verðlaunahafamir vora hjónin Málfríður Bjamadóttur og Jón M. Guðmundsson á Reykjum í Mosfellsbæ. í máli ráðherra kom fram að á Hríshóli væri búið blönduðu búi, þó einkum með kýr í sam- ræmi við gróna eyfirska hefð. Afurðasemi gripa hafi lengi verið ofarlega á landsmeðaltali og þangað væru gjama sóttir kynbótagripir. Arðsemi búsins hefði verið með ágætum og umhirða öll og umgengni til fyrirmyndar - þangað væri gjama fengið að koma þegar sýna ætti góðum gestum hvemig búið er í héraðinu og fengju þeir þá jafnframt að njóta hlýrrar gestrisni á myndarheimili. Alifuglarækt á sér ekki langa sögu sem sjálfstæð búgrein hér á landi - og varla er liðinn nema einn mannsaldur síðan farið var að stunda hér eggjaframleiðslu á sjálfstæðum búum í stórum stíl með þeirri tækni sem best var þekkt á hverjum tíma. Fram kom í ræðu Guðmundar að Jón er mikill félagsmálamaður var lengi oddviti og hreppsstjóri. Hann gegndi og trúnaðarstörfum fyrir búnaðarfélag, búnaðarsamband og fjöl- mörg önnur samtök. Þeim hjónum á Reykjum, Málfríði Bjamadóttur og Jóni M. Guðmundssyni voru veitt landbúnaðarverðlaun 1999 fyrir að hafa búið um langt skeið myndarlegum framherjabú- skap, fyrir foringjastörf Jóns í félagsmálum nýrrar og vaxandi búgreinar og síðast en ekki síst fyrir að þau hafa haldið uppi reisn bænda og búskapar í jaðri ört vaxandi jþéttbýlis, og ætíð verið virtir og góðir tengiliðir gróinnar sveita- menningar, og nýmenningar í þéttbýli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.